Húnavaka - 01.05.1975, Page 142
140
HÚNAVAKA
innar á Litla-Hrauni í Árnes-
sýslu. Er þegar búið að senda
einn Abelsson þangað til saman-
burðaruppeldis og tamningar.
Er í ráði að Hrossaræktarsam-
band Húnavatnssýslu sendi fleiri
ungfola á uppeldisstöðina.
Þá skal sagt frá helstu við-
fangsefnum Hestamannafélags-
ins Neista á árinu 1974:
1. Félagið rak ekki eigin
tamningastöð á árinu en leigði
hesthús sitt mánuðina janúar til
júní, eða hálft árið, þeim feðg-
um Guðmundi Sigfússyni frá
Eiríksstöðum og Eyjólfi syni
hans. Ráku þeir feðgar tamn-
ingastöð á eigin ábyrgð, en
skuldbundu sig til að temja
fyrir félagsmenn Neista, eftir
nánara samkomulagi, sem gert
var þar um.
2. Þann 22. mars stóðu hesta-
mannafélögin þrjú í A.-Hún. að
kvöldvöku í Húnaveri. Höfðu
Óðinsfélagar með framkvæmd-
ina að gera og var þetta góður
fagnaður.
3. í aprílmánuði stóð Neisti
að og sá um framkvæmd dóm-
aranámskeiðs í spjaldadómum
góðhesta, hér á Blönduósi. En
Óðinn og Þytur, sem er hesta-
mannafélagið í Vestur-Húna-
vatnssýslu voru einnig fram-
kvæmdaaðilar aiámskeiðsins og
sendu þátttakendur. Kennari
var Sigurður Haraldsson bóndi
á Krirkjubæ á Rangárvöllum.
Eftirtaldir menn frá Neista
hlutu dómararéttindi: Eyjólfur
Guðmundsson, Grímur Gísla-
son, Hlynur Tryggvason og Sig-
urjón Valdimarsson.
4. Fyrri hluta júní starfrækti
Neisti reiðskóla á Blönduósi.
Kennari var Sigríður Hermanns-
dóttir, Blönduósi, en nemendur
voru um 40. Hefir Blönduós-
hreppur styrkt starfrækslu skól-
ans á undanförnum árum.
5. Þann 17. júní var háð
firmakeppni góðhesta, sem liður
í hátíðahöldum dagsins á
Blönduósi. Sigraði þar Ljúfling-
ur Sigurjóns Valdimarssonar er
keppti fyrir Efnalaugina
Blöndu.
6. Þann 22. júní stóðu öll fé-
lögin í A.-Húnavatnss. að kapp-
reiðum í Húnaveri. Voru þar
valdir úr gæðingar til keppni á
Landsmótinu fyrir félögin. Ljúf-
lingur Sigurjóns bar sigur af
hólmi sem alhliða græðinsfur en
Funi Ævars í Enni stóð efstur af
klárhestum með tölti. Hvorugur
hestanna naut sín á Landsmót-
inu sökum veilu í fótum, sem
þá kom fram.
7. Þann 7. júlí fór hópur
Neistafélaga með hesta sína á
þjóðhátíð H ú n v e t n i n g a í
Kirkjuhvammi og tók þar þátt í
hópreið til móts við félaga Þyts
í V.-Hún.