Húnavaka - 01.05.1975, Page 198
196
HÚNAVAKA
Úr Vatnsdalshóhnn. Ljósm. Helgi Hallgrimsson.
náttúrunni er búin og vekja at-
hygli á þeim.
Að stuðla að því, að allir hafi
skilyrði til að umgangast nátt-
úruna, án þess að spilla henni.
Að beita sér fyrir friðlýsingu
ýmissa náttúrufyrirbæra.
Að vernda atvinnu- og menn-
ingarsögulegar minjar.
Samtökin eru opin öllum sem
stuðla vilja að náttúruvernd.
Aðalmál fundarins voru virkj-
unarmál á Norðurlandi, einkum
með tilliti til hinnar fyrirhug-
uðu Blönduvirkjunar. Gerðu
starfsmenn orkustofnunar grein
fyrir nýjustu áætlunum um
virkjanir í fjórðungnum. Urðu
allmiklar umræður um erindi
Hauks Tómassonar, jarðfræð-
ings.
M. a. voru gerðar á fundinum
ályktanir um verndun sjávarlífs,
votlendisvernd, friðlýsingu á
Norðurlandi vestra, landgræðslu
og vistfræðirannsóknir við und-
irbúning virkjana.
Síðari dag fundarins var farin
kynnisferð um Húnaþing. Farið
var um Þing, Vatnsdal, Víðidal,
Vatnsnes og Vesturhóp.
í stjórn S.U.N.N. eru, Helgi
Hallgrímsson, form. Víkurbakka,
Eyjaf.; Haukur Hafstað, Vík,
Skag.; Hjörtur E. Þórarinsson,
bóndi, Tjörn; sr. Arni Sigurðs-
son, Blönduósi og Sigurður Jóns-
son, bóndi Yztafelli.
Á. S.