Húnavaka - 01.05.1975, Síða 136
Fréttir og fróðleikur
VEÐRATTAN 1974.
í ársbyrjun var talsverður snjór
kominn, og víða að verða jarð-
skarpt. Tíðarfar var milt í janú-
armánuði, jafnan frostlítið og
snjór jókst ekki teljandi, þótt
enga verulega hláku gerði. Held-
ur versnaði til jarðar, því að
stöðugt gekk á hnotta þá, sem
fyrir voru, og bætti frekar við
svell og hjarn. Hross björguðu
sér furðanlega vegna hægviðris
þennan tíma. Snemma í febrúar
spilltist og kólnaði veðrátta. Var
tíðarfar stirt um þriggja vikna
skeið. Kom þá nokkuð mikill
snjór, einkum í sólarhringslangri
norðanstórhríð, sem stóð með
mikilli veðurhæð um miðþorra-
helgina 9.—10. febrúar. Yfirleitt
komu þau hross á gjöf sem ekki
höfðu verið tekin áður. Sam-
göngur voru erfiðar í þessum
ótíðarkafla.
I byrjun góu hlánaði, og mátti
þá segja að vetrarveðráttu væri
lokið. Kom fljótt upp næg jörð,
og héldust samfelld hlýindi
næstu mánuðina. Varla var hægt
að telja að snjóaði í mars eða
apríl, að undanteknu stuttu og
vægu hreti í vikunni fyrir páska,
sem voru 14. apríl. Það greri
óvenju snemma, og tiltölulega
jafn vel, hvar sem var, þar sem
klaki fór fljótt úr jörð. Nokkuð
bar á túnkali á smáblettum, sem
þó lagaðist víðast, þegar fór að
spretta til muna.
Sauðburðartíð var mjög hag-
stæð, og þá kominn ágætur gróð-
ur. Var því umhirða lambfjár
auðveld, og fóðureyðsla öll langt
um minni á þessum árstíma en
vanalegt er. Fjöldi tvílemba var
í hærra lagi, og skepnuhöld yfir-
leitt góð. Fór fé með fyrsta móti
á afrétt. Fyrningar urðu að sjálf-
sögðu með meira móti. Hélst
góðviðrið allan sauðburðinn.
Var fremur úrkomulítið í maí
og ekki kom verulegt hret. Var
þó tiltölulega heldur kaldara en
fyrr um vorið.
Fyrri hluti júní var afar úr-
komusamur. Voru þá stórrign-
ingar dag eftir dag og hitastig
oftast frekar lágt. Voryrkjum
lauk með fyrra móti, en spretta
lét nokkuð á sér standa. Þó hófu
margir bændur slátt síðustu dag-