Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 188
186
HÚNAVAKA
byggðir tveir laxastigar í ána. Sá
efri þeirra, í svokölluðu Hlaupi,
er nú orðinn alónýtur, og hinn
þarfnast mikilla viðgerða. Búið
er að hanna stiga í stað þess efri
og er áætlað að byggja hann í
sumar. Kostnaðaráætlun hljóðar
upp á tvær millj. króna. Þegar
stiginn verður kominn í ána
verður hún laxgeng svo langt
sem nægjanlegt vatn er í henni,
og Norðurá verður laxgeng upp
fyrir Þverá allt að Gálgagili.
Félag veiðiréttareigenda heit-
ir Veiðifélagið Hængur. Form.
þess er Árni Jónsson Sölvabakka
en með honum í stjórn eru Ein-
ar Guðlaugsson Blönduósi og
Sigurður Þorbjarnarson Geita-
skarði.
M. Ó.
BREYTT SKIPAN LÖGGÆSLUMÁLA.
í október flutti lögreglan í rúm-
gott framtíðarhúsnæði í kjallara
Bókhlöðunnar. Þar eru einnig
þrír fangaklefar. Á Hvamms-
tanga hefur verið ráðinn lög-
reglumaður, sem gegnir eftirliti
á staðnum á kvöldin. Einnig
svarar hann skylduútköllum í
samráði við miðstöð lögreglunn-
ar á Blönduósi. Sími hans er
1360. Gert er ráð fyrir að árið
1975 verði fastráðinn lögreglu-
maður á Skagaströnd, sem starfa
mun í samráði við lögreglumið-
stöð sýslunnar á Blönduósi. Má
telja þessa skipan lögreglumála
í héraðinu til mikillar bóta. Á
undanförnum árum hefur að-
stoð lögreglunnar við umferðina
aukist, og nánari tengsl hafa
myndast við aðalstöðvarnar.
Lögreglan vill vekja athygli á
að til hennar er komið með ýmsa
muni, sem fundist hafa víða um
héraðið. Iðulega finnast þeir við
samkomustaði. Oft er hér um
verðmæti að ræða, en furðu lítið
er spurt um týnda muni.
í frétt frá lögreglunni er at-
hygli foreldra og forráðamanna
unglinga ennþá einu sinni vakin
á því að ungmenni fá ekki inn-
gang á almennar dansskemmt-
anir nema þau séu orðin 16 ára
og sýni nafnskírteini. Það er
mikið kæruleysi að hleypa þeim
þangað, sem þau fá ekki inn-
göngu því að það er engu minni
hætta fyrir ungmennin ntan
samkomustaðanna en innan.
M. Ó.
FRÁ BRIDGEFÉLAGI BLÖNDUÓSS.
Sveitakeppni B. B. hófst 11. jan.
1974, með þátttöku 8 sveita.
Röð efstu sveita varð þessi:
1. Sveit Sveins Ellertssonar,
Bergur Felixson, Jón Karlsson,
Sigurður Pétursson, Ása Vil-