Húnavaka - 01.05.1975, Page 167
HÚNAVAKA
165
Nýi sjúkrabíllinn. Ljósrn. Sigursteinn Guðmundsson.
frá því að sjúkrahúsið tók til
starfa fyrir rúmum 19 árum.
Eins og getið var um í síðasta
hefti Húnavöku, hefur öll
sjúkradeildin verið tekin í gegn
og er deildin nú orðin mjög vist-
leg. Aðeins er eftir að ljúka
breytingum í sambandi við skol
og snyrtiherbergi, og standa þær
nú yfir.
Rannsóknastofa sjúkrahúss-
ins, sem búið hefur í fremur
þröngu herbergi fram að þessu,
er nú flutt í annað stærra, eða
herbergi það, sem áður var
skiptistofa og aðstaða fyrir tann-
lækni. Er þetta töluvert stærra
rými en áður var, og kemur til
með að leysa vandann nú um
nokkurt skeið, eða þar til hin
nýja Heilsugæslustöð mun rísa
af grunni. í herbergi það, sem
rannsóknastofan var í, flytst nú
annar læknirinn, en þar sem
hann var áður, verður betri að-
staða fyrir slysa- og skiptistofu.
Ný Heilsugæslustöð fyrir
Austur-Húnavatnssýslu er enn í
hönnun. Er þess að vænta, að
teikningum verði lokið fyrir
næsta vor og e. t. v. getur orðið
af byrjunarframkvæmdum á ár-
inu. Á fjárlögum 1975 eru veitt-
ar 10 millj. til þessara fram-
kvæmda. Heyrst hefur, að skera
eigi niður fjárlög um 3 til 4
milljarða, vegna ýmissa erfið-
leika, og má alveg eins búast við,