Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 164
162
HÚNAVAKA
Framkvæmdir eru hafnar við
byggingu nýrrar álmu við skól-
ann. Stefnt er að því að gera þá
byggingu fokhelda fyrir næsta
haust.
Ný skólanefnd tók til starfa á
sl. ári. Hana skipa eftirtaldir
menn: Erlendur Eysteinsson,
Stóru-Giljá, formaður, Auðunn
Guðjónsson, Marðarnúpi, Ellert
Pálmason, Bjarnastöðum, Ingv-
ar Þorleifsson, Sólheimum, Ólaf-
ur B. Jónsson, Steiná, Pétur Haf-
steinsson, Hólabæ, Sigurður Þor-
bjarnarson, Geitaskarði. Full-
trúi kennara í nefndinni er
Eggert Ó. J. Levý.
H. V. S.
STEYPUVERK H.F., BLÖNDUÓSI.
Sl. vor var stofnað hlutafélag um
rekstur steypustöðvar, sem þjón-
aði báðum Húnavatnssýslum,
með blöndunaraðstöðu á
Blönduósi og Hvammstanga.
Eignaraðilar eru Búnaðarsam-
band A.-Hún., Kaupfélag Hún-
vetninga, Höfðahreppur,
Blönduóshreppur, nokkrir ein-
staklingar í A.-Hún. og Steypu-
jrjónustan á Hvammstanga. A
Blönduósi hófust framkvæmdir
við byggingu blöndunaraðstöðu
á Skúlahorni 4. júní. Fyrstu
steypunni var svo ekið út 17.
júní. Á Hvammstanga gekk
verr, því að þar fékkst ekki
byggð blöndunarstöð, vegna
manneklu. Bráðabirgðarenna
var þó sett upp í malarnámunni
Jrar, en notkun hennar var ýms-
um erfiðleikum háð. Fyrir þá
sök var minna steypt en iel!a
hefði verið.
Strax í upphafi voru teknir í
notkun tveir bílar. í byrjun
ágúst var þriðja bílnum bætt
við, en þeir reyndust ekki eins
vel og vonir stóðu til. Ýmis
óhöpp áttu sér stað og að end-
ingu varð að leggja einum
þeirra. í hans stað var í október
fenginn annar. Einnig voru fest
kaup á ámokstursvél, sem jafn-
framt er hægt að nota sem lyft-
ara.
Steypusala var á árinu um
3.600 m3 og sementsnotkun um
1.000 tonn eða 20.000 pokar.
Bílunum var ekið um 30.000 km
og hafa þeir flutt 8.500 tonn af
steypu.
Gunnar Sig.
FRÁ BÓKHLÖÐUBYGGINGUNNI.
Bygging Bókhlöðunnar gengur
vel. Austurhluti kjallara er nú
frágenginn. Þar er nú lögreglu-
stöð með þremur fangaklefum.
Þegar þetta er skrifað, um miðj-
an febrúar, má segja að vestur-
hluti kjallara sé frágenginn, en