Húnavaka - 01.05.1975, Page 130
128
HÚNAVAKA
Þann 8. ágúst andaðist Hilmar Eydal Valgarðsson, sjómaður Sól-
túni 6, Keflavík. Varð hann bráðkvaddur við brúarvinnu í CTennd
við Þingeyri í Dýrafirði. Hann var jarðsettur 19. ágúst á Bergsstöð-
um.
Hann var fæddur 9. júní 1934, á Leifsstöðum í Svartárdal. Voru
foreldrar hans Valgarð Kristinsson, ættaður af Arskógsströnd í Eyja-
firði og Soffía Sigurðardóttir á Leifsstöðum. Eigi settu foreldrar
hans saman bú, ólst hann upp með móður sinni um tveggja ára
skeið þar til hún giftist Ingva Guðnasyni frá Hvammi.
Eftir það ólst Hilmar upp með móðurforeldrum sínum á Leifs-
stöðum, Sigurði Benediktssyni og konu hans Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur og móðurfrændum sínum við hið besta atlæti. Hann átti líka
órofatryggð við hinn veðursæla Svartárdal, þar sem hann ólst upp og
þroskaðist til manndómsára. Hann þótti efnilegur unglingur, var
vetrarmaður á Hnjúki og Aðalbóli og reyndist ágætur hirðir. Um
skeið dvaldi hann við búskap í Hvammi í Svartárdal hjá Þóru móð-
ursystur sinni og manni hennar Þorleifi Jóhannessyni. Hér fann
hann sig lieima þótt útþráin seiddi hann til að vinna fyrir sínu
brauði í fjölmenni.
Hilmar stundaði jafnt vinnu á sjó og landi og var búsettur í
Keflavík sín síðari ár. Stundaði hann sjó á vertíðum þaðan, og var
meðal annars á norðursjávarbátum á síldveiðum. En mörg sumur
stundaði hann brúarvinnu úti á landi, þar sem gott er að kynnast
náttúru landsins í fjarlægum héruðum og eins og hvíld frá lífs-
baráttunni á sætrjánum og hinum æðandi öldum hafsins. Enda má
ætla að mörgum sjómanninum verði tíðlitið upp til landsins af skipi
sínu og þyki fýsilegt að sjá hversu fósturjörðin fríð og kær er við
fjallsrætur, fjöll og dali. Inn milli fjallanna hér á ég heima, hér
liggja smaladrengsins léttu spor.
Síðast gisti Hilmar dalinn sinn í júnímánuði, er hann stóð yfir
moldum fóstra síns Sigurðar Benediktsssonar á Leifsstöðum. Það er
ætlun vor að Hilmar hafi hvergi fundið sig að fullu heima nema á
Leifsstöðum, þar sem hann lifði æskuár sín í hinum friðsæla Svartár-
dal við vinsemd frænda sinna.
Hilmar Valgarðsson var maður ókvæntur og barnlaus.