Húnavaka - 01.05.1975, Page 202
200
HÚNAVAKA
in í notkun, er veitir fólkinu
ferskt grunnvatn úr borholum í
Hrafndal. Vatni var hleypt á
leiðsluna úr geyminum sunnu-
daginn 22. desember. Þrátt fyrir
vont veður var margt bæjarbúa
mætt. Lárus Ægir Guðmunds-
son sveitarstjóri og Bernódus
Ólafsson oddviti fluttu ræður.
Þá var skipt um jarðveg í
Oddagötu og hluta af Bogabraut
undir varanlegt slitlag. Skipt var
um lagnir í Oddagötu og lagt í
götuna holræsi. Rafmagnskapall
var grafinn í jörð frá rafstöðinni
um Hólabraut upp í Skeifu.
Þá var lokið við byggingu
brúarinnar yfir Hallá. Er hún
miklu hærri og lengri en sú
eldri var, en norðan hennar
voru oft snjóalög á veginum.
Býlin í Vindhælis- og Skaga-
hreppi út að Hróarsstöðum
komust í sjálfvirkt símasam-
band. Mikið var grafið í jörð af
jarðsíma, en loftlínur hafa oft
viljað bila í fárviðrum vetrarins.
En í vetur hefur lítið orðið um
bilanir.
Rafmagn var leitt frá ríkis-
rafveitunum á þrjá bæi á Laxár-
dal, Skrapatungu, Balaskarð og
Mánaskál. Á Efri-Mýrum hófu
búskap í vor hjónin Björn
Gunnarsson og Klara Gestsdótt-
ir, komin frá Illugastöðum í
Fnjóskadal,
Skólamál.
í b',rna- og unglingaskólanum
á Skag ‘rönd eru 123 börn og
unglingar. Jón Pálsson skóla-
stjóri kom henr. frá Höfn til
starfa við skólann á ný. Hafði
hann haft árs orlof. Jóhanna
Kristjánsdóttir er gegndi skóla-
stjórastarfinu á meðan fór til
Reykjavíkur. Karl Lúðvíksson
íþróttakennari kom að skólan-
um að nýju, eftir ársdvöl við
skóla á Reykjanesi. Frú Björk
Axelsdóttir tók að sér kennslu
handavinnu stúlkna. Birgir
Árnason hafnarvörður hóf
kennslu í sjóvinnu meðal
drengja skólans. Hafði hann sótt
námskeið í þessum fræðum. En
hafin er vakning um slíka
kennslu víða um land, einkum
í sjávarþorpum. Var fyrir ára-
tugum slík kennsla hér haldin af
Sveini Sveinssyni og þótti gefast
vel. Handa skólanum var keypt
á þessu ári nýr fjölritari og raf-
magnsritvél. Elinborg Jónsdótt-
ir kennari fékk árs orlof frá
störfum. Fyrirhuguð er stækkun
á skólanum og undirbúningur
hafinn og ráðinn hefur verið
Orn Þór Guðmundsson arkitekt.
Þá var tekin í notkun tog-
braut við rætur Spákonufells, til
að auðvelda og hvetja fólk til
skíðaiðkana.