Morgunblaðið - 09.06.2015, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
Margar tillögur eru af veitingum á
heimasíðu okkar. Einnig er hægt að
panta einstaka rétti eða eftir óskum.
Veislusalur okkar er bjartur og fallegur
salur á jarðhæð, gott aðgengi.
Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í
verði þegar erfidrykkja er í sal.
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is ·www.veislulist.is
Veitingar í erfidrykkjur
af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal
okkar, í aðra sali eða í heimahús.
Skútan
Hvað eftir annað
hafa stuðningsmenn
Reykjavíkurflugvallar
á höfuðborgarsvæðinu,
sem eru í meirihluta,
stungið niður penna til
að verja lífæð allra
landsmanna í Vatns-
mýri- og sjúkraflugið
fyrir öllum rang-
færslum Dags B. Egg-
ertssonar í fjölmiðlum.
Meirihluti borgarbúa-
og landsbyggðarmanna sem vill
kveða niður ósannindin um Reykja-
víkurflugvöll telur framkomu borg-
arstjórnarmeirihlutans gagnvart
þessari öryggiskeðju sjúkraflugsins
skammarlega. Þetta skeytingarleysi
er nú að því komið að hrekja meiri-
hluta Reykvíkinga og 80% lands-
manna til uppreisnar gegn þessari
svikamyllu sem andstæðingar flug-
vallarins reyna að réttlæta með
tómum falsrökum í fjölmiðlum.
Krafan sem þeir halda til streitu um
að sjúkraflugið fyrir allt landið
verði á einni hendi í stað þess að
sinna því frá Akureyrarflugvelli
leysir engan vanda og er blaut
tuska í andlit allra landsmanna. Þá
stórversnar þessi þjónusta ef ein-
hverjum dettur í hug að nota alltof
hægfleyga þyrlu sem hefur engan
afísingar- og jafnþrýstibúnað. Utan
höfuðborgarsvæðisins yrðu íbúar
landsbyggðarinnar strax fyrir
hverju áfallinu af öðru. Það myndi
strax vekja litla hrifningu starfandi
lækna á Reykjavíkursvæðinu og úti
á landi þegar allar tilraunir til að
koma fárveikum manni undir lækn-
ishendur á sjúkrahúsum höfuðborg-
arinnar renna út í sandinn. Óþol-
andi er að siðblindur
borgarstjórnarmeirihluti sem ræðst
án nokkurs tilefnis á farþega- og
sjúkraflugið skuli tefla slæmu
ástandi í samgöngumálum Reykja-
víkurborgar gegn lífæð allra lands-
manna í Vatnsmýri. Nú berast
fréttir af því að stjórnendur
Reykjavíkurborgar vinni hörðum
höndum að því að brjóta sam-
komulagið sem fyrrverandi yfir-
maður samgöngumála, Ögmundur
Jónasson, gerði í sinni ráðherratíð
við Jón Gnarr, þáverandi borg-
arstjóra, fyrir hálfu öðru ári um
framtíð flugvallarins í Vatnsmýri.
Fram komu í Fréttablaðinu 17. nóv-
ember sl. siðblindar, fjarstæðu-
kenndar og ótrúverðugar fullyrð-
ingar hjá forstjóra Isavia um að
SV-NA-flugbrautin væri aldrei not-
uð af sjúkraflugmönnum Mýflugs.
Rangfærslurnar sem andstæðingar
Reykjavíkurflugvallar nota gegn
þessum ágætu flugmönnum norðan
heiða eru til háborinnar skammar
og dæma sig sjálfar. Fullvíst þykir
að hugmyndir um önnur flugvall-
arstæði á borð við
Hólmsheiði, Hvassa-
hraun og Löngusker
verði aldrei að veru-
leika. Áætlaður kostn-
aður við að byggja nýj-
an flugvöll á þessum
stöðum er talinn alltof
hár sem verður ís-
lenska ríkinu ofviða.
Engum kemur á óvart
að forstjóri Isavia skuli
í góðri samvinnu við
Dag B. Eggertsson
tala eins og peningar
vaxi alltaf á trjám í fá-
mennu landi með 328 þúsund íbúa.
