Húnavaka - 01.05.1975, Page 127
HÚNAVAKA
125
Þann 14. janúar andaðist á H.A.H. Blönduósi Páll Kristjánsson
bóndi á Reykjum á Reykjabraut. Hann var lesinn til moldar á Þing-
eyrum 19. janúar. Hann var fæddur 17. apríl 1901 á hinu forna
höfuðbóli Reykjum, er um aldir lágu í þjóðbraut.
Voru foreldrar hans Kristján Sigurðsson bóndi á Reykjum og
Ingibjörg Pálsdóttir frá Akri, systir sr. Bjarna prófasts í Steinnesi og
Ólafs Pálssonar cand, juris fulltrúa í stjórnarráði Dana í Höfn.
Föðurleggur Páls var að engu ómerkari.
Á síðustu öld kom hér í sveit, hraustmenni úr voru prestakalli,
Sigurður Jónsson frá Kaldrana á Skaga, setti hann bú saman á
Brekku. Var hann efnamaður. Sigurður sonur hans varð bóndi að
Reykjum, síðari kona Sigurðar á Reykjum var Þorbjörg Árnadóttir
búsýslukona mikil og skörungur. Voru börn þeirra hjóna Ingibjörg
kona Guðmundar Erlendssonar í Mjóadal, en meðal barna þeirra
var Sigurður skólameistari, annað barn þeirra hjóna var Kristján á
Reykjum.
Mátti |dví segja að hann væri kominn af góðum kynstofni meðal
Húnvetninga.
Páll var einbirni og var jörðin vel setin og honum ætluð. Hann
fór ungur í Hólaskóla og gekk námið vel, en þótti bera af í teikn-
ingu og smíðum. Þá var Páll hraustmenni og vel íþróttum búinn,
ágætur sundmaður.
Páll hvarf að námi loknu til föðurhúsanna. Hann kvæntist 1929
Sólveigu Erlendsdóttur frá Beinakeldu og Stóru-Giljá. Er sá kyn-
stofn er þar býr að langfeðratali af Flekkudalsætt í Kjós. Reyndist
hún honum dugleg og vinnusöm kona og ráðdeildarsöm og var hún
þannig um marga hluti stoð manni sínum. Runnu því margar stoðir
undir það að Páll yrði sæmdarbóndi sem og varð.
Páll unni mjög jörð sinni Reykjum og var mikill dýravinur eins
og göfugum bónda hæfir. Hann skynjaði líka eðliskosti jarðarinnar,
hina víðáttumiklu haga er rífur af snjó, svo að eigi tekur fyrir beit.
Var Páll fjárræktarmaður um meðferð fjársins og ræktaði góðan
fjárstofn. Enda reisti Páll 400 kinda fjárhús gerð eftir kröfum
tímans. Þá voru á Reykjum eins og nafnið bendir til, heitar lindir,
en gagn þeirra var lengst af að konur báru þangað lín sitt til þvotta
eða fengu heitt á könnuna. Páll byggði nýtt íbúðarhús úr steini og
eftir tækni tímans var hitað upp með heitu vatni.
Reykir eru meðal fyrstu staða hér á landi er sundlaug var gerð