Húnavaka - 01.05.1975, Side 186
184
HÚNAVAKA
flutti erindi um starfsemi nor-
rænu félaganna á Norðurlönd-
um og svaraði fyrirspurnum.
Nokkrar umræður urðu á fund-
inum. Stofnfélagar voru um 50
að tölu. í stjórn voru kosin: Sr.
Arni Sigurðsson, Blönduósi for-
maður, Páll Þórðarson, bóndi
Sauðanesi, ritari, frú Alma Ell-
ertsson, Blönduósi gjaldkeri, og
meðstjórnendur frú Helga
Berndsen, símstjóri Skagaströnd
og Jón ísberg, sýslumaður
Blönduósi.
Félagið hélt fyrsta fræðslu- og
skemmtifund sinn föstudaginn
21. júní 1974, svonefnt „Fær-
eyskt kvöld“ í Barnaskólanum á
Blönduósi. Formaður ræddi
nokkuð um starfsemi félagsins,
en frú Nanna Hermannsson,
safnvörður Arbæjarsafnsins í
Reykjavík, hélt fyrirlestur um
Færeyjar og sýndi litskugga-
myndir. Var kvöldvakan í alla
staði hin ánægjulegasta.
A. S.
BLÖNDUÓSBRYGGJA.
Unnið var að byggingu grjót-
garðs norðan við bryggjuna,
kostnaður í kringum 9 milljónir
króna. Grjótgarður þessi er um
100 m langur og í hann fóru um
11 þús. tonn af grjóti. Mjög
erfiðlega gekk að fá hæfilega
stórt grjót, og þurfti að sækja
um 1000 tonn af stórgrýti út á
Skaga, um 60 km vegalengd.
41 flutningaskip lagðist að
bryggjunni auk smærri báta.
Aðflutt vörumagn var 5403 tonn
þungavöru, 4108 tonn bensín og
olíur og 749 rúmfet timbur.
Burtfluttar landbúnaðarafurðir
voru 427 tonn.
Til viðhalds og endurbóta á
ljósabúnaði fóru kr. 380 þús.
E. Þ.
ÞEIR STÓRU.
Tæplega 3.800 laxar voru dregn-
ir á land í fimm ám í Austur-
Húnavatnssýslu sumarið 1974.
Samanlagt var þungi þeirra
33.620 pund.
í Laxá á Ásum veiddust 1439
laxar. Meðalþungi þeirra var 7,4
pund. Sumarið 1973 veiddust
1605 laxar í ánni.
í Blöndu var metveiði. Þar
voru 1173 laxar dregnir á land.
Það er 149 löxum fleira en
nokkru sinni áður. Meðalþung-
inn var 9,9 pund. Ef miðað er
við þunga veiðinnar, var Blanda
þriðja eða fjórða besta veiðiá
landsins sl. sumar.
Sannað er að lax gengur ár-
lega í Blöndu langt fram til
heiða. T. d. veiddust á sl. sumri
fjórir laxar í Haugakvísl, sem er