Húnavaka - 01.05.1975, Side 207
HÚNAVAKA
205
hefur verið lóð við kirkjuna fyr-
ir bílastæði.
Er nú hið forna prestsetur
Bergstaðir aftur komið í byggð.
Gestur Pálsson bóndi hefur reist
þar íveruhús. Má þá segja að 4
kirkjur Bólstaðahlíðarprestakalls
séu senn í ágætu lagi og vel að
þeim búið.
Er þá Holtastaðakirkja eftir,
sem er reisulegasta hús, en hef-
ur látið á sjá þó sterk væri frá
upphafi, en hún var byggð 1893.
Hefur á síðasta ári verið vakinn
áhugi sóknarbarna og sóknar-
nefndar að láta fara fram viðgerð
á húsinu eins og hinum kirkjun-
urn prestakallsins. Hefur kven-
félagið sýnt þar lofsverðan áhuga
í orði og verki, hefur safnað 100
þúsund krónum til þessa verks,
guðshúsinu til hjálpar. Formað-
ur kvenfélagsins er Birna Helga-
dóttir á Fremstagili, en Pétur
Björnsson á Móbergi formaður
sóknarnefndar.
Holtastaðakirkja blasir vel við
gestum og gangandi á hraðferð-
um nútímans, þar sem hún
stendur á grænu túni. Hún á
marga góða gripi er bera vott
um ást og virðingu sóknarbarna,
fyrr og nú, á þessu guðshúsi. Er
hafa átt óbifanlega trú á boðun
hins heilaga orðs eins og sr. Þor-
steins Hákonarsonar, er hann lét,
um leið og hann lét grafa nafn
sitt á hring í kirkjuhurðinni,
standa þessi fögru orð „Guð, sú
hin fasta borg“. Vonum vér að
svo megi verða um þetta hús í
raun og sannleika.
Þá var Efra-Núpskirkja máluð
að utanverðu. Heitt vatn leitt í
Hvammstangakirkju til upphit-
unar. Hitatæki voru í smíðum.
Mikil stækkun var gerð á kirkju-
garðinum í Kirkjuhvammi, en
þar stendur hin gamla sóknar-
kirkja Hvammstangabúa. Vönd-
uð girðing um þann viðauka
garðsins var sett upp í sjálfboða-
vinnu.
Teikning hefur verið fengin
að endurbótum á Melstaða-
kirkju. Ennþá vantar presta í
tvö brauð prófastsdæmisins, Ból-
stað í A-Húnavatnssýslu og Ár-
nes í Strandasýslu.
Keypt var prestsseturshús í
Höfðakaupstað, en prestur hafði
þar búið í sínu eigin húsnæði.
Hið nýja prestsetur er á góðum
stað í bænum, í grennd við
kirkjuhúsið og barnaskólann.
Áhugi hefur verið rneðal sókn-
arbúa Hólaneskirkju á Skaga-
strönd um að stækka hana og
framkvæma viðgerð á húsinu.
Eftir að hún hafði verið skoð-
uð, var ekki talið fært að byggja
við hana sökum þess hve veggir
hennar voru sprungnir. Hefur
því verið leitað fyrir sér um
teikningu af nýrri kirkju. Hug-
ur sóknarfólks um þessa hluti