Áður hafa skoðanabræður nýja
borgarstjórans ítrekað kröfu sína
um að þeir geti innheimt 46 millj-
arða króna greiðslu fyrir flutning
innanlandsflugsins til Keflavíkur án
þess að fram komi hvert þeir ætli
að sækja þessa peninga sem ís-
lenska ríkið finnur hvergi. Með
stuðningi sínum við íbúðabyggð á
NA-SV-flugbrautinni lýsir forstjóri
Isavia fyrirlitningu sinni á miðstöð
sjúkraflugsins sem hann vil færa
frá Akureyri til Keflavíkur. Enn
erfiðara yrði fyrir íbúa landsbyggð-
arinnar að treysta á sjúkraflugið ef
það verður á einni hendi og því
sinnt frá Keflavíkurflugvelli með
þyrlum sem hafa engan afísingar-
og jafnþrýstibúnað og geta ekki af
þessum sökum flogið sjónflug yfir
hálendið og fyrir ofan veðurhæð-
irnar. Í Morgunblaðinu 4. desember
2014 opinberaði Ragnar Þ. Þór-
oddsson, bókbindari í Reykjanesbæ,
vanþekkingu og fyrirlitningu sína
þegar það fór illa í hann að flug-
menn Mýflugs skuli með góðum ár-
angri sinna þessari neyðarþjónustu
frá Akureyrarflugvelli. Undir það
tók forstjóri Landhelgisgæslunnar
sem lýsti vanþóknun sinni á því
hvað þessir ágætu flugmenn standa
sig vel og eiga hrós skilið. Starfandi
læknar í Reykjavík sem ítreka and-
stöðu sína gegn flutningi innan-
landsflugsins úr Vatnsmýri hafa
sakað Isavia um að reka hornin í
landsbyggðina og heilbrigðisþjón-
ustuna á höfuðborgarsvæðinu. Vel
getur greinarhöfundur skilið að
vonsviknum skattgreiðendum um
allt land verði fljótlega heitt í hamsi
þegar þeir frétta að óreiðumenn í
borgarstjórn geti alltaf skilið eftir
sig sviðna jörð án þess að verða
dregnir til ábyrgðar.
Isavia rekur hornin
í landsbyggðina
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
»Nú berast fréttir af
því að stjórnendur
Reykjavíkurborgar
vinni hörðum höndum
að því að brjóta sam-
komulagið
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Það horfir nokkuð
undarlega við, nú
þegar öll teikn eru á
lofti um að viðsnún-
ingur sé að verða á
veðurfari vegna ára-
tugasveiflu í sjávar-
straumum, að ein-
göngu hafi verið
notuð nýleg veður-
gögn frá hlýjum árum
þegar unnin var
greining á áhrifum
lokunar neyðarbrautar Reykja-
víkurflugvallar. Með kólnandi
veðurfari er nokkuð fyrirséð að
veturinn mun lengjast og ísing,
snjókoma og hvassviðri gætu orðið
mun tíðari. Það er því illskilj-
anlegt að sleppt sé að nota eldri
veðurgögn sem eru frá kaldara
tímabili og þess vegna mun betur
til þess fallin að meta hverra
veðra við eigum von á næstu ár-
um.
Svar Isavia við þessum athuga-
semdum mínum var að þeir
treystu skýrslunni enda hefði hún
verið unnin eftir viðmiðum ICAO.
Við nánari skoðun virðist þó
sem viðmiðum ICAO hafi hins
vegar ekki verið fylgt, því við at-
hugun mína á leiðbeiningunum rak
m.a. ég augun í eftirfarandi:
Ráðleggingum ICAO
ekki fylgt
Leiðbeiningar ICAO mæla m.a.
fyrir því að notuð skuli mæligögn
yfir „eins langt tímabil og mögu-
legt er“. Með því að henda eldri
mælingum, sem þó uppfylltu kröf-
ur ICAO um mælitíðni, er ekki
verið að fylgja þessum ráðlegg-
ingum.
Gert er ráð fyrir að leggja
eigi niður sjúkraflug
Við útreikninga virðist eingöngu
vera reiknaður nothæfisstuðull
fyrir stærri flugvélar sem eru í
áætlunarflugi og þola aðeins meiri
hliðarvind. Leiðbeiningarnar segja
hins vegar að nothæfisstuðulinn
eigi að reikna fyrir
allar flugvélar sem
hann á að þjónusta.
Sjúkraflug fer fram á
minni vélum sem þola
minni hliðarvind.
Skýrsluhöfundar virð-
ast þannig gefa sér að
leggja eigi niður allt
sjúkraflug, án þess þó
að taka það fram í
skýrslunni.
Sama gildir um all-
ar minni flugvélar
með viðmiðunar-
brautarlengd minni
en 1.200 m. Ekki virðist gert ráð
fyrir að flugvöllurinn þurfi að upp-
fylla viðmið ICAO um nothæfis-
stuðul fyrir þessar vélar.
Útreikningar byggja
á óskhyggju
Í leiðbeiningum ICAO segir að
viðmiðunargildi ICAO fyrir há-
marks hliðarvind eigi eingöngu við
um venjulegar aðstæður og því
geti verið nauðsynlegt að taka sér-
staklega tillit til ýmissa þátta eins
og brautarbreiddar, vindhviða,
ókyrrðar í lofti, hálku og snjóalaga
og að lækka þurfi hliðarvinds-
mörkin í óveðri.
