Húnavaka - 01.05.1975, Síða 171
HÚNAVAKA
169
í 2.-3. sæti urðu þeir Jón Torfa-
son og Sævar Bjarnason með 6 v.
Húnvetningar áttu einn full-
trúa, Jón Torfason, á Skákþingi
Norðurlands, sem haldið var á
Akureyri. Jón sigraði örugglega,
hlaut 6 v. úr 7 skákum. Nokkrir
Húnvetningar skruppu norður
og tóku þátt í Hraðskákmóti
Norðurlands, sem haldið var eft-
ir aðalmótið. Jón Torfason sigr-
aði með 24*4 v. úr 27 skákum,
í 5. sæti varð Jóhann Guðmunds-
son með 19 v. og í 7.-8. sæti
varð Sigurður H. Pétursson með
18 v.
Stuttu seinna tók Jón Torfa-
son þátt í Skákþingi íslands.
Varð hann í 5.-7. sæti í lands-
liðsflokki sem verður að teljast
ágætur árangur.
I júní var teflt á Blönduósi í
einum riðli undanrása skák-
keppni U.M.F.Í. Fyrir U.S.A.H.
tefldu Jón Torfason, Jón Hann-
esson, Sigurður H. Pétursson og
Rúnar Búason. Unnu þeir riðil-
inn með nokkrum yfirburðum,
hlutu alls 6 v. úr 8 skákum.
U.M.S.B. hlaut 3*4 v. og
U.M.S.S. 2*4 v.
Ekki gekk eins vel í úrslita-
keppninni, sem fór fram í nóv.
í Kópavogi. Þá tefldu fyrir
U.S.A.H. Jón Torfason, Sigurð-
ur H. Pétursson, Baldur Þórar-
insson og Jóhann Guðmunds-
son. Höfnuðu þeir í 4. sæti með
3*4 v. en U.M.S.K. sigraði með
7*4 v. og í 2.-3. sæti urðu
H.S.K. og U.Í.A. með 6*/2 v.
Sigurður H. Pétursson.
FRÁ S.A.H.K.
í öllum hreppum Austur-Húna-
vatnssýslu eru starfandi kven-
félög, og hefir svo verið langa
hríð.
Þau eru öll aðilar að Sam-
bandi austur húnvetnskra
kvenna, sem stofnað var 12. maí
1928.
Fastir liðir í starfsemi S.A.-
H.K. eru:
Aðalfundur, sem haldinn er
að vorinu. Þangað koma kjörnir
fulltrúar aðildarfélaganna, gefa
skýrslu um ársstarfið, og af-
greiða mál er heyra undir sam-
bandið.
Formannafundur er á haustin.
Þar mæta formenn kvenfélag-
anna og stjórn S.A.H.K., svo og
nefndir eða fulltrúar nefnda
þeirra, er starfa á vegum sam-
bandsins.
Frœðslufundur er haldinn síð-
ari hluta vetrar. Það er tekið
fyrir eitthvert ákveðið efni, eða
sýning höfð.
Fræðslufundirnir eru öllum
opnir og aðgangur ókeypis, en
kaffi er selt.