Húnavaka - 01.05.1975, Side 156
154
HÚNAVAKA
Unglingamót var haldið á
Blönduósi í ágúst. Var þátttaka
nokkuð góð úr flestum félögum.
Nokkrir unglingar fóru til
keppni á Meistaramót Islands,
yngri flokkanna, er haldið var á
Selfossi og Akranesi.
Arleg keppni í frjálsum
íþróttum milli U.M.S.S., U.S.-
A.H. og U.S.V.H. var haldin á
Blönduóssvelli og sá U.S.A.H.
um mótið. Sigraði U.S.A.H.
Einnig sigraði U.S.A.H. U.S.-
V.H. í keppni milli þeirra sam-
banda, er fer fram samtímis.
Meistaramót Norðurlands var
lialdið á Laugum í S.-Þing. Fóru
þangað nokkrir keppendur frá
sambandinu og gekk fremur vel.
Var sambandið þriðja stigahæsta
sambandið.
57. sambandsþing U.S.A.H.
var að þessu sinni haldið á
Húnavöllum í boði Umf. Húna,
er sáu um alla fyrirgreiðslu á
þingstað.
íþróttamaður ársins 1973 var
kjörinn Karl Lúðvíksson
íþróttakennari og frjálsíþrótta-
maður frá Skagaströnd.
58. héraðsþing U.S.A.H. var
haldið í Flóðvangi 2. mars. sl. í
boði Umf. Þingbúa. Ýmsar
merkilegar ályktanir voru sam-
þykktar á þinginu, meðal annars
að ráða framkvæmdastjóra til
sambandsins hluta úr árinu.
Valgarður Hilmarsson, er ver-
ið hefur formaður sambandsins
undanfarin þrjú ár baðst ein-
dregið undan endurkosningu,
og var í hans stað kjörinn
Magnús Olafsson, Sveinsstöðum.
Stjórn sambandsins er nú
þannig skipuð: Magnús Ólafs-
son, Sveinsstöðum, formaður,
Jóhann Guðmundsson, Holti,
ritari, Magnús Sigurðsson,
Hnjúki, Hilmar Kristjánsson,
Blönduósi og Sævar Bjarnason,
Skagaströnd.
Valg. Hilmarsson.
FRÁ SAMVINNUFÉLÖGUNUM.
Sölnfélagið.
Fjártaka hófst hjá Sölufélaginu
12. september og stóð til 24.
október. Alls var slátrað 55.169
kindum.
Innlagðir dilkar voru 50.849,
er það 3.110 dilkum fleira en í
fyrra. Fallþungi var aftur á móti
nokkru lægri en þá, eða 14.63
kg á móti 15.39 kg.
Eftirtaldir hreppar lögðu inn
flesta dilka hjá S.A.H.:
Áshreppur 8520 dilkar
meðalv. 14.49 kg.
Svínavatnshreppur 8067 dilkar
meðalv. 14.97 kg.
Bólstaðarhlíðarhr. 7475 dilkar
meðalv. 14.62 kg.
Af bændum, sem lögðu inn