Húnavaka - 01.05.1975, Síða 147
HÚNAVAKA
145
bátinn sviptan veiðileyfi og
kærði fyrir landhelgisbrot. Var
málið tekið fyrir í sakadómi
Húnavatnssýslu, af setudómara,
og bátnum bannað að veiða
meðan á málinu stæði. Var þetta
31. janúar sl. Síðan hefir málið
verið í rannsókn. Auk þess sem
unnið var að sáttum. M. a. voru
oddvitar allra kauptúnanna við
Húnaflóa kallaðir á fund í sjáv-
arútvegsráðuneytinu 13. febrúar
sl. og nú í gær leystist málið á
þann veg, að dómssátt var gerð
við skipstjórann á Nökkva. Fær
hann frjáls að fara og veiða í
vetur allt að 30 tonnum af
rækju, sem unnin verður á
Blönduósi.
Þetta er saga rækjustríðsins í
stuttu máli, án þess að minnast
nokkuð á rök eða gagnrök. Hætt
er við, ef farið er út í þá sálma,
að frásögnin verði lituð. Þeir
sem vilja vita meira geta fengið
góðar upplýsingar úr fréttum og
greinum blaða, því að um fá mál
á þessum tíma hafa orðið önnur
eins blaðaskrif. Lausn hefir
fengist í bili, en reynslan ein
getur skorið úr því, hvort það er
varanleg lausn, eða hvort hún
verkar eins og olía á eld í þessari
hatrömmu, en óskynsamlegu
deilu aðila, sem eiga að vinna
saman.
1. mars 1975.
Jón ísberg.
2500 VÍXLAR.
Heildarinnlán í útibúinu í árs-
lok voru kr. 363 milljónir og
höfðu aukist um 106 milljónir
eða um 41% á árinu. Talsverður
hluti þessarar innlánsaukningar
var skammtíma innlán, en raun-
veruleg innlánsaukning var
mun minni en að framan getur.
Innlánin skiptust svo:
Alm. sparisjóður 173 m. kr.
Bundið fé . 110 m. kr.
Veltufé .......... 80 m. kr.
Heildarútlán í árslok voru kr.
468 milljónir og höfðu aukist
um 130 milljónir eða um 38%.
Helstu útlánaflokkar vorn þess-
ir:
Afurðalán . 203 m. kr.
Víxillán ....... 160 m. kr.
Yfirdráttarlán . 58 m. kr.
Verðbréfalán 47 m. kr.
Eftir helstu atvinnugreinum
skiptust útlánin svo: Til land-
búnaðar 48%, til iðnaðar 17%,
til sjávarútvegs 7%, til bæjar- og
sveitarfélaga 5%, til fjárfesting-
arlánastofnana 5%, til íbúðar-
bygginga 4%.
Afgreiðslufjöldi í útibúinu
1974 jókst frá fyrra ári um tæp
14% og varð um 95 þúsund.
Keyptir voru um 2500 víxlar og
innleystir um 48 þúsund tékkar
á útibúið sjálft.
Innkomnir vextir á árinu
10