Þetta má túlka t.d. þannig að þá
daga sem ísingaraðstæður eru til
staðar þurfi að lækka leyfilegt há-
marksgildi hliðarvinds.
Hreint ótrúlegur misskilningur
virðist koma fram við túlkun
skýrsluhöfunda á þessari grein,
því í stað þess að túlka enska
orðasambandið „may require“ sem
„geti verið nauðsynlegt“ er þegar
vísað er í þessa grein talað um að
það „kunni að vera ástæða til“ að
taka tillit til vindhviða eða að
hönnuðir „megi“ huga að áhrifum
brautarbreiddar. Samkvæmt þess-
ari röngu þýðingu er það nánast
háð geðþóttaákvörðun hönnuðar
hvort hann taki tillit til ákveðinna
veðuratriða eða ekki. Með því einu
að „óska sér“ að tiltekið vandamál
sé ekki lengur til staðar hverfur
það. Abrakadabra, púff.
Með þessum rökstuðningi
ákváðu skýrsluhöfundar að taka
ekki tillit til neins ofantalinna
þátta, þrátt fyrir að þeir viður-
kenni það í skýrslu að þessir
þættir hafi áhrif á flugfærð.
Þessi túlkun er vægast sagt
galin og er því afar langsótt að
hægt sé að halda því fram að
vinnan samræmist ICAO-
leiðbeiningunum.
Flugöryggi áhyggjuefni
Endurtekinn misskilningur
skýrsluhöfunda, sem kerfisbundið
vanmeta áhættuþætti eða sleppa
þeim, skekkir niðurstöðu skýrsl-
unnar verulega og er hún því
ónothæf.
Til marks um hversu fjarri
raunveruleikanum niðurstaðan er
má nefna að það sem af er ári
hafa um 6,5% sjúkraflugs farið um
neyðarbrautina, sem virkar nokk-
uð hátt þegar haft er í huga að
samkvæmt skýrslunni er talið að
tilvist neyðarbrautarinnar hafi
eingöngu um 2,4% áhrif á not-
hæfisstuðul flugvallarins.
Það verður einnig að teljast
verulegt áhyggjuefni að þessi
skýrsla hafi ekki þegar verið
dregin til baka þrátt fyrir þá
miklu gagnrýni sem hún hefur
þegar fengið. Hvorki Isavia né
Efla virðast hafa séð sér fært að
rýna þessa vinnu almennilega,
sem er nokkuð undarlegt í ljósi
þess að sá hluti ICAO-leiðbeining-
anna sem fjallar um útreikninga á
nothæfisstuðli telur ekki nema
rétt um 3 blaðsíður.
Öfugsnúið öryggi
á Reykjavíkurflugvelli
Eftir Jóhannes
Loftsson »Endurtekinn mis-
skilningur skýrslu-
höfunda, sem kerfis-
bundið vanmeta áhættu-
þætti eða sleppa þeim,
skekkir niðurstöðu
skýrslunnar verulega og
er hún því ónothæf.
Jóhannes
Loftsson
Höfundur er verkfræðingur
og frumkvöðull.
Drottinn guð! Þú sem hefur allt á þínu valdi. Við
þökkum þér nýliðna helgi og biðjum blessunar öllu
fólki í komandi viku.
Ég á sálmabók sem ekki er í frásögur færandi
nema að í bókinni eru bænir fyrir fyrripart og
seinnipart alla daga vikunnar. Þar segir að það að
biðja bænirnar sínar er að tala við guð. Við biðjum
sérstaklega núna fyrir fólki sem þarf að líða vegna
verkfalla, lít til þeirra og lát engan þurfa að líða
skort vegna verkfalls.
Heilagi Guð, himneski faðir, ég bið þig að blessa
sérstaklega allt starfsfólk þessa fjölmiðils og ver
með því í leik og starfi. Þakka þér Guð fyrir að við,
sem trúum á þig megum alltaf koma til þín og hugga okkur við bænir þínar,
blessa þú og ver með fólki sem líður vegna styrjalda víða um heim, við biðjum
þig sérstaklega að vera með því fólki sem reynir að komast á ófullkominn
hátt yfir til Evrópu og þakka þér fyrir alla þá hjálp sem varðskip okkar hafa
getað hjálpað í Miðjarðarhafi.
Góði Guð, blessa allar fjölskyldur okkar, ver með öllum þeim smáu. Í Jesú
helgasta nafni, Amen.
Karl Jóhann Ormsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Bænir
Bæn Að biðja bænir er að
tala við Guð.