Húnavaka - 01.05.1975, Side 128
126
HÚNAVAKA
og þar hefur verið kennt í allt að 150 ár. Páll var einn þeirra, sem
unni ræktun lands og lýðs. Hann kenndi um 20 ára skeið sundlist-
ina á Reykjum og þóttu þau hjón alla tíð með afbrigðum góð og
gestrisin við þá er voru þar við sundnám. En síðan var þetta á veg-
um sýslunnar. Páll var líka áhugamaður um skóla á Reykjum og
sá þann draum sinn rætast er hinn myndarlegi Húnavallaskóli reis af
grunni á Reykjum til menningar sonum og dætrum dreifbýlisins.
Um skeið var nokkur meiningarmunur um eignarhald á hitarétt-
indum á Reykjum. Mun það hafa nokkuð fengið á Pál, en hann
mun hafa hugsað sitt ráð með allri stillingu og haldið fram sínum
hlut. Og trúað því að með Guðshjálp og viturra manna yfirsýn á
hinum æðri dómstigum fengi hann skoðun sína viðurkennda. Og
kom sá hlutur upp er kvað á að hann skyldi vera herra á sínu ættar-
óðali. Síðar seldi Páll skólanum hitaréttindi og síðan Blönduós-
hreppi og Torfalækjarhreppi öll hitaréttindin.
Páll kom nokkuð við mál manna, sat í hreppsnefnd í 8 ár. Á efri
árunr hlaut hann heilsubrest, svo að hann var eigi samur til líkam-
legrar vinnu.
Páll var bóndi á Reykjum til endadægurs, enda unni hann sinni
íeðraslóð, því unaðslegt er að líta þar fjallahringinn af heimahlaði
og sjá af vatnsbakka Svínavatns í kvöldkyrðinni eða morgundýrð-
inni reisuleg býli manna. Þá voru hér ómetanleg náttúrugæði, hið
heita vatn. Mér hefði ekki komið á óvart að Páll hefði gerst garð-
yrkjubóndi, hefði ylræktin kornið fyrr til sögunnar.
Þeim hjónum á Reykjum Páli og Sólveigu varð eigi barna auðið,
en tóku sér fósturbarn, kjörbarn, Kristján Pálsson og ólst hann upp
hjá þeim frá því hann var kornbarn.
Guðmundur Friðriksson, Sunnuvegi 14, Höfðakaupstað, andaðist
5. janúar á H.A.H. á Blönduósi. Hann var fæddur 22. desember
1892 á Kvíanesi í Súgandafirði. Foreldrar hans voru Friðrik Gísla-
son og kona hans Guðrún Einarsdóttir. Þrjú voru önnur börn þeirra
hjóna. Þegar Guðmundur var 6 ára andaðist faðir hans, var þeim
systkinunum kornið fyrir í dvöl til vandalausra. Mun ævi Guðmund-
ar hafa verið allörðug um skeið.
Guðmundur varð brátt sjómaður, er hann hafði aldur til, og véla-
maður er bátar stækkuðu og voru vélknúnir. Hann stundaði jöfn-
um höndurn sjómennsku og búskap.