Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Karlaklúbb- urinn Alþingi Heil öld frá kosningarétti ogkjörgengi kvenna á Íslandivirðist ekki nægur tími til að jafna hlutfall kynjanna á Alþingi. Þingmenn eru og hafa alltaf verið að meirihluta karlar og langflestir þeirra einstaklinga sem valist hafa til starfa sem ráðherrar gegnum tíðina eru karlar. Hæst fór hlutfall kvenna á þingi eftir þingkosningar árið 2009, þegar 27 konur tóku sæti á Alþingi. Kon- ur voru þá 43% þingheims. Eftir kosningarnar 2013 fækkaði um tvær konur á þingi og hlutfall kven- þingmanna fór í 40%. Á kjör- tímabilinu sem nú stendur yfir hef- ur þingmannahópurinn breyst þannig að nú eiga 26 konur sæti á Alþingi en 37 karlar. Hlutfall kvenna á þingi er því 41% nú. En það gerðist sannarlega ekki á einni nóttu að 40 prósenta múrinn var rofinn. Engin kona á Alþingi á stríðsárunum Fyrsta konan til að taka sæti á þingi var Ingibjörg H. Bjarnason, sem kjörin var árið 1922 og settist á þing árið eftir. Ingibjörg sat á þingi til 1930, en það ár settist Guðrún Lárusdóttir á þing og sat til ársins 1938 þegar hún lést. Frá 1938 til ársins 1946 sat engin kona á Alþingi Íslendinga. Á árunum 1946 til 1971 voru kon- ur á þingi ýmist tvær, ein eða eng- in. Á tímabilinu frá 1971 til 1983 áttu jafnan þrjár konur sæti á Al- þingi. Allan áttunda áratuginn og fram á þann níunda voru þannig 95% þingsæta skipuð körlum en einungis 5% konum. Fjöldi þingkvenna þrefald- ast – samt bara 15% Í kosningunum 1983 bauð Kvenna- listinn fram í fyrsta sinn. Árið áður höfðu Kvennaframboðin í Reykjavík og Akureyri náð konum inn á lista í sveitarstjórnarkosningum. Að þessum sögulegu kosningum afstöðnum tóku níu konur sæti á Alþingi. Hlutfall kvenna á Alþingi þrefaldaðist í kjölfarið en þó voru konur enn í miklum minnihluta á þingi, aðeins 15% kjörinna fulltrúa á Alþingi. Af þingkonunum sem tóku sæti á þingi 1983 voru þrjár frá Kvennalista. Af fjórum þing- mönnum Bandalags jafnaðarmanna voru tvær konur. Jafnmargar tóku sæti á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk en þar voru kynjahlutföll þó önnur; tvær konur en 21 karl. Ein kona náði kjöri fyrir Alþýðubandalagið en níu karlar tóku sæti á þingi fyrir sama flokk. Ein kona settist á þing fyrir Alþýðuflokk en fimm karlar. Framsóknarflokkurinn var á þessum tíma næststærsti flokkur- inn með 14 þingmenn, allt karla. Að loknum kosningum 1983 var þing- flokkur Framsóknar sá eini sem var einungis skipaður körlum. Konur í einu af hverjum fimm þingsætum 1987 Fjórum árum síðar, að loknum kosningum 1987, náðu konur að fylla eitt af hverjum fimm sætum á þingi en í lok kosninga náði hlutfall kvenna yfir 20% í fyrsta sinn. Þess- ar kosningar voru líka sögulegar að því leyti að í fyrsta sinn voru allir flokkar með konu inni á þingi sem aðalmann. Enginn þingflokkur var lengur aðeins skipaður körlum, en þetta var 65 árum eftir að fyrsta konan settist á þing. Hægt og bítandi hefur hlutfall kvenna svo mjakast upp á við, þó með nokkrum dýfum. Að loknum kosningum 1991 náðu konur fjórð- ungi þingsæta en voru þó áfram í miklum minnihluta í öllum þing- flokkum – nema Kvennalista að sjálfsögðu. Konum fjölgaði einungis um eina í kosningunum 1995, voru þá orðn- ar 16 af 63 þingmönnum og voru konur í öllum þingflokkum. Að loknum kosningum 1999 tóku 22 konur sæti á þingi og voru konur þá orðnar rúmur þriðjungur