Húnavaka - 01.05.1975, Page 154
152
HÚNAVAKA
ræða. Lúðrasveit Blönduóss hef-
ur einnig sex hálftíma í viku hjá
tónlistarskólanum, þar sem fé-
lagar hennar fá tilsögn á sitt
hljóðfæri.
Fyrir jólin voru haldnir tón-
leikar í Barnaskólanum á
Blönduósi á vegum tónlistar-
skólans og komu þar fram nem-
endur skólans. Fjölmenni var á
tónleikunum og var nemendum
vel fagnað. Samskonar tónleikar
áttu að vera á Skagaströnd en
féllu niður vegna veðurs. Enn-
fremur léku nemendur skólans
á aðalfundi tónlistarfélagsins nú
í febrúar.
Skólastjóri skólans er Örn
Óskarsson og er hann eini fast-
ráðni kennarinn. Stundakenn-
arar eru Sólveig Sövik og
Tryggvi Jónsson.
Mjög erfiðlega hefur gengið
að fá kennara að skólanum og
væri full þörf fyrir annan fast-
ráðinn kennara.
Örn Óskarsson.
SÉRSTAKLEGA FJÖLMENN
HÚNAVAKA.
Spilakeppni hófst að þessu sinni
1. febrúar og var spilað þrjú
kvöld; eitt á Húnavöllum og tvö
á Blönduósi. Góð verðlaun voru
í boði og hljómsveitin Afbrot
lék fyrir dansi öll kvöldin.
Veður var erfitt og gekk keppn-
in yfirleitt illa og varð aðsókn
mjög lítil.
Húnavakan hófst miðviku-
daginn 24. apríl. Að venju átti
hún að hefjast með Húsbænda-
vöku, en ekki var flugveður úr
Reykjavík og komust því
skemmtikraftar ekki á staðinn.
Var þá ákveðið að hafa kvik-
mynd í staðinn og gömlu dans-
ana um kvöldið. Á fimmtudag-
inn var skemmtun Barnaskólans
á Blönduósi að deginum, en
Húsbændavaka um kvöldið. Var
þar ýmislegt til skemmtunar.
Jökull Jakobsson flutti erindi,
Ómar Ragnarsson skemmti,
Kristín Ólafsdóttir söng þjóðlög,
6 Lionsfélagar sungu undir
stjórn Jónasar Tryggvasonar,
hljómsveit Þorsteins Guðmunds-
sonar lék nokkur lög, Guðrún á
Sturluhóli las upp. Kynnir var
Snorri Bjarnason. Á föstudag-
inn voru tvær sýningar helgaðar
þjóðhátíðarárinu og voru þær á
vegum þjóðhátíðarnefndar Aust-
ur- og Vestur-Húnavatnssýslu.
Var þar margt til skemmtunar.
Meðal efnis: Séra Pétur Ingjalds-
son flutti ræðu, kórsöngur,
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
og blandaður kór frá Hvamms-
tanga og Miðfirði, sýning kven-
búninga, þjóðdansar, sögukynn-
ing, fimleikar og nokkrir félagar
úr Vökumönnum sungu. Á laug-