Húnavaka - 01.05.1975, Síða 166
164
HÚNAVAKA
meiri áhugi hafi verið í sýslu-
nefnd að byggja yfir safnið. Fyr-
ir um 6—7 árum bauð sýslufund-
ur hreppsnefnd Blönduóshrepps
að sjá um byggingu bókhlöð-
unnar, enda legði hreppurinn
fjárhæð á hverju ári til bygg-
ingarinnar. Hreppsnefnd gekk
að þessu og því eru allir bygg-
inganefndarmenn frá sýslu-
nefnd. Nú hafa bæði sýslunefnd
og hreppsnefnd kosið sína tvo
mennina hvor, sem eiga, ásamt
formanni bókasafnsnefndar, að
setja húsinu reglur og gera til-
lögur um hlutfall framlaga sýslu
og hrepps, en auk bókasafnsins
verður þarna sýsluskjalasafnið
einnig til húsa.
Jón ísberg.
BÓKHALDSSKRIFSTOFA.
Endurskoðunar og bókhalds-
skrifstofa Eggerts Guðmunds-
sonar tók til starfa á Blönduósi
um áramótin 1972 til 1973.
Annast hún bókhald, uppgjör,
endurskoðun og skattframtöl
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Viðskiptavinum skrifstofunnar
fjölgar stöðugt og eru þeir nú á
þriðja hundrað. Auk Eggerts
vinnur ein stúlka á skrifstof-
unni.
M. Ó.
AF VETTVANGI HEILBRIGÐISMÁLA
í AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU.
Góður pistill um lieilbrigðismál,
birtist í síðasta hefti Húnavöku
og mun því ekki ástæða til að
fjölyrða mjög um heilbrigðismál
að þessu sinni.
Á árinu var lokið við að
byggja tvo bílskúra. Er þetta
rúmgott húsnæði og hið þarf-
asta. Einnig var lokið við að
byggja yfir sorpið og er gott til
þess að vita að þeim málum er
nú loks vel borgið. Ekki þarf
lengur að fara út, til að koma
úrganginum fyrir og kemur það
sér mjög vel, einkum í hinum
slæmu norðaustan stórhríðum,
sem hér um slóðir geisa að vetr-
inum. Einnig hefur verið lokið
við að byggja yfir ljósavélina, en
ný ljósavél var sett upp í Héraðs-
hælinu fyrir áramót. Hefur hún
komið að góðu haldi í rafmagns-
leysinu, sem borið hefur á í
vetur. Næsta sumar er áætlað
að ganga frá lóðinni í kringum
bílskúrana og e. t. v. að olíubera
þann Ihluta vegarins, kringum
Héraðshælið, sem ekki er fyrir-
hugað að breytist í náinni fram-
tíð.
Öll herbergi og gangar Elli-
deildar Héraðshælisins, hafa
verið málaðir, svo og aðalgangar
hússins. Var orðin mikil þörf á
að þessir fletir fengju nýja liti,
enda flestir ekki verið málaðir