þing- heims. Þingflokkur Samfylkingar, sem bauð í fyrsta sinn fram sem kosn- ingabandalag, var skipaður níu kon- um og átta körlum. Þetta var í fyrsta sinn sem fleiri konur en karl- ar voru við borðið á þingflokks- fundum hjá íslensku stjórnmálaafli – 84 árum eftir að konur urðu kjör- gengar til þings. Í þessum kosningum varð þó nokkurs konar bakslag að því leyti að Frjálslyndi flokkurinn fékk tvo karla kosna en enga konu. Aftur var því kominn þingflokkur með enga konu við borðið. Í næstu kosn- ingum á eftir, árið 2003, fékk Frjálslyndi flokkurinn fjóra karla kjörna á þing sem aðalmenn en enga konu. Konur aðeins 15% þingmanna frá upphafi Árið 2015 er staðan þannig að 26 konur eiga sæti á þingi sem rúmar 63 einstaklinga og hafa aðeins einu sinni verið fleiri – 27 talsins að loknum kosningum árið 2009. Fjörutíu prósenta múrinn hefur verið rofinn en konur hafa aldrei verið fleiri en karlar á þingi, og aldrei einu sinni náð að vera helm- ingur þingheims. Fimmtíu prósenta múrinn er enn órofinn. Frá því að löggjafarþing hófust árið 1875 hafa alls 639 einstaklingar setið sem aðalmenn á Alþingi en 85% þessara kjörnu fulltrúa, eða 544 einstaklingar, hafa verið karlar. Þrátt fyrir 100 ár af kjörgengi og kosningarétti kvenna hafa aðeins 95 konur setið sem aðalmenn á Alþingi Íslendinga. Frá stofnun lýðveldis hafa verið myndaðar 42 ríkisstjórnir en aðeins í 15 þeirra hafa konur átt sæti sem ráðherrar. Kona varð fyrst ráðherra árið 1970 þegar Auður Auðuns tók við embætti dóms- og kirkjumálaráð- herra. Það var ekki fyrr en rétt undir aldamótin síðustu, eftir kosn- ingarnar 1999, að fleiri en ein kona átti sæti í ríkisstjórn Íslands. Ein skólastofa dugar fyrir alla kvenráðherra Það er umhugsunarefni að konur sem komist hafa til æðstu metorða í íslenskri pólitík frá stofnun lýð- veldis – orðið ráðherrar – gætu rúmast í meðalstórri skólastofu. Þær eru hvorki fleiri né færri en 26 talsins, eða 17% af öllum ein- staklingum sem gegnt hafa ráð- herraembætti. Karlar sem hafa gegnt ráðherraembætti hér á landi frá lýðveldisstofnun eru hins vegar 126 talsins, eða á við um það bil fimm bekkja árgang. Dyr Alþingishússins hafa alltaf staðið körlum opnar. Konur rétt tylltu tánum yfir þröskuldinn framan af 20. öldinni og það var ekki fyrr en á níunda áratugnum að fjöldi kvenna á þingi náði tveggja stafa tölu. Morgunblaðið/Ómar ÞINGFLOKKARNIR VORU KARLAKLÚBBAR LANGT FRAM EFTIR SÍÐUSTU ÖLD. ÞÓTT INGIBJÖRG H. BJARNASON HAFI FYRST KVENNA TEKIÐ SÆTI Á ALÞINGI ÁRIÐ 1922 VAR ÞAÐ EKKI FYRR EN 65 ÁRUM SÍÐAR – Í KOSNING- UNUM 1987 – AÐ ALLIR FLOKKAR VORU KOMNIR MEÐ MINNST EINA KONU Á ÞING SEM AÐALMANN. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er ein af einungis 26 konum sem gegnt hafa ráðherraembætti á Íslandi. Katrín Júlíusdóttir er aldursforsæta kvenna sem nú sitja á þingi með 13 ára þingreynslu. Konur virðast staldra skemur við í stjórnmálum en karlar. Morgunblaðið/Jim Smart Guðrún Agnarsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir náðu á þing fyrir Kvennalistann árið 1983. Salóme Þorkelsdóttir var fyrst kvenna til að vera forseti Alþingis. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon * Alls hefur 151 einstaklingur verið ráðherra í ríkisstjórnfrá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi. 83% þeirra erukarlar en 17% einstaklingar eru konur.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.