Húnavaka - 01.05.1975, Page 145
HÚNAVAKA
143
einstaklingana og stefndu sjálfir
að því að vera vel riðandi. Það
er í rauninni takmark hrossa-
rcektar og hestamennsku og eðli-
leg heitstrenging að nýliðnu
þjóðhátíðarári og glæsilegu
landsmóti hestamanna að takast
á við það skemmtilega og nytja-
ríka viðfangsefni.
Ritað 6. mars 1975.
Grimur Gislasoti.
BLÖNDURANNSÓKNIR.
í sumar fóru fram miklar rann-
sóknir vegna hugsanlegrar
Blönduvirkjunar. Búið er að
gera nákvæm kort af öllu virkj-
unarsvæðinu og í mars var verið
að ganga frá gerð gróðurkorta af
landinu, sem fara mun undir
miðlunarlón. Þá var í sumar
lokið við að gera hljóðhraða-
mælingar til að kanna laus jarð-
lög. Fyrirhugað stöðvarhús á að
byggja 300 metra undir yfir-
borði jarðar. Ekki tókst að bora
niður á það dýpi sl. sumar til að
kanna jarðlög, en vonast er til
að það verði hægt næsta sumar.
Haukur Tómasson jarðfræðing-
ur hjá Orkustofnun segir að
Blönduvirkjun sé einn allra álit-
legasti virkjunarmöguleiki á Is-
landi. Þar sé hægt að reisa 120—
140 megavatta virkjun. Hefur
Orkustofnun lagt áherslu á að
fá verulegt fjármagn til að ljúka
rannsóknum í Blöndu sem fyrst.
Með því að fá nægjanlegt fjár-
framlag ætti að takast að ljúka
rannsóknum á tveimur árum.
Síðan mætti gera ráð fyrir að
það tæki fimm ár þar til vélar
virkiunarinnar færu að snúast.
M. Ó.
RÆKJUSTRÍÐ VIÐ HÚNAFLÓA.
Um fátt hefir verið meira rætt
nú í vetur, hér á landi, en rækju-
stríðið við Húnaflóa eða Flóa-
bardaga hinn síðari. En um
hvað snýst þetta rækjustríð?
Fyrir nokkrum árum fannst
rækja hér í flóanum. Þá var far-
ið að veiða hana og munu Hólm-
víkingar fyrstir hafa veitt hana
og unnið að marki. Brátt hófst
svo rækjuvinnsla á Skagaströnd,
Drangsnesi og Hvammstanga.
Blönduósingar vildu einnig gera
út á rækju, en af því varð ekki,
heldur unninn hörpudiskur.
Rækjan gaf mikið í aðra
liönd, bæði árið 1972 og 1973, en
sá galli var á að magnið, sent
veiða mátti, var takmarkað og
háð leyfum. Bátar sóttu um að
fá leyfi og stöðvarnar vildu eðli-
lega fá sem flesta báta. Þetta
leiddi til þess að starfandi stöðv-
ar við Húnaflóa, þ. e. Hólma-
vík, Drangsnes, Hvammstangi
L