Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Á þessum degi, 4. maí, fyrir 155 ár- um, fæddist hjónunum séra Jóni Mel- steð og Steinunni konu hans drengur er síðar var skírður Bogi. Dreng- urinn ólst upp við hefðbundin sveita- störf en átti síðar eftir að verða virk- ur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Í dag hafa fáir þó heyrt hans getið og saga hans ekki verið jafnaðgengileg eða haldið jafnmikið á loft og annarra merkra aldamótamanna. Sagnfræð- ingurinn Jón Þ. Þór hefur heldur bet- ur bætt úr því en hann lauk nýlega við ritun ævisögu Boga og segir að hugmyndin hafi kviknað í sam- skiptum við Pétur M. Jónasson, pró- fessor emeritus við Hafnarháskóla. „Tildrög bókarinnar má rekja allt aftur til ársins 2004. Þá dvaldist ég um skeið í fræðimannsíbúðinni við Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn og vann að ævisögu dr. Valtýs Guðmundssonar. Þar hitti ég í fyrsta skipti Pétur M. Jónasson, pró- fessor emeritus við Hafnarháskóla og forseta Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn. Hann spurði mig við hvað ég fengist í Höfn og þegar ég sagði honum það sagði hann að þegar þessu verki (þ.e. ævisögu Valtýs) væri lokið ætti ég að hyggja að ævi Boga, þar væri merk saga óskrifuð. Mér þótti hugmyndin góð en sinnti þessu ekki að sinni, enda í önnum við önnur verk,“ segir Jón, sem leitaði þremur árum síðar aftur í fræði- mannasíbúðina og bar þá fundum hans og Péturs aftur saman. „Hann ámálgaði þörfina á að rita ævisögu Boga og hét stuðningi Fræðafélagsins ef ég vildi ráðast í verkið. Ég féllst á það, var orðinn nokkru fróðari um manninn en áður og vissi að Pétur hafði lög að mæla. Bogi var svo sannarlega stórmerkur maður og hefur alltof lengi lengið óbættur hjá garði í íslenskri sögurit- un. Ég gat hins vegar ekki tekið til við þetta verk af krafti fyrr en vinnu við ritverk okkar Guðjóns Friðriks- sonar, Kaupmannahöfn sem höfuð- borg Íslands, var lokið en þá sneri ég mér að því og síðustu ár hefur ævi- sagan verið helsta viðfangsefni mitt. Þá naut ég þess að Pétur stóð svo sannarlega við orð sín.“ Áhrif á danska vinstrimenn Saga Boga hefur ekki verið sögð með sömu ákefð og áhuga og saga margra samtímamanna hans. Þáttur hans í sjálfstæðisbaráttunni er engu að síður merkilegur og gefur nýja sýn á það sem fram fór á bak við tjöldin. „Bogi bjó öll sín fullorðinsár í Kaupmannahöfn og var af þeim sök- um ekki jafnáberandi hér heima og margir aðrir. Hann sat aðeins skamman tíma á þingi og þar var hann aðeins einn af mörgum og vannst ekki tími til að koma helstu hugsjónamálum sínum fram þótt hann léti reyndar töluvert að sér kveða. Eftir það starfaði hann mest á bak við tjöldin í stjórnmálunum, var reyndar óþreytandi við að skrifa greinar í blöð og tímarit, stóð í bréfa- sambandi við fjölda manna hér heima og beitti sér mikið meðal Íslendinga í Höfn og – það sem kannski skiptir mestu máli – var eftir að kom fram um aldamótin 1900 í góðum kynnum við forystumenn í dönskum stjórn- málum og hafði eftir því sem best verður séð býsna mikil áhrif á afstöðu þeirra.