Morgunblaðið - 04.05.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015
Hlaupakettir
og talíur
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli
- lyftigeta allt að 9000 kg.
Rafdrifnar keðjutalíur
- lyftigeta allt að 4000 kg.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Eftir langan og oft harðan vetur
vagga bátarnir vinalega við bryggj-
una í Gamvik í Norðaustur-Finn-
mörku nyrst í Noregi, þá sjaldan
þeir stoppa í landi. Bátarnir bera
nöfnin Aldís, Hafdís og Austhavet
og eru allir smíðaðir á Íslandi.
Fyrirtækið sem gerir bátana út
heitir Sædís, en það hafa Vestfirð-
ingarnir Haraldur Árni Haraldsson
og Albert Eggertsson byggt upp á
síðustu árum. Tvö síðustu ár var
unnið úr 2.500 tonnum hjá fyrirtæk-
inu hvort ár og hefur árangur
þeirra í þessum litla bæ vakið mikla
athygli.
Ferðast á milli
Íslands og Noregs
Félagarnir skipta dvölinni í Gam-
vik á milli sín og eru hluta ársins
með fjölskyldum sínum á Íslandi, en
hluta þess í Noregi. Ekki ólíkt því
sem gerist hjá mörgum íslenskum
læknum og hjúkrunarfræðingum,
nema hvað skorpurnar eru trúlega
lengri hjá þeim Gamvíkur-félögum.
Þar eru þeir bæði með útgerð og
fiskvinnslu eins og þeir störfuðu við
á Patreksfirði og Tálknafirði áður
en þeir lögðu land undir fót. Hjá
fyrirtækinu starfa 35-40 manns til
sjós og lands auk báta í viðskiptum.
Haraldur segir að ýmislegt sé á
döfinni sem ekki sé tímabært að
ræða, en þeir hafa áhuga á upp-
byggingu í Gamvik.
Vítamínssprauta í draugabæ
Í þorpinu búa nú um 150 manns
og sannarlega má það muna sinn
fífil fegri. Lítill skóli er í Gamvik,
en lítið um aðra atvinnustarfsemi
fyrir utan fiskvinnsluna Sædísi, sem
hefur verið vítamínssprauta fyrir
samfélagið. Þorpið er í samnefndu
sveitarfélagi, en um 20 mínútur tek-
ur að keyra til Mehamn þar sem
búa hátt í 700 manns. Þar er
stærsta byggðin í sveitarfélaginu og
þar er meðal annars heilsugæsla.
Alls búa um 1.100 manns í sveitar-
félaginu.
„Við tókum fiskvinnsluhús á leigu
fyrir fjórum árum, en það hafði
staðið autt í nokkuð langan tíma og
keyptum það síðan í vetur,“ segir
Haraldur. „Á margan hátt var þetta
orðið að draugabæ og enn hrista
sumir Norðmannanna hausinn yfir
þessu brölti okkar. Það er þó að
breytast, við erum búnir að kaupa
vinnsluna, búnir að taka húsið í
gegn og erum að byggja við. Vinnsl-
an er í rauninni vinnustaðurinn á
staðnum því það var nánast ekkert
við að vera þegar við komum. Það
var í raun búið að afskrifa þetta
pláss og menn héldu að þarna yrði
aldrei aftur fiskvinnsla.“
Tekur tíma að öðlast traust
Á bátunum eru aðallega Íslend-
ingar og Pólverjar, en fólk af öðru
þjóðerni kemur við sögu í vinnsl-
unni í landi. Lítið hefur verið um
Norðmenn í störfum hjá fyrirtæk-
inu til þessa, þeir sem eftir voru í
plássinu höfðu önnur störf. „Fólk
hleypur ekkert til þó einhverjir
jólasveinar séu farnir að gera eitt-
hvað, þeir geta verið horfnir á
morgun,“ segir Haraldur. „En þetta
er að breytast og traustið að
aukast, því fólk sá að við keyptum
húsið og erum að byggja við. Eðli-
lega vill fólk hafa framtíðina eins
örugga og hægt er.“
Starfsemin í Gamvik er byggð
upp miðað við að róið sé alla mánuði
ársins og fiskvinnsla sé stöðug í
landi. Róið er með línu og bátarnir
búnir beitingavélum. Mest er af
fiski á grunnslóðinni á vertíðartíma
í Norðaustur-Finnmörku í apríl og
maí og taka Norðmenn þá, venju
samkvæmt, stóran hluta heildarafl-
ans. Haraldur segir að fiskur sé
þarna fyrir utan allan ársins hring,
aðeins sé misjafnt hversu langt
þurfi að sækja.
