Húnavaka - 01.05.1975, Page 203
HÚNAVAKA
201
Próf d árinu.
Stúdentsprófi lauk við Mennta-
skólann í Reykjavík, Magnús
Jónsson Asparvík Höfðakaup-
stað. Guðrún Guðmannsdóttir
við Menntaskólann við Tjörn-
ina úr máladeild. Les hún nú
viðskiptafræði við (Háskóla ís-
lands.
Tveir nemar í Skipasmíðastöð
trésmiðju Guðmundar Lárus-
sonar h.f. luku sveinsprófi á ár-
inu. Hinrik Jóhannesson Ás-
holti og Kári Lárusson Ási, er
eiga báðir heima í Höfðakaup-
stað.
Bókasafn Höfðahrepps fékk
húsnæði í Fellsborg. Hefur þar
verið innréttað herbergi í kjall-
ara, málað, dúklagt og er það
stórt og vistlegt. Undirbúningur
undir flutning safnsins fór fram
og það var skrásett. Var gerð
spjaldskrá yfir bækurnar, eftir
því flokkunarkerfi, sem nú tíðk-
ast í bókasöfnum. Leysti það af
hendi Norma Mony, bókasafns-
fræðingur á Akureyri. Þá var
meirihluti bókanna sveipaður
plasti, en það er talið nauðsyn-
legt svo að þær endist betur til
útlána. Á þetta einkum við um
vélbundnar bækur nú á dög-
um.
Heyskapartíð var sérstaklega
góð og grasspretta ágæt. Hey-
fengur um 8000 hestar. Fóður-
peningur manna á Skagaströnd
er nú 1076 kindur, 6 kýr og
hrossaeign 167.
Þann 26. febrúar var stofnað
hestamannafélagið Snarfari. Er
starfssvæði þess Vindhælis-,
Höfða- og Skagahreppur. Til-
gangur félagsins er að stuðla að
hestamennsku á félagssvæðinu,
fræðslustarfsemi um eðli hests-
ins og kennslu um notkun hans
til yndis og ánægju. Ennfremur
að stuðla að bættri meðferð
hrossa. Félagsmenn eru 30.
Stjórn þess skipa: Magnús Jóns-
son, Hafursstöðum, formaður,
Guðbjartur Guðjónsson, Vík,
ritari, Sigrún Lárusdóttir,
Breiðabliki, gjaldkeri. Með-
stjórnendur Kári Lárusson, Ási
og Magnús Hjaltason, Bakka.
Félagsmenn fóru 10 saman á fák-
um sínum á Landsmót hesta-
manna á Vindheimamelum.
Tóku þeir þátt í hinni miklu
hópreið á melunum og höfðu
sérstakan félagsfána, er Svein-
björn Blöndal hafði teiknað.
Þótti hann hinn merkasti grip-
ur. Tveir hestar félagsmanna
voru sýndir í gæðingakeppni,
annar í A-flokki, hinn í B-flokki.
T résmiðja
Guðmundar Lárussonar.
Á sumrinu bauð Trésmiðja
Guðmundar Lárussonar h.f. og
Rækjuvinnslan h.f. starfsfólki
sínu í 8 daga ferðalag umhverfis