Húnavaka - 01.05.1975, Side 208
206
HÚNAVAKA
hefur sýnt sig, er sjómenn gáfu
til þess rækjuaflann úr einni
veiðiferð.
Það hefur verið tíðkað á ísa-
firði og Hólmavík, að gefa til
kirkju og líknarmála róður, eða
afla úr róðri. Eftir að veiðiheim-
ild var takmörkuð af sjávarút-
vegsmálaráðherra, veitti hann
slíka heimild fyrir einum róðri,
er lokið var við að fiska hið leyfi-
lega veiðimagn. Eigendur og
skipshafnir sýndu þennan fórn-
arhug ásamt fólki sem vann afl-
ann í landi. Þeir bátar sem tóku
þátt í þessu voru: Guðmundur
Þór, Guðjón Árnason, Helga
Björg og Auðbjörg. Gefinn var
flutningur á rækjunni frá
Hvammstanga til Skagastrandar.
Rækjuvinnslan h/f lét í té
ókeypis húsnæði og vélar til að
verka aflann. Og fólk er sá um
vinnsluna gaf vinnu sína, og gef-
in var vinnan á flutningi rækj-
unnar frá Skagaströnd til
Reykjavíkur.
Þessi gjöf, sem fólkið gaf
þannig, á sjó og landi, aflaði
kirkjunni 525 þúsund krónur.
Hrefna Thynes æskulýðsleið-
togi heimsótti Höfðakaupstað í
mars. Hún hefur starfað að æsku-
lýðsmálum á skrifstofu biskups.
Talaði hún í Sunnudagaskóla
Hólaneskirkju, flutti predikun
við messugjörð og hélt kvöldsam-
komu með æskulýðsfólki. Þótti
koma hennar góð og til uppörv-
unar starfi vor á meðal.
Hjalti Skaftason bifreiðastjóri,
er rekur sérleyfi frá Höfðakaup-
stað til Reykjavíkur, gaf Hóla-
neskirkju jólatré til að hafa inni
og annað til að hafa úti á kirkju-
stéttinni. Auk þess ljósaseríu, er
kostaði 10 þúsund krónur, til að
nota á tréð er var úti. Þótti Jrað
hið fegursta prýði og auka jóla-
helgi guðshússins, er það náði að
standa sökum veðurs, en veður
voru hörð um þetta leyti.
I hinni almennu söfnun vegna
hungursneyðar í Ethiopiu eða
Konso, safnaðist í Höfðakaup-
stað 26 þúsund krónur, sem
sent var biskupsskrifstofunni.
Fatasöfnun fór fram í Hösk-
uldsstaðaprestakalli ásamt gjald-
eyri til að kosta flutning til Ethi-
opiu. Varð fólk vel við þessu og
kom mikið úr Höfðakaupstað
og einnig af Skaga og úr Vind-
hælishreppi, alls frá 35 heimil-
um. Alls voru þetta 20 kassar
stórir og smáir og peningasend-
ingin var 19 þúsund krónur.
Þá hófu börn í Sunnudaga-
skóla Hólaneskirkju söfnun
vegna hinna miklu erfiðleika á
Norðfirði vegna náttúruhamfara
þar. Söfnuðust alls 110 þúsund
krónur, sem sent var biskups-
skrifstofunni.