Húnavaka - 01.05.1975, Síða 162
160
HÚNAVAKA
bekkir Barnaskólans fara í eins
dags ferðalag að afloknum vor-
prófum.
B. F.
FRÁ ÁFENGISVARNARNEFND
BLÖNDUÓSS.
Áfengisvarnarnefnd Blönduóss
efndi á árinu 1974, í annað sinn,
til víðavangshlaupsins „Vor-
spretturinn" og sá um fram-
kvæmd þess ásamt Umf. Hvöt.
Hlaupið var þrisvar sinnum
eftir mismunandi brautum.
Þátttakendum var skipt í 7
flokka og var innan hvers flokks
keppt um verðlaunastyttu, far-
andgrip. Stytturnar voru gefnar
af félögum og fyrirtækjum á
Blönduósi.
Drengjaflokkar voru fjórir, —
að 10 ára, 11 til 13 ára, 14 til 16
ára, 17 ára og eldri.
Stúlkur kepptu í þrem flokk-
um, — að 10 ára, 11 til 13 ára,
14 ára og eldri.
Hlutu þeir í hverjum flokki
verðlaunastyttur til varðveislu í
eitt ár, sem bestum árangri náðu
að meðaltali. Þá unnu þeir hlut-
skörpustu í hverjum árgangi
verðlaunapening. Loks voru
veitt viðurkenningarskjöl öllum
þeim, er þátt tóku í tveim eða
fleiri sprettum. Styrki til kaupa
á verðlaunapeningum veittu
Kaupfélag Húnvetninga og
Æskulýðsmálanefnd A.-Hún.
Þátttaka var ágæt, — en mun
best í yngri aldursflokkunum.
Áfengisvarnarnefnd sá og
ásamt Umf. Hvöt um fram-
kvæmd Frí-skokksins 1974 á
Blönduósi. Keppnin var fólgin í
að skokka eða hlaupa ákveðna
vegalengd, án hvíldar. Karl-
menn 13 ára og eldri skyldu
skokka 2 km, en konur og börn
12 ára og yngri 1 km. Þeir, sem
luku skokki fimm sinnum áttu
kost á trimmnælu ÍSÍ.
Þátttaka var vel bærileg, og
ber að geta þess, að nokkrar kon-
ur luku skokki með sóma.
Að venju, og svo sem ber,
fylgdist nefndin með, að lög-
boðin fræðsla um áfengi og
tóbak væri veitt í Barna- og mið-
skóla Blönduóss, og var nokkr-
um sinnum farið í skólann til að
ræða þau mál við nemendur.
Karl Helgason.
FRÁ HÚNAVALLASKÓLA.
Kennsla hófst 1. október i haust.
Skráðir nemendur við skólann
eru 156. Skólann á Húnavöllum
sækja nú 112 nemendur í 6.
bekkjardeildum.
í skólaseljum eru 44 nemend-
ur. Skólasel eru starfrækt á eftir-
töldum stöðum í vetur: Húna-