Húnavaka - 01.05.1975, Page 159
HÚNAVAKA
157
LÚÐRASVEIT BLÖNDUÓSS.
Lúðrasveitin var formlega stofn-
uð 11. nóvember 1974, en hafði
þá starfað um eins árs skeið, og
meðal annars spilað á þjóð-
hátíðarsamkomunni í Krikju-
hvammi síðastliðið sumar, undir
stjórn Jóns Sigurðssonar.
Við stjórn sveitarinnar tók þá
nýútskrifaður tónlistarkennari,
Örn Óskarsson, en hann er fast-
ráðinn kennari hjá Tónlistar-
skóla A.-Hún. og nýtur lúðra-
sveitin góðs af því. I lúðrasveit-
inni eru nú 14 virkir félagar auk
þess 2—3 sem liafa byrjað nýlega.
Starfsemin hefur verið mjög
ánægjuleg og gengið vel. Tvær
fastar æfingar eru í viku. Einnig
hefur lúðrasveitin aukatíma fyr-
ir byrjendur hjá tónlistarskól-
anum, þeim að kostnaðarlausu.
Um jólin lék lúðrasveitin á
árshátíð kvenfélagsins. Lúðra-
sveitin stefnir að því að taka þátt
í landsmóti lúðrasveita, sem
haldið verður á Húsavík í sum-
ar. Einnig hefur komist á sam-
starf milli Karlakórs Bólstaðar-
hlíðarhrepps og lúðrasveitarinn-
ar. Væntum við að slík nýbreytni
mælist vel fyrir.
Að síðustu er rétt að taka fram
að allir þeir sem vilja vera með
og hafa tíma og áhuga eru vel-
komnir og hvattir til að hafa
samband við okkur.
Grétar Guðmundsson.
NÝSTÁRLEGT VERKEFNI.
Fyrst skal hér greint frá lokum
síðastliðins skólaárs. I tilefni
þjóðhátíðarársins ákváðu kenn-
arar og skólastjóri að vinna eina
viku með nemendum að
ákveðnu hópverkefni og varð
fyrir valinu verkefni, er við köll-
uðum „kauptúnið mitt“. Stóð
vinnan yfir vikuna 22.-27.
apríl, en öll önnur skólavinna
var lögð niður þá viku.
Nemendum var skipt í vinnu-
hópa undir verkstjórn kennara
og skiptu hóparnir með sér eftir-
farandi viðfangsefnum:
1. Saga kauptúnsins og
bæjarstæði.
2. Verslun og viðskipti.
3. Iðnaður og iðnfyrirtæki.
4. Sölufélag og mjólkur-
stöðin.
5. Heilbrigðismál.
6. Opinber þjónusta.
7. Verklegar framkvæmdir.
8. Skólarnir og kirkjan.
9. Félagsstarfsemi.
10. Ferðamannaþjónusta.
11. Þekktir Blönduósingar
fyrr og nú.
12. Stjórn héraðs og staðar.
13. Fjaran.
14. Búskapur.
Nokkur undirbúningur fór
fram áður en vinnuvikan hófst,
fundir voru haldnir í vinnuhóp-
unum og sent var bréf til fyrir-