“ Jón segist ekki vita til þess að það hafi áður komið fram hversu áhrifa- mikill Bogi var en hann telur alveg víst að hann hafi haft eyru áhrifa- manna í dönskum stjórnmálum. „Ég held að það hafi t.d. ekki kom- ið fram að hann hafði mikil áhrif á danska vinstrimenn í sambandi við tilboðið um heimastjórn á Íslandi og enn síður að Carl Th. Zahle forsætis- ráðherra ráðfærði sig mikið við Boga á árunum 1917-1918 og að Bogi hvatti hann mjög til að stíga þau skref sem að lokum leiddu til samninganna um Sambandslögin sumarið 1918, átti jafnvel hugmyndina. Frá þessu sagði hann hins vegar aldrei opinberlega en það kemur skýrt fram í drögum að sjálfsævisögu hans sem liggja óprentuð í Konungsbókhlöðu í Kaup- mannahöfn. Ég sé enga ástæðu til að draga heimildargildi þeirra í efa. Þögn Boga um þátt sinn í þessum efnum er hins vegar dæmigerð fyrir hann. Hann var aldrei mikið fyrir að hreykja sér af eigin verkum, leyfði þeim sem vildu að eigna sér heið- urinn og virðist einnig hafa talið sig bundinn trúnaði við Zahle.“ Sannfærður konungssinni Í þessu sambandi má geta þess að Bogi var sannfærður konungssinni að sögn Jóns og afar sáttur við nið- urstöðu Sambandslaganna 1918. „Hann vildi halda áfram konungs- sambandi við Dani og mun aldrei hafa gælt við hugmyndina um stofn- un lýðveldis á Íslandi. Hann var einn- ig mikill Norðurlandasinni, vildi allt til vinna að Ísland yrði áfram eitt Norðurlanda, jafnrétthátt Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, og óttaðist fátt eins og að Íslendingar lentu á áhrifasvæði enskumælandi þjóða,“ segir Jón og bendir á að Bogi hafi verið sérvitur en ávallt hjálpsamur. „Öllum heimildum um Boga ber saman um að hann hafi verið flestum mönnum sannorðari, oft sérvitur fram úr hófi en afar hjálpsamur og víða kemur fram að eftir að hann lauk námi hafi hann tekið að sér hið gamla hlutverk Jóns Sigurðssonar og að- stoðað fjölda Íslendinga sem komu til Kaupmannahafnar í ýmsum erind- um. Hann hjálpaði fólki við að fá skólavist í alls kyns skólum, sjúkling- um við að komast undir lækn- ishendur, útvegaði fólki vinnu og þannig mætti áfram telja. Oft kostaði þetta hann umtalsverð fjárútlát og stundum tók hann fólk inn á heimili sitt um lengri eða skemmri tíma og krafðist aldrei neins konar endur- gjalds.“ Barðist gegn Valtýskunni Bogi vildi að Íslendingar nytu sem mests jafnræðis á við Dani og var í þeim skilningi mikill sjálfstæðissinni en vildi ekki slíta konungssamband- inu við Danmörku. „Hann vildi frá upphafi að Íslendingar nytu sem mests jafnræðis á við Dani innan kon- ungsríkisins, fengju einhvers konar heimastjórn, sjálfstjórn í öllu því sem þá var kallað „sérmál“ og að stjórn þeirra flyttist til Íslands. Það var meginástæða þess að hann snerist öndverður við Valtýskunni, taldi hana skref í öfuga átt, hún myndi færa það vald sem þó var orðið til á Íslandi út úr landinu. Af þeim sökum barðist hann manna harðast gegn Valtýsk- unni frá upphafi og þá urðu vinslit með þeim Valtý. Þeir höfðu verið góð- ir vinir frá því á skólaárunum í Lærða skólanum og á fyrstu árunum í Kaup- mannahöfn gekk ekki hnífurinn á milli þeirra. Eftir að Valtýskan kom fram töluðust þeir varla við það sem þeir áttu ólifað, rúma þrjá áratugi.“ Utanríkismál voru ekki eina hugð- arefni Boga í stjórnmálum og lét hann sig varða ýmis mál innanlands. „Í atvinnumálum lét Bogi sig land- búnaðinn einkum skipta og þá sér- staklega á Suðurlandi. Hann hvatti Áhrifamikill hugsjónamaður í  Bogi Th. Melsteð hafði mikil áhrif á danska stjórnmálamenn  Jón Þ. Þór segir sögu merks aldamótamanns sem ekki hefur verið sögð áður Saga Jón Þ. Þór hefur ritað ævisögu Boga Th. Melsteð.                                    

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.