Bátarnir þrír eru 11-15 metra
langir og allir smíðaðir á Íslandi,
hjá Seiglu á Akureyri, á Akranesi
og nýjasti báturinn er Cleopatra 50
frá Trefjum í Hafnarfirði og er bát-
urinn tveggja ára.
Gæðin skipta höfuðmáli
Áhersla er lögð á góða meðferð á
fiskinum og gæðamál eru í háveg-
um höfð, oft umfram það sem gerist
hjá norskum fyrirtækjum. Miklar
kröfur eru því gerðar til þeirra sem
landa hjá Sædísi í Gamvik. Fisk-
urinn er unninn fyrir markaði í
Bretlandi og Ameríku og er keyrð-
ur ferskur alla leið til Óslóar, en
það tekur um sólarhring. Þaðan er
flogið með fiskinn á markaði.
Haraldur segir að margt sé rotið
í kvótakerfinu á Íslandi og enginn
Hafa lyft grettistaki í Gamvik
Tveir Íslendingar hafa byggt upp útgerð og fiskvinnslu í nyrsta sveitarfélagi í Noregi
„Það var í raun búið að afskrifa þetta pláss og menn héldu að þarna yrði aldrei aftur fiskvinnsla“
Cleópatra 50 Allir þrír bátar Sædísar eru smíðaðir á Íslandi. Á myndinni
sést Aldís Lind á siglingu skömmu eftir afhendingu fyrir tveimur árum.
Ljósmynd/Alf Helge Jensen
Fiskurinn flakaður Haraldur Árni Haraldsson (t.v.) og Albert Már Eggertsson í vinnslusal Sædísar AS í Gamvik.
Starfsfólk fyrirtækisins kemur úr ýmsum áttum, m.a. frá Íslandi og Póllandi, en fáir til þessa frá Noregi.
Heppinn viðskiptavinur, sem keypti sér lottómiða í
Hagkaupum á Eiðistorgi, var einn með allar tölurnar
réttar og er hann rétt tæpum 22 milljónum ríkari.
Enginn var með bónusvinninginn að þessu sinni og
verður hann því þrefaldur næsta laugardag. Fimm
voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum
og fær hver 100.000 kr. í vinning.
Enginn var með allar tölur réttar í EuroJacpot á
föstudaginn og potturinn heldur því áfram að
stækka. Heppinn Dani var einn með annan vinning og fær
hann rúmlega 361 milljón í sinn hlut. Fjórir voru með 3. vinning og hlýtur
hver um sig rétt tæplega 32 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Tékklandi,
Þýskalandi og 2 í Finnlandi
Með allar tölur réttar og 22 milljónum ríkari
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suð-
vesturlands 2015 tekur undir þær áhyggjur
sem fram hafa komið hjá íbúum í Reykjanesbæ
undanfarið vegna þeirrar miklu stóriðju-
væðingar sem stendur fyrir dyrum í Helguvík,
örskammt frá íbúðabyggð og helstu frí-
stundasvæðum bæjarins, eins og segir í álykt-
un aðalfundar NSVE.
Hesthúsahverfið á Mánagrund og beitarland
lendir allt innan þynningarsvæðisins þar sem
mengun má vera yfir viðmiðunarmörkum og
telur NSVE það algjörlega ábyrgðarlaust af
bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ ætli þau sér að
heimila byggingu tveggja kísilmálmverk-
smiðja sem staðsettar eru aðeins 1 km frá
Mánagrund og 1,4 km frá íbúðabyggð.
„Samkvæmt þessu er lagt til að bæjarbúar
verði gerðir að þátttakendum í lýðheilsutilraun stóriðjunnar í Helguvík,
sem er vitaskuld algjörlega óásættanlegt. Með þessu væri einfaldlega verið
að taka of mikla áhættu þar sem heilsa fólks og dýra væri lögð undir en
verksmiðjurnar fengju að njóta vafans. Á það verður ekki fallist,“ segir í
ályktuninni.
Hafna þátttöku í lýðheilsutilraun stóriðjunnar
STUTT