Húnavaka - 01.05.1975, Qupperneq 172
170
HÚNAVAKA
Orlofsnejnd starfar á vegum
sambandsins síðan 1960, og sér
um framkvæmd húsmæðra-
orlofsins í héraðinu.
Heimilisiðnaðarnefnd hefir
unnið mikið starf við að koma
upp aðstöðu fyrir heimilisiðn-
aðarsafn við Kvennaskólann á
Blönduósi, þótt ekki sé því enn
lokið.
Halldóra Bjarnadóttir hefir
ánafnað safninu eignum sínum,
og styrktu vinir hennar safnið
með rausnarlegum peningagjöf-
um í tilefni hundrað ára afmælis
hennar, 14. okt. 1973.
Minnisvarðanefnd hefir það
hlutverk, að koma upp á Ytri-
Ey, sýnilegu merki um Kvenna-
skólann, er þar stóð með mikl-
um blóma 1883—1901.
Aðalfundurinn var að þessu
sinni haldinn að Húnaveri 1.
maí, og dagskrá hans fjölbreytt-
ari en venjulega í tilefni þjóð-
hátíðarárs, og að 100 ár voru
liðin frá stofnun kvenfélags í
Svínavatnshreppi. A fundinum
mætti Sigríður Thorlacius, for-
maður K. í. og flutti þar fróð-
legt erindi.
Auk þess var hún með hluta
af Samasýningunni, sem sýnd
var í Norræna húsinu á síðast-
liðnu vori, og vakti verðskuld-
aða athygli fyrir fjölbreytni og
listrænt handbragð.
Að fundi loknum var kvöld-
vaka, sem var fjölsótt víða að úr
héraðinu, enda fjölbreytt efnis-
skrá, erindi, myndasýningar,
kórsöngur o. fl. og lauk með
sameiginlegri kaffidrykkju í
boði S.A.H.K. en Kvenfélag
Bólstaðarhlíðarhrepps sá um
veitingar.
Fróðlegt er að blaða í fundar-
gerðum sambandsins. Þær eru
fjölritaðar og sendar heim í
kvenfélögin. Þar eru starfsskýrsl-
ur félaganna og sambandsins, og
má af þeim sjá, að áhugamálin
eru mörg, og vekur furðu hve
fámenn félög eru mikils megn-
ug. -
Kvenfélögin söfnuðu til
kaupa á sjúkrabifreið, kr.
145.000, sem afhent var for-
manni sjúkrahússtjórnar.
Eins og árið áður, gekkst sam-
bandið fyrir sölu á jólarósum í
fjáröflunarskyni.
Sambandið gaf á árinu silfur-
bikar, er keppt skal um í skák,
árlega, milli barna- og unglinga-
skólanna á Húnavöllum,
Blönduósi og Skagaströnd.
Eins og að undanförnu, gaf
sambandið bækur til að verð-
launa þá nemendur Tónlistar-
skólans, er bestum árangri náðu
á Húnavöllum, Blönduósi og
Skagaströnd.
í mars gekkst sambandið fyrir
sýningu, í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Sýningarstúlkur frá