Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Heilsa og hreyfing U pphaf sögunnar um flug- stólinn íslenska má rekja til hugmyndar Brands Bjarnasonar Karlssonar þegar hann sá frönsku myndina Intouchables, en í henni fer lamaður maður í svifvængja- flug. Brandur, sem er lamaður fyr- ir neðan háls, kom að máli við Gísla Steinar Jóhannesson og úr varð að hanna og smíða flugstól. Gísli og Samúel Alexandersson reka fyr- irtækið True Adventure, en þeir fljúga um loftin blá með ferðamenn sem upplifa íslenska fegurð eins og fuglinn fljúgandi. Hugmyndin um stólinn varð að veruleika með hjálp margra en hann er hannaður af Hafsteini Jónassyni og smíðaður í samstarfi við stoðtækjafyrirtækið Össur. Stóllinn var fyrst prófaður nú í lok maí og fengu þá Brandur Bjarnason Karlsson og Arnar Helgi Lárusson að prófa, en Arnar er einnig lamaður. Beðið eftir rétta vindinum Næst kom röðin að kvenpeningnum og varð Arna Sigríður Alberts- dóttir fyrir valinu. Þegar Arna heyrði fyrst af flugstólnum í fyrra varð hún spennt að prófa. Hún var ekki lengi að hugsa sig um þegar henni var boðið í flug nú fyrir skemmstu. Hún keyrði einn fal- legan laugardag til Víkur í Mýrdal til að „stökkva“ fram af fjalli í svif- væng og varð ekki fyrir von- brigðum. Bíða þurfti allan daginn eftir rétta vindinum og hafði Arna langan tíma til að hugsa um flugið. „Ég hélt ég yrði meira stressuð en kannski veit ég bara ekkert hvað ég er að fara út í,“ segir Arna fyrir flug og hlær. Gísli Steinar rekur höfuðið inn um bílgluggann hjá okkur. „Ég held við hinkrum bara, það koma góðir hvellir inn á milli,“ segir hann og við kinkum kolli eins og við vitum hvað það þýðir. Vind- áttin virðist sífellt vera að breytast og við bíðum öll spennt. Samúel er á „refresh“ takkanum á vedur.is og allt er til reiðu, nema hagstæður vindur. Fyllsta öryggis er að sjálf- sögðu gætt og er veðrið og vind- urinn stærsti áhrifavaldurinn í svif- vængjaflugi. Stefnan sett á Ólympíuleikana Arna, sem er 25 ára, slasaðist í skíðaslysi þegar hún var sextán ára og lamaðist fyrir neðan brjóst. Hún hefur ekki setið auðum höndum síðan þar sem hún æfir handahjól- reiðar af miklu kappi og stefnir hún á Ólympíuleikana í Ríó í Bras- ilíu árið 2016. Einnig stundar hún skíðaíþróttina í sérútbúnum stól á veturna og hefur æft handbolta og körfubolta. Arna er mjög ánægð með framtak strákanna. „Mér finnst þetta frábært, það er svo lít- ið af útivist og sporti á Íslandi fyrir fólk í minni stöðu sem þarf að nota hjólastól,“ segir hún, en átta ár eru síðan hún lenti í slysinu örlagaríka. Hún hefur alltaf verið mikil keppn- ismanneskja, en hún æfði skíði fyr- ir slysið. Nú eiga handahjólreið- arnar hug hennar allan og æfir hún tvisvar á dag. Hún segir þessa íþrótt njóta vaxandi vinsælda með- al fólks í hjólastólum í heiminum. Vegalengdin sem hún keppir í er 15 til 25 kílómetrar. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að ná nógu mörgum stigum til að mega keppa á Ólympíuleikunum. Senda bréf til Sameinuðu þjóðanna Arna Sigríður hefur starfað með átakinu „Stattu með taugakerfinu“, en tilgangur verkefnisins er að semja bréf til að senda aðalritara Sameinuðu Þjóðanna um að setja sem þróunarmarkmið að skoða taugakerfið. Til þess hafa þau safn- að undirskriftum landsmanna en það þarf vissan fjölda til að hægt sé að senda bréfið. „Við mænu- SVIFVÆNGJAFLUG LÍKA FYRIR FATLAÐA Úr hjólastól í flugstól Arna Sigríður brosir breitt í háloftunum í traustum höndum Samúels. ARNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR SKELLTI SÉR Í SVIF- VÆNGJAFLUG Í SÉRHÖNNUÐUM FLUGSTÓL. ARNA ER LÖMUÐ EN LÆTUR FÁTT AFTRA SÉR Í LÍFINU OG SVEIF ÓHRÆDD YFIR VÍK Í MÝRDAL FRJÁLS SEM FUGLINN. FLUG- STÓLLINN MUN NÝTAST FLEIRI FÖTLUÐUM Í FRAMTÍÐINNI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Gísli, Arna Sigríður og Samúel voru alsæl að flugi loknu. Ljósmynd/True adventure Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem borðar fæðu sem inniheldur mikið af pótasíum er síður lík- legt til þess að þjást af háum blóðþrýstingi. Því ætti maður að vera duglegur að borða fæðu á borð við banana, sem eru pótasíumsprengjur, og annan pótasíumríkan mat á borð við kanta- lópur og appelsínur. Meiri banana

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.