Húnavaka - 01.05.1975, Síða 133
HÚN AVAKA
131
vel úr hendi. Páll dvaldi um árabil í Skagafirði við sveitastörf, festi
hann þá ráð sitt og kvæntist Sigrúnu Þorsteinsdóttur. Þau eignuð-
ust eina dóttur, Gyðu að nafni, sem lærði hjúkrun og er nú búsett
í Svíþjóð. Eftir fá ár slitu þau hjúskap. Fór þá Páll í vinnumennsku
á ný, og bráðlega vestur í Húnaþing. Páll missti heilsuna 1963 og
dvaldi eftir það í Stafni, í 9 ár, hjá bróður sínum Sig\'alda. En síðan
fór hann á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi.
Páll Helgi Halldórsson var hinn fyrsti er hlaut leg í hinni nýju
viðbót við Bergsstaðakirkjugarð. Vígði prófastur þá garðinn um leið.
Þann 18. maí andaðist Hafsteinn Sigurbjörnsson í Reykholti
Höfðakaupstað á H.A.H., Blönduósi. Hann var fæddur 11. febr.
1895 á Vigdísarstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans
voru Sigurbjörn Hannesson og kona hans Ragnheiður Stefánsdóttir,
er bjuggu um skeið á Litla-Ósi og síðan á Vigdísarstöðum. Auk Haf-
steins eignuðust þau tvær dætur, Ingibjörgu og Fríðu.
Er þau systkini voru í ómegð, andaðist faðir þeirra, Sigurbjörn,
en móðir þeirra Ragnheiður vann fyrir þeim, sem hún mátti.
Hafsteinn Sigurbjörnsson mun snemma hafa verið tápmikill og
fullshugar að brjótast áfram í veröldinni og standa á eigin fótum,
en átti þó fárra kosta völ að njóta hæfileika sinna, lengi framan af
æfinni. Búskapur var honum lengi vel hugleikinn. Stundaði hann
sveitastörf, ígripavinnu, verzlunarstörf og vegavinnu og þótti þrek-
mikill til allra starfa. Sýndu æfistörf hans, er á leið æfina, að fjöl-
breyttir hæfileikar leyndust með honum og reyndi hann margt til
að sjá sér farborða.
Hafsteinn Sigurbjörnsson kvæntist Laufeyju Jónsdóttur frá Brú-
arlandi í Höfðakaupstað 14. maí 1921, mestu myndar- og hæfileika-
konu, er andaðist 25. des. 1969. Sjá Húnavöku 1970 um hana og
börn þeirra.
Hófu þau hjón búskap á Bergsstöðum í Miðfirði, er Hafsteinn
keypti og bjuggu þau í Vestursýslunni, unz þau fluttu 1928 að Háa-
gerði á Skagaströnd, er Hafsteinn keypti. Gerði Hafsteinn þar mikl-
ar jarðabætur og byggði upp.
En kreppuárin surfu mjög að bændum og árið 1934 seldi hann
Háagerði og tók á leigu næstu jörð, Finnsstaði.
Síðar eignaðist hann ræktunarlönd í kaupstaðnum og byggði
Bergsstaði 1949. En er nýsköpunin hófst í Höfðakaupstað byggði