Húnavaka - 01.05.1975, Page 137
HÚNAVAKA
135
ií
■» >_ .....................i.
Brim i'jið Blönduósbryggju. Ljósm. XJnnar Agnarsson.
ana í júní, enda gekk í ágæta
þurrka um það leyti. Aðrir byrj-
uðu svo heyskap upp úr næstu
mánaðamótum, og var góð hey-
skapartíð allan sláttinn, svo að
varla kom fyrir að hey velktust.
Hitar voru sjaldan mjög miklir,
en aldrei verulegar langvarandi
rigningar. Nokkru var þó úr-
komusamara, um miðjan júlí,
um úthluta héraðsins en fram til
dala, þótt það ylli ekki veruleg-
um töfum. Lauk heyskap yfir-
leitt í ágúst. Voru hey mikil og
góð.
Sunnudaginn 25. ágúst gekk
versta veður yfir héraðið. Norð-
an hvassviðri með mikilli úr-
komu, rigningu í byggð, en
slyddu til fjalla. Kólnaði eftir
það mjög í veðri. Var fé tekið
frá afréttargirðingum í fyrra
lagi, og aðalgöngum víðast flýtt
um eina viku. Göngur gengu vel
vestan Blöndu, en á Eyvindar-
staðaheiði hrepptu leitarmenn
dimmviðri á hluta heiðarinnar
og slæmt skyggni síðustu leitar-
dagana. Kom fé þar til réttar á
áætluðum degi, en fjölga varð
mönnum í eftirleit á heiðina, og
heimtist þá óvenju margt fé.
Að loknum réttum héldu
kuldarnir áfram. Snjóaði flesta
daga, einkum til fjalla, og oft
var alsnjóa í sveitum, þó annað
slagið tæki upp. Kýr komu því á
gjöf með fyrsta móti. Dilkar
héldust að vonum frekar illa við
í ótíðinni og reyndust nokkru