Húnavaka - 01.05.1975, Page 151
HÚNAVAKA
149
byrjun haustmisseris voru verð-
laun fyrir árið 1973—1974 veitt
fyrir góða ástundun, en verð-
launin voru oddveifa Æ.S.K.
(Æskulýðssamband kirkjunnar í
Hólastifti). Verðlaunin hlutu
Ingibjörg Þórhallsdóttir Blön-
dal og Nína Rós ísberg, Blöndu-
ósi.
Æskulýðsmessa fór fram í
Blönduósskirkju á sumardaginn
fyrsta, sóknarprestur predikaði
og jrjónaði fyrir altari en frú
Sólveik Sövik stjórnaði söng.
Ungmenni fjölmenntu til guðs-
þjónustunnar.
Sl. vor gekkst Kvenfélagið
Vaka og Lionsmenn á Blöndu-
ósi fyrir því, að mála Blönduóss-
kirkju. Stjórnaði Ingvi Þór Guð-
jónsson málarameistari verkinu.
Þakkaði sóknarprestur gott
framtak félaganna í guðsþjón-
ustu annan hvítasunnudag.
Sunnudaginn 11. ágúst sl. fór
fram þjóðhátíðarmessa að Þing-
eyrum til þess að minnast 1100
ára byggðar í landinu. Prófast-
urinn, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson á
Skagaströnd, predikaði og
minntist þess m. a. að rétt
hundrað ár voru liðin síðan
þjóðhátíð Húnvetninga fór fram
að Þingeyrum 2. júlí 1874.
Sóknarprestur þjónaði fyrir alt-
ari, en kór kirkjunnar söng
undir stjórn frú Sigrúnar Gríms-
dóttur. Á. S.
Auðkúlukirkja.
AUÐKÚLUKIRKJA ENDURBYGGÐ.
Þann 1. september var Auðkúlu-
kirkja tekin í notkun að nýju
með hátíðarguðsþjónustu er
hófst kl. 2 e. h.
Viðstaddir voru auk allra
presta Húnavatnssýslu, tveir
fyrrverandi prestar kirkjunnar,
sr. Gunnar Árnason og sr. Birgir
Snæbjörnsson á Akureyri, ásamc
vígslubiskupi Hólastiftis.
Formaður sóknarnefndar,
Guðmundur B. Þorsteinsson í
Holti, flutti bæn í upphafi guðs-
þjónustunnar. Vígslubiskup, sr.
Pétur Sigurgeirsson á Akureyri,
flutti ávarp og Jrjónaði fyrir alt-