Húnavaka - 01.05.1975, Page 179
HÚNAVAKA
177
MIKIL VEISLA.
í tilefni af 100 ára afmæli sínu
liélt Kvenfélag Svínavatnshrepps
veglegt hóf í Húnaveri 25. nóv-
ember sl. Til hófsins var boðið
öllum Svínvetningum, ásamt
stjórnum allra kvenfélaga í sýsl-
unni og ýmsum fleiri gestum.
Hulda Pálsdóttir og Guðrún
Sigvaldadóttir röktu sögu félags-
ins, ýmis ávörp voru flutt, svo og
skemmtiatriði. Fór veislan í alla
staði vel fram.
Jóh. GuÖm.
FRÁ BLÖNDUÓSHREPPI.
Slökkvistöðin nýja er risin af
grunni. Gólfið hefir verið steypt
og húsið einangrað þar sem
klæðningin var einangruð, þeg-
ar hún er sett á. Sótt hefir verið
um rafmagnshitun, en leyfi enn
ekki fengið. En nokkuð dýrt er
að byggja sér reykháf og kyndi-
klefa, ef hitaveita er á næsta
leiti. Um þriðjungur hússins
hefir verið leigður Bifreiðaeftir-
liti ríkisins.
Minna var unnið að gatna-
gerð en til stóð. Var sótt um lán
til Lánasjóðs sveitarfélaga. Sú
ágæta stofnun hafði yfir tak-
mörkuðu fjármagni að ráða, og
var það lánað, að fyrirmælum
æðri stjórnvalda, til Vestfjarða
og Austfjarða. En þegar til kom
gátu þessir staðir ekki notfært
sér lánið að fullu. Fengum við
þá fyrirgreiðslu seint í október.
Var þá þegar hafist handa og
skipt um jarðveg fyrir framan
félagsheimilið og í Vallarbraut
og Arbraut. Alls var varið um
3 millj. til nýbygginga og við-
halds gatna á árinu. Framlag
vegasjóðs, svokallað þéttbýlisfé,
nam kr. 685.000,00.
Nú í sumar er ætlunin að
leggja olíumöl á Árbraut, Þver-
braut milli Árbrautar og Húna-
brautar, Vallarbraut og neðst á
Melabraut. Auk þess á bílastæð-
ið fyrir framan félagsheimilið og
K. H., svo og á barnaskólalóðina.
Þá verður lagt á Blöndubyggð
frá gamla samkomuhúsinu og
eitthvað uppeftir.
Gallar þeir, sem komu fram í
olíumölinni reyndust minni en
haldið var í fyrstu. Hefir hún
reynst sæmilega og sumstaðar
mjög vel.
Loksins hefir verið reynt að
leysa sorpvandamálið hér. Reist-
ir hafa verið sívalningar til
brennslu sorpsins. Lofar reynsla
sú sem fengin er góðu, en alveg
er eftir að ganga frá brennslu-
stöðinni. Þegar það hefir verið
gert, getum við loksins kinn-
roðalaust talað um sorphreins-
unina hér.
Þá hefir hreppsnefndin sam-
þykkt, að allt sorp verði sett í