Húnavaka - 01.05.1975, Side 131
HÚNAVAKA
129
Margrét Konráðsdóttir kaupmannsekkja, andaðist 17. september
á H.A.H. Blönduósi. Hún var jarðseít á Spákonufelli 21. september.
Hún var fædd 2. september 1899 á Syðra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi
í Skagafirði. Voru foreldrar hennar Konráð Magnússon, bóndi frá
Steiná í Svartárdal, var hann bróðir sr. Jóns Magnússonar á Hofi,
síðar Mælifelli, föður próf. Magnúsar Jónssonar. Kona Konráðs og
móðir Margrétar var Ingibjörg Hjálmsdóttir, bónda og alþingis-
manns í Norðtungu. Meðal systkina Margrétar var sr. Helgi Kon-
ráðsson á Höskuldsstöðum og Magnús, verkfræðingur hafnarinnar
á Skagaströnd.
Æskuheimili Margrétar var ágætt, faðir hennar búþegn góður og
bókhneigður, móðir hennar skynsöm og hagmælt, þrifnaður og
reglusemi ríkti á heimilinu á Syðra-Vatni.
Þegar Margrét var 11 ára andaðist faðir hennar á besta aldri, brá
þá móðir hennar búi og flutti til Blönduóss, en Margrét fór til
Bjarnarhafnar til Konráðs frænda síns. Margrét gekk í Kvennaskól-
ann á Blönduósi, er var tveggja vetra skóli. Margréti fór sem syst-
kinum hennar, hana fýsti að mennta sig og það erlendis. Hafði
snemma gætt þeirra hneigða hjá henni, er laut að saumaskap og
hannyrðum. Hún sigldi til Hafnar 1920 og dvaldi þar í fimm ár.
Undi Margrét sér þar vel, þó að lítt væri hún veraldarvön. Var
henni það mikið lán að hún naut þar leiðsagnar mikilhæfrar konu,
Ingibjargar Olafsson frá Másstöðum í Vatnsdal, er var framkvæmda-
stjóri K.F.U.K. í Danmörku. í þetta félag gekk Margrét og starfaði
þar. Þetta átti vel við hana, er var að upplagi mjög trúhneigð og
hafði verið alin upp í trúrækni á sínu heimili. Bar hugsanagangur
hennar þess merki alla tíð.
Er Margrét kom heim, var hún vel menntuð kona til munns og
handa. Ferðaðist hún um fjölda ára um byggðir landsins og hélt
saumanámskeið, og var um skeið kennslukona að Staðarfelli, en
stundaði kaupavinnu á sumrum.
Arið 1942 réðst hún til Sigurðar Sölvasonar, kaupmanns í Borg
í Höfðakaupstað, er þá var ekkjumaður. Þau giftust 15. júní 1943.
Hafði Sigurður Sölvason brotist áfram af dugnaði og góðum hæfi-
leikum. Verið lengi við verzlunarstörf, en hafði nú sjálfstæða verzl-
un. Honum var því full þörf á að eignast vel menntaða konu, er
væri fær um að taka á móti gestum og gangandi, skapa gott heimili
9