Húnavaka - 01.05.1975, Síða 195
HÚNAVAKA
193
Bókhlaða, áður uppsteypt. Um
28 íbúðarhús voru í smíðum á
árinu, þar af 14 fokheld. Á árinu
1974 var úthlutað 24 nýjum
byggingarlóðum, fjórum sunn-
an Blöndu, en 20 norðan henn-
ar.
Einar Evensen.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI.
Þegar sveitarfélög hættu að
greiða til trygginganna voru
umboð Austur- og Vestur-Húna-
vatnssýslu sameinuð í eitt, svo
tilgreindar bótagreiðslur eru
miðaðar við báðar sýslur.
Ellilífeyrir ..... 61,6 millj.
Örorkulífeyrir . . . 14,4 —
Örorkustyrkur ... 2,8 —
Fjölskyldubætur .17,2 —
Ekkjubætur ........ 1,8 —
Mæðra- og feðral. 1,8 —
Óendurkr. barnal. 7,3 —
Fæðingarstyrkur . 1,4 —
Endurkr. barnal. . 6,2 —
Þá voru skráð 397 kærumál
og tekin fyrir 45 mál í sakadómi.
Tollafgreiðslur voru 212. Hjóna-
skilnaðir urðu tveir í sýslunni,
en hjónaskilnaðarmál nokkru
fleiri. Innheimtar voru alls af
sýslubúum 220,3 milljónir.
Jón ísberg.
13
FRÁ SPARISJÓÐI SKAGASTRANDAR.
Innstæðufé í árslok 1974 var
rúmlega 75 milljónir króna og
hafði aukist á árinu um 23,3
milljónir, eða 45%.
Útlán voru í árslok 48,5 millj-
ónir króna og höfðu aukist á ár-
inu um 59%.
Innstæður sparisjóðsins hjá
Seðlabanka íslands og öðrum
bönkum voru í árslok 25,1
milljónir króna.
Innborgaðir vextir voru 7.689
þúsundir en útborgaðir vextir
5.844. Ýmsar tekjur 321 þúsund
krónur.
Afskriftir af húsmunum, vél-
um og áhöldum 480 þúsundir
króna.
Rekstrarhagnaður, 1,4 millj-
ónir króna var lagður í varasjóð.
Heildarveltan á árinu 1974 var
rúmlega 864 milljónir og hafði
aukist um 73% á árinu.
Færzluaukning var um 30%.
Bj. Br.
FRAMTAK LÖGMANN'AFÉLAGSINS.
Laugardaginn 22. júlí 1974 var
afhjúpaður minnisvarði, sem
Lögmannafélag íslands hafði lát-
ið reisa á bökkum Vesturhóps-
vatns í landi Breiðabólstaðar.
Minnisvarðinn var reistur á 1100
ára afmæli íslandsbyggðar í til-