Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015
Græjur og tækni
Snallsímaforritið Last Message er eitthvað
fyrir þá sem nota bæði belti og axlabönd. Á
því augnabliki sem síminn verður rafmagns-
laus sendir hann skilaboð til valinna viðtak-
enda og lætur vita að ekki er hægt að ná í
mann.
Hinstu orðin í tæka tíð
K
arlmenn hafa lengst af ver-
ið í miklum meirihluta í
tækni- og vísindanámi á
Íslandi en undanfarinn
áratug hafa ungar stelpur sótt í
auknum mæli inn á svið vísinda og
tækni. Til marks um þennan aukna
áhuga stelpna er vert að minnast á
að Formula Student lið Háskóla Ís-
lands, TeamSpark, hefur und-
anfarin tvö ár verið undir forustu
tveggja frambærilegra stelpna.
Ragnheiður Björk Halldórsdóttir,
sem útskrifast í dag úr iðn-
aðarverkfræði, tók við liðsstjórn
TeamSpark á haustmánuðum 2013
og setti liðinu strax háleit markmið
en hún segist ekki keppa nema til
sigurs. „Formula Student keppnin
er keppni háskólaliða í hönnun,
þróun, smíði og samsetningu kapp-
akstursbíla, sem síðan keppa í öllu
framgreindu og meiru á Silverstone
brautinni í Bretlandi,“ segir Ragn-
heiður en hún stýrði íslenska liðinu
til sigurs í flokki nýliða á síðasta
ári. Í ár ætlar íslenska liðið að gera
enn betur en það er vélaverk-
fræðineminn Aðalheiður Guðjóns-
dóttir sem tók við stjórn liðsins úr
höndum Ragnheiðar og er því önn-
ur stelpan sem stýrir þessi stóra
verkefni.
Fordómar ekki til hér heima
Strákar hafa í miklum meirihluta
sótt í verkfræðinám í gegnum tíð-
ina og áhugi á bílum liggur oftast
nær hjá strákum en stelpum.
Fundu þið fyrir einhverjum for-
dómum eða erfiðleikum í starfi
ykkar sem liðsstjóri, vegna þess að
þið eruð stelpur? „Hér heima – alls
engum. Sama hvort um var að
ræða aðra liðsmenn, fræðimenn,
Háskóla Íslands eða fólk úr at-
vinnulífinu, öll mín samskipti voru
mjög eðlileg og fagleg. Litið var á
mig sem liðsstjóra að sinna sínu
verkefni af krafti og aldrei var ég
minnt á það að ég væri stelpa í
stjórnunarhlutverki, eða varð fyrir
fordómum. Þegar komið var út í
keppnina sjálfa voru keppnishald-
arar, dómarar og fleiri forsvars-
menn mjög kurteisir og ég get ekki
sagt að ég hafi fundið fyrir óþæg-
indum í mínum samskiptum við
þau. Mögulega hefur þar haft áhrif
að forsvarmaður keppninnar er
hörkudugleg kona. Þetta breyttist
hins vegar örlítið þegar kom að
öðrum keppendum. Tæknilegum
spurningum var t.d. frekar beint að
strákunum í liðinu þó ég sæti sjálf
fyrir svörum og hefði jafnvel nýlok-
ið flóknum útskýringum,“ segir
Ragnheiður. Glasið er hins vegar
alltaf hálffullt hjá Ragnheiði og í
mesta mótlætinu sér hún ljósu
punktana í lífinu. „Það sem stendur
helst upp úr er stundin sem ég átt-
aði mig á því hversu frábærir ís-
lenskir karlmenn eru. Eftir að hafa
lent 9 sætum ofar í keppni í við-
skiptakynningu á bílnum okkar en
sigurvegararnir frá árinu á undan
hafði fyrrverandi liðsfélagi sig-
urliðsins frá 2012 það á orði við
mig að ástæðan fyrir dræmum ár-
angri þeirra í ár væri að þeir töp-
uðu alltaf fyrir ljóshærðum stelp-
um. Þá varð ég mjög stolt af
íslenskum karlmönnum, sem hefðu
aldrei látið svona lagað út úr sér.“
Aðalheiður hefur enn ekki farið
út til keppni sem liðsstjóri þó hún
hafi verið hluti af liðinu í fyrra en
hún segir engin merki þess hér
heima að komið sé öðruvísi fram
við hana en stráka í liðinu. „Nærri
því 25 prósent af liðinu eru stelpur
og það góða við keppnina er að þú
þarft ekki að hafa mikinn áhuga á
bílum til að taka þátt. Þá er það
ekki endilega þannig að allir strák-
arnir í liðinu séu miklir bíladellu-
kallar. Þetta er fyrst og fremst
verkfræðileg keppni þar sem reynir
á marga þætti í hönnun og þróun
bíls.“
Breytt viðhorf til
háskólanáms
Eru viðhorf til tækni og vísinda að
breytast hjá stelpum? „Það eru enn
fleiri strákar en á flestum verk-
fræðibrautum háskólans en stelpur.
Þó er það svo að í iðnaðar- og
byggingarverkfræðinni hefur stelp-
um fjölgað hratt á undanförnum
árum og ég held að hlutföllin séu
nokkuð jöfn þar. Þá er það helst
rafmagns- og tölvuverkfræðin sem
stelpur sækja bara alls ekki,“ segir
Aðalheiður en hún er ekki í nokkr-
um vafa um að stelpur eigi eftir að
sækja inn á þau svið verkfræðinnar
einnig þegar fram líða stundir.
