Húnavaka - 01.05.1975, Side 124
122
HÚNAVAKA
Múla í Biskupstungum Egilssonar og eignuðust þau þrjá sonu: Jón
Geir, starfsmann hjá Lyfjaverzlun ríkisins, ókv., Geir Jón, verkstj.
í Reykjavík, kvæntan Ástu Guðmundsdóttur úr Reykjavík, og Torfa,
bifreiðarstjóra í Reykjavík, kvæntan Guðmundu Guðmundsdóttur
ættaðri úr Holtum. Konu sína missti Ásgeir árið 1933 aðeins 32 ára
að aldri.
Seinni kona Ásgeirs var Ágústa Þuríður Vigfúsdóttir, bónda í
Flögu í Skaftártungu, Gunnarssonar, en þau giftust árið 1937. Börn
þeirra eru: Ólafur Ásgeir, fulltrúi hjá Landmælingum íslands
kvæntur Ragnheiði Hermannsdóttur úr Reykjavík, Sigríður Vigdís,
gift Ólafi Gunnlaugssyni lækni og Vigfús, er stundar eðlisfræðinám
í Bandaríkjunum, kvæntur Sólveigu Brynjólfsdóttur.
Ásgeir L. Jónsson var þjóðkunnur fyrir störf sín í þágu landbún-
aðarins. Hann unni átthögum sínum í Húnaþingi og kaus að hvíla
þar að leiðarlokum. Jarðneskar leifar hans voru jarðsettar að Þing-
eyrum 9. júní 1974.
Guðmundur Einarsson, lézt 5. október að H.A.H. aðeins 41 árs
að aldri. Hann var fæddur 23. maí árið 1933 í Hafnarfirði. For-
eldrar hans voru Einar Guðmundsson, vélgæzlumaður á Blöndu-
ósi, ættaður úr Grindavík og Davia Guðmundsson, fædd Niclasin
frá Þórshöfn í Færeyjum.
Guðmundur var elztur þriggja systkina. Níu ára gamall flyzt hann
ásamt foreldrum sínum til Hólmavíkur frá Vífilsstöðuin, þar sem
þau höfðu búið um nokkurra ára skeið, og síðar eða árið 1946 til
Blönduóss en þar átti hann heima til dauðadags. Veturinn 1950 nam
hann við Unglingaskólann á Blönduósi, en næstu árin vann hann öll
alhliða störf hér um slóðir. Árið 1956 réðist hann skipverji á strand-
ferðaskipið Skjaldbreið og var ]:>ar allt til ársins 1960. Árið 1958
gekk hann að eiga Þórdísi Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli í Norð-
firði, bjuggu þau um skeið í Reykjavík, þar sem Guðmundur
stundaði strætisvagnaakstur. Eignuðust þau tvö börn, Bryndísi
Bylgju og Einar. Einnig tók hann Stefaníu Hrönn að sér sem kjör-
dóttur, en hún var að mestu upp alin í Reykjavík hjá ömmu sinni
Stefaníu. Konu sína missti hann árið 1960. Sama ár flutti Guðmund-
ur til Blönduóss og bjó ásamt börnum sínum hjá foreldrum sínum
og stundaði alla algenga vinnu. Ók m. a. vöruflutningabíl til Revkja-
víkur allt til ársins 1967, er hann kenndi sjúkdóms þess er leiddi