Húnavaka - 01.05.1975, Page 184
182
HÚNAVAKA
Eru konurnar byrjaðar að starfa
af miklum krafti, og sveitinni
því mikil búbót af þeim. Að lok-
um þakkar H. S. S. B. velunnur-
um sínum veittan stuðning á
liðnum árum.
Sigmar.
VANDAÐ RIT.
Á síðasta ári gaf S.A.H.K. út veg-
legt rit. Aðal tilefni útgáfunnar
var það, að 100 ár voru liðin frá
stofnun fyrsta kvenfélagsins í
sýslunni, en það var Kvenfélag
Svínavatnshrepps. Ritið hefst á
því að ljósrituð eru elstu lög
félagsins. Síðan er saga Kven-
félags Svínavatnshrepps rakin.
Þá eru ritaðar greinar um ýmsar
merkar húnvetnskar konur.
Ágrip er af sögu allra kvenfélaga
í sýslunni, svo og hópmynd af
félagskonum í hverju félagi fyrir
sig, auk nokkurra einstaklings-
mynda. Einnig eru birt í bók-
inni Ijóðmæli eftir nokkrar hún-
vetnskar konur. Höfundar að
bókinni eru margir og er ritið
prentað á ágætan pappír, og hið
vandaðasta í hvívetna. Forsíðu
prýðir mynd af listaverki Gunn-
fríðar Jónsdóttur, Landsýn.
Upplag er takmarkað, en þó
mun bókin enn vera fáanleg.
Jóh. Guðm.
BJÖRGUNARSVEITIN BLANDA.
Starf björgunarsveitarinnar er
svipað frá ári til árs. Hjálpar-
beiðnir þó mismunandi margar,
og á sl. ári aðeins tvær. Fastir
liðir í starfinu eru, eins og fram
hefur komið áður, eftirlit og við-
hald Sandárbúðar á Auðkúlu-
heiði og viðhald á stikum með
Kjalvegi til Hveravalla. Um
stikur sunnan Hveravalla sér
björgunarsveitin Tryggvi Gunn-
arsson á Selfossi. Vegagerð ríkis-
ins hefur lagt til stikurnar en
sveitin í félagi við H.S.S.B. séð
um flutning á þeim og að koma
þeim niður. 15. des. sl. var farið
með póst og fleira til Hveravalla
eins og á liðnum árum. Farið var
á snjóbíl og þremur vélsleðum.
Alls voru ellefu menn í ferðinni,
og gekk hún í alla staði ágæt-
lega.
Allmargar góðar gjafir hafa
borist sveitinni frá því síðasta
Húnavaka kom út. Vil ég þar
fyrst nefna 100 þús. krónur, sem
sæmdarhjónin Oktavía og Hall-
dór á Leysingjastöðum gáfu
björgunarsveitinni Blöndu og
H.S.S.B. Með peningaupphæð
þessari skyldi stofnaður sjóður
til minningar um Jónas son
þeirra og Ara Hermannsson, en
þeir drukknuðu í Hópinu í
ágúst 1973. Skal sjóðurinn bera
nafn þeirra beggja. Tekjum
sjóðsins skal varið til eflingar á