Húnavaka - 01.05.1975, Page 201
HÚNAVAKA
199
bæði skipin til Siglufjarðar, þar
sem Miloj fór í slipp og var talið
lítið skemmt.
Sjómannadagurinn var hald-
inn hátíðlegur 9. júní. Hófst
hann að venju á því að sjómenn
gengu til kirkju, undir fána.
Sóknarpresturinn, sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson, messaði. Að lokinni
messu var lagður blómsveigur á
minnismerki drukknaðra sjó-
manna.
Síðan hófst útisamkoma á
hafnarplaninu, eftir hádegi.
Ræðu dagsins flutti Jón ísberg
sýslumaður. Guðbergur Stefáns-
son Rjúpnafelli var sæmdur
heiðursmerki sjómannadagsins.
Hófst síðan kappróður. Tóku
fjórar skipshafnir þátt í honum.
Skipshöfnin af Auðbjörgu sigr-
aði. Þá fóru fram íþróttir.
Dagheimili.
Linosklúbbur Höfðakaupstaðar
hefur unnið að því að reist yrði
dagheimili fyrir börn fólks úr
kaupstaðnum. En það hefur
mjög færst í það horf eins og
annars staðar að konur vinni í
frystihúsinu, rækjuverksmiðj-
unni og við annan iðnað.
Var byggingunni valinn stað-
ur á Sæbólstúni, miðsvæðis í
kauptúninu. Var grunnur húss-
ins steyptur í haust og fylltur.
Unnu Lionsfélagar mjög að því.
Formaður Lionsklúbbsins er
Magnús Ólafsson.
Tvö atvinnufyrirtæki í kaup-
staðnum hafa lofað mikilvægum
stuðningi við þetta mál og
hreppsfélagið, auk Lionsklúbbs-
ins, er leggur þessari byggingu
til það sem hann má.
Byggingar
Mikið var byggt í Höfðakaup-
stað á árinu. Voru um 22 hús í
smíðum, auk þess voru byggðir
við eldri hús 7 bílskúrar. Þrem-
ur húsum var lokið og flutt í
Jrau. Eingöngu var notuð steypa
frá Steypustöðinni á Blönduósi,
er ekið var úteftir í þar til gerð-
um bílum er hræra steypuna á
leiðinni. Þá kom krani frá
Blönduósi, er tekur steypuna og
færir hana í mótin.
Hin fyrirhugaða nýbygging
R. H. reis af grunni. Voru
steyptir upp veggirnir. Skal það
vera verslunarhús á Hólanesi,
og var valinn ágætur staður á
hinu svonefnda Nýjatúni. Hefur
tekið að sér byggingu þess Tré-
smíðaverkstæði Guðmundar
Lárussonar.
Unnið hefur verið við hús
Rækjuvinnslunnar h.f. á árinu,
við að einangra það og innrétta.
Þá var byggður vatnsgeymir
úr steinsteypu er tekur 400 tonn.
Er hann talsvert fyrir ofan Spá-
konufell. Er þá vatnsveita kom-