Húnavaka - 01.05.1975, Side 169
H Ú N A V A K A
167
á bænum. Samkvæmt bókum
sláturhússins á Blönduósi, voru
næstu ær við Ásaærnar, í slátrun,
frá Ásbirni Jóhannessyni á Auð-
kúlu. Hefur dýralæknirinn á
Blönduósi tjáð mér, að mögu-
lega hafi getað ruglast sýni milli
þessara bæja. Síðan bar það við,
þegar skammt var liðið á vetur,
að nokkrar ær veiktust á Auð-
kúlu, og dugðu engar lækningar,
svo að þær drápust að lokum.
Voru tekin úr þeim sýni, og
reyndust kindurnar hafa drepist
úr garnaveiki. Var þá þegar allt
óbólusett fé á bænum blóðpróf-
að, og reyndust nokkrar kindur
til viðbótar vera sýktar. Allt
óbólusett fé á búinu var þá strax
bólusett. Samkvæmt áliti fróðra
manna, hefur veikin verið að
búa um sig á Auðkúlu í nokkur
ár, þó að ekki hafi hennar orðið
vart fyrr. Er þvi nokkur hætta á
að smit hafi borist í fleiri hjarð-
ir, þótt þess hafi ekki enn orðið
vart. Nú er búið að bólusetja
tvo til þrjá yngstu árganga sauð-
fjár í þessu sauðfjárveikivarna-
hólfi, og búast má við að mjög
margt af eldra fé verði bólusett
á næsta hausti. Lítið hefur verið
bólusett nú um miðjan vetur-
inn. Eru margir hræddir við að
bólusetning geti orsakað lamba-
lát. Garnaveiki getur komið í
nautgripi líka, en þeir eru þó
mun sterkari gagnvart veikinni
en sauðfé. Nautgripi má ekki
bólusetja vegna þess að þeir geta
þá dulið berklabakteríu, svo að
hún finnist ekki.
Jóh. Guðm.
BEKRAR VERÐLAUNAÐIR.
Það var fagur fans í fjárhúsun-
um á Kleifum sunnudaginn 6.
okt. Þar voru saman komnir 29
bekrar og mun fleiri höldar.
Bekrarnir bundnir við jötu og
láta sér fátt um finnast. Svona
samkunda raskar ekki ró þeirra.
Höldar taka í nefið, ræða um
kosti gripanna og skoða hátt og
lágt.
Það er héraðssýning á hrútum
í Austur-Húnavatnssýslu. Auk
sýningagripanna á Kleifum eru
20 í húsi fyrir utan á. Mikla at-
hygli vakti að rúmlega helming-
ur þeirra hrúta, sem komu á
sýninguna fyrir vestan Blöndu,
voru afkomendur Dvergs no. 90
á Akri. Alls voru þeir 16 og
hlu-tu 10 þeirra heiðursverðlaun.
Úrslit héraðssýningarinnar
urðu þau að af 49 hrútum, sem
sýndir voru hlutu 16 heiðurs-
verðlaun, 19 fyrstu verðlaun A
og 14 fyrstu verðlaun B. Besti
hrúturinn var Akur, þriggja
vetra. Eigandi hans er Reynir
Steingrímsson, Hvammi. Hlaut
hann 92 stig af 100 mögulegum.
Er það ein hæsta einkunn, sem