Húnavaka - 01.05.1975, Page 125
HÚNAVAKA
123
hann til dauða. Árið 1967 kvæntist hann Hrafnhildi Reynisdóttur
frá Mjóasundi í Villingaholtshreppi og reistu þau heimili sitt að
Árbraut 18 á Blönduósi. Eignuðust þau eina dóttur Þórdísi, sem
enn er á bamsaldri.
Síðustu ár ævi sinnar gerðist Guðmundur starfsmaður Sölufélags
A-Húnvetninga og Kaupfélags Húnvetninga. Annaðist hann vél-
gæzlu í frystihúsi félagsins og skipaafgreiðslu. Vorið 1974 var Guð-
mundur kjörinn í hreppsnefnd Blönduósshrepps. Lét hann einkum
mál hafnar og aðstöðu til útvegs til sín taka, enda einn af aðalhvata-
mönnum að vinnslu sjávarafurða á staðnum.
Guðmundur var mikill dugnaðar- og athafnamaður er allir væntu
sér mikils af. Hann var góður félagi og málsnjall á mannfundum
og lagði hverju góðu máli lið.
Kristbjörg Pétursdóttir andaðist 18. október að H.A.H. Blöndu-
ósi. Hún var fædd 26. júní árið 1882 að Miðdal í Kjós. Hún var
sunnlenskrar ættar, dóttir hjónanna Péturs Árnasonar bónda í Mið-
dal og konu hans Margrétar Benjamínsdóttur er bæði voru ættuð
úr Kjósinni og nágrenni Reykjavíkur. Aldamótaárið 1900 missti
hún móður sína og brá þá faðir hennar búi og flutti til Reykjavík-
ur. Réðist hún þá í vist að Flekkudal í Kjós og dvaldi þar um 4 ára
skeið eða til ársins 1905, er hún fer að Sandi í sömu sveit og síðar
að Tindstöðum og dvaldi þar allt til ársins 1910. Þá um vorið flutti
hún norður í Húnaþing og gerðist bústýra Björns Eysteinssonar,
sem sama vor flutti frá Grímstungu að Orrastöðum á Ásum. Bjuggu
þau þar um 5 ára skeið, en um vorið 1915 flytja þau að Hamrakoti.
Árið 1922 flytja þau aftur að Orrastöðum. Það vor brá Björn búi
vegna hrakandi sjónar og réðist í húsmennsku til sonar síns Sigur-
geirs, er þar bjó. Síðan fara þau aftur að Grímstungu og eru í hús-
mennsku hjá Lárusi syni Björns um tveggja ára skeið, en vorið 1926
kaupir hann Mosfell og búa þau þar í 4 ár. Upp úr árinu 1930
fluttu þau enn að Grímstungu, þar sem Björn lést í hárri elli.
Auðguðust þau hjón á búskap sínum, einkum í Grímstungu eins
og Björn segir sjálfur frá í hinni merku sjálfsævisögu sinni og mun
Kristbjörg eigi hafa átt lítinn þátt í velgengni hans sökum ráðdeild-
ar og dugnaðar.
Eignuðust þau tvo syni er báðir fóru til mennta, en þeir eru:
Erlendur sýslumaður á Seyðisfirði, kvæntur Katrínu Jónsdóttur frá