Húnavaka - 01.05.1975, Side 138
136
HÚNAVAKA
verri til frálags en árið áður.
Lambalíf varð með meira móti.
í október kom hlýindakafli,
sem stóð fram á vetur. Um vetur-
næturnar, og þá rétt á eftir, var
nokkuð umhleypingasamt, með
talsverðum úrkomum, en ann-
ars viðraði frekar vel til haust-
verka. Ekki snjóaði svo teljandi
væri fyrr en um miðjan nóvem-
ber, og tók þó þann snjó að
mestu aftur. Hélst stillt tíð og
góð, svo að fé gekk yfirleitt sjálf-
ala fram í desember, utan hrút-
ar og lömb.
Snemma í desember kom fé á
fulla gjöf, þegar veðurfar spillt-
ist mjög viku af þeim mánuði.
Voru eftir það linnulítil hríðar-
veður til áramóta. Sjaldan var
þó stórhríð eða veruleg frost-
harka, en oft talsverð veðurhæð
og alltaf bætti á snjóinn. Jörð
hélst sæmileg til hrossabeitar,
sem flest gengu til áramóta.
Samgönguerfiðleikar voru vax-
andi fyrir og um jólin, því að
stöðugt jókst ófærð á vegum í
héraðinu.
Pétur Sigurðsson.
UM HROSSARÆKT OG
HESTAMENNSKU.
Árið 1974 mun verða öllum
þorra íslendinga minnisstætt.
Það var jDjóðhátíðarár. Minnst
var 1100 ára búsetu í landinu.
í flestum héruðum landsins voru
haldnar veglegar samkomur, en
þjóðhátíð á Þingvöllum, sem
varð landsfólkinu til sóma. Það
var dýrlegur dagur.
En fleira gerir árið 1974
minnisstætt. Haldið var á Vind-
heimamelum í Skagafirði Lands-
mót hestamanna. Voru þar fleiri
hestar saman komnir, en áður
hefir þekkst á íslandi og því
samfara mest úrval, bæði kyn-
bótahrossa og gæðinga. Auk
Landssambands hestamanna-
félaga, er lagði til framkvæmda-
stjóra mótsins, stóðu að mótinu
11 hestamannafélög á Norður-
landi og sáu um framkvæmd
þess. Kusu félögin 7 manna
framkvæmdanefnd. Þykir ekki
umdeilt að landsmótið hafi tek-
ist vel og verið þeim, er að því
stóðu, mjög til sóma. Er þetta
rómað meðal erlendra hesta-
manna, er mótið sóttu, og voru
jreir margir.
Það var mikill viðburður fyr-
ir Norðlendinga að fá landsmót-
ið á þjóðhátíðarárinu og gott til
jafnvægis þar sem þjóðhátíðin
sjálf var á Suðurlandi. Fyrir
Norðlendinga sjálfa var lands-
mótið einnig mjög þýðingar-
mikið félagslega. Öll vinna við
framkvæmd mótsins var unnin í
sjálfboðavinnu, er skipt var nið-
ur á félögin er að því stóðu, að
mestu, án tillits til stærðar félag-