„Sjálf er ég að læra vélaverkfræði
og valdi hana fyrst og fremst
vegna þess að ég hef alltaf haft
áhuga á stærðfræði og mér hugn-
aðist verkfræðinámið frekar en að
læra hreina stærðfræði. Strákarnir
eru fleiri í vélaverkfræðinni en þeir
eiga sér líka fleiri fyrirmyndir í
tækniheiminum en konum er að
fjölga hratt þar og við eigum eftir
að sjá fleiri stelpur sækja í þessi
fög eins og önnur í háskólanum.“
Ragnheiður tekur undir með Að-
alheiði og segir tíðarandann hafa
breyst. „Eflaust hefur alltaf verið
mikill áhugi hjá stelpum á að læra
verkfræði en kannski hefur hún
ekki alltaf verið talin nám fyrir
konur, þ.e. ekki nægilega kvenlegt.
Eins skiptir hvatning miklu máli en
ég er ekki í nokkrum vafa um að
kynslóð foreldra minna hefur verið
miklu duglegri að hvetja sín börn,
stráka og stelpur, að sækja sér
menntun á því sviði þar sem áhug-
inn liggur. Heima á Íslandi hef ég
aldrei fundið fyrir neinu öðru við-
horfi en að við séum öll jafningjar í
náminu,“ en Ragnheiður stundar
nú verkfræðinám við einn besta
tækniháskóla í Evrópu, Technische
Universität München, í Þýskalandi.
„Í náminu úti er ég reglulega
minnt á að ég sé hluti af þessum 1
prósent minnihlutahóp, sem eru
stelpur í verkfræði. Margir gera í
því að reyna að núa mér því um
nasir að ég hljóti að fá vinnu vegna
þess eins að ég sé stelpa í stétt
sem í eru að mestu karlmenn. Eins
og ég þurfi þá ekki að leggja jafn
mikið á mig og aðrir í náminu eða
sé ekki jafn greind. Stundum heyri
ég það líka frá strákum, sem ekki
eru í verkfræðinámi hér við skól-
ann, að „Sæt og ljóshærð stelpa
eigi ekkert erindi í verkfræði“.
Þetta hefur oft farið í taugarnar á
mér og ég hika þá ekki við að sýna
slíkum einstaklingum hvað býr í
ljóshærðu stelpunni frá Íslandi og
læt menn heyra það og bendi á
hvað orð þeirra og athafnir í raun
og veru þýða. Á slíkum stundum er
gott að vita af öllu því góða og
breiða baklandi sem ég á heima
fyrir.
Spennandi tími framundan
Það eru spennandi tímar fram-
undan hjá bæði Ragnheiði og Að-
alheiði. Formula Student lið Há-
skóla Íslands, TeamSpark, fer út
til keppni í júlí með nýjan og bætt-
an bíl og Aðalheiður segir liðið
ætla að ná enn lengra í ár. „Við er-
um vakin og sofin yfir keppninni
og bíllinn í ár er þriðjungi léttari
en bílinn í fyrra, þrisvar sinnum
aflmeiri og sjö sinnum meiri
spenna á honum. Við höfum því
sett okkur stór markmið en liðið
vinnur vel saman og allir eru ein-
beittir að því að ná settum mark-
miðum,“ segir Aðalheiður en hún
hefur í nægu að snúast þessa dag-
ana því ásamt því að stýra heilu
keppnisliði starfar hún á verk-
fræðistofunni EFLU og stefnir óð-
um á að verða ein af fyrirmyndum
íslenskra kvenna í verkfræðistétt-
inni.
Ragnheiður situr ekki heldur
auðum höndum enda að útskrifast
úr iðnaðarverkfræði í dag og á
fullu að marka stefnuna fyrir fram-
tíðina. „Eins og er, þá er ég að
vinna í umsóknum fyrir störf í
Þýskalandi fyrir haustið. Stefnan
er að gefa skólanum smá frí og
vinna sem starfsnemi í eitt ár en
að því loknu mun ég stunda frek-
ara nám. Hvar í heiminum það
mun gerast veit ég ekki enda eru
mér allir vegir færir, líkt og hverri
annarri stelpu eða strák sem þorir
að elta drauma sína.“
Sækja
óhræddar inn
í karlastétt
AÐALHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR OG RAGNHEIÐUR
BJÖRK HALLDÓRSDÓTTIR HAFA BÁÐAR STÝRT
ÍSLENSKU FORMÚLULIÐI OG ERU MEÐAL FJÖLDA
ÍSLENSKRA KVENNA Í VERKFRÆÐINÁMI.
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is
Tvær stelpur hafa stýrt TeamSpark liði Háskóla Íslands í hinni alþjóðlegu Formula Student keppni þó strákar hafi oftast
nær meiri áhuga á bílum. Stelpurnar eru komnar til að vera í tækni- og verkfræðigreinum á Íslandi.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Aðalheiður Guðjónsdóttir tók við liðstjórn af Ragnheiði
og stefnir enn lengra með keppnislið Háskóla Íslands.
Morgunblaðið/RAX
Iðnaðarverkfræðingurinn Ragnheiður Björk Halldórs-
dóttir stýrði keppnisliði HÍ til sigurs í fyrra.
Morgunblaðið/Kristinn
* Í náminu úti er ég reglulega minnt áað ég sé hluti af þessum 1 % minni-hlutahóp, sem eru stelpur í verkfræði.
Margir gera í því að reyna að núa mér því
um nasir að ég hljóti að fá vinnu vegna
þess eins að ég sé stelpa karlastétt.