Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Síða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Síða 49
Soffía þær Sólveigu Matthildi og Margréti Rósu. „Nei, fólk nennir því náttúrlega ekki. Ég þoli það ekki,“ svarar Sólveig Matthildur gremjulega. „Ég er búin að vera að leita að húsnæði síðan ég var að verða átján ára. Fyrir tveimur árum fann ég húsnæði á bak við leikhúsið á Snorrabraut. Við vorum komin þar nokkur saman, ætluðum að stofna lista- smiðju og tónleikastað. Svo kom einhver skrifstofa og tók yfir allt saman,“ bætir hún við. Grandi berst í tal sem mögulegur grundvöllur slíkrar starfsemi. Sólveig slær á tillöguna með þeirri röksemdafærslu að allt sem sé laust þar sé meira en þúsund fer- metrar. Í nokkrar sekúndur sitja allir þrír meðlimir Kælunnar í þungum þönkum og velta fyrir sér mögulegum tónleikastöðum. Það eina sem heyrist er snarkið í nær upp- sognum sígarettunum. Fáránlegar kynjanir Þrímenningarnir sammælast því næst um það að þær þoli ekki að vera kallaðar stúlknahljómsveit. „Ég hugsa aldrei um okkur sem þrjár stelpur í hljómsveit. Fólk nefnir það oft við okkur að það sé eitthvað sérstakt að við séum þrjár stelpur að spila pönkmúsík, ég hef aldrei áttað mig almennilega á því. Mér finnst orðið stúlknasveit líka vera eitthvað lítillækkandi. Eins og við séum einhverjar litlar stúlkur sem vita ekki neitt,“ segir Margrét Rósa. „Stúlknasveitin Kælan Mikla og piltasveit- in Muck. Það er fáránlegt,“ bætir Laufey Soffía við. Undirritaður strokar laumulega út nokkrar spurningar sem innihalda orðið stúlknasveit. „Áhugi minn á raftónlist, hljóðgervlum og fleiru er að aukast mikið núna og ég hef fundið svolítið fyrir þessu í tengslum við það. Það er samfélag á netinu sem ræðir um þessa hluti og deilir slíkum græjum. Um daginn vantaði mig til að mynda mixer, eða hljóðblandara. Einu viðbrögðin sem ég fékk voru frá einhverjum gaur sem póstaði mynd af matarmixer. Öllum fannst það voða fyndið og enginn vildi hjálpa mér að verða mér úti um tækið. Ég varð brjáluð,“ segir Sólveig Matthildur og allir viðstaddir fussa í kór. Laufey Soffía skýtur því þó inn í að stærsti hlustendahópur Kælunnar sé strák- ar, í það minnsta samkvæmt fésbókarsíðu sveitarinnar. Ófínar og ópússaðar konur Sviðsframkoma Kælunnar hefur vakið at- hygli en sveitin svífst oft einskis þegar kemur að því að vekja viðbrögð áhorfenda sinna. „Við köstuðum blóðugum túrtöppum í áherfendahópinn á Eistnaflugi í fyrra,“ seg- ir Margrét Rósa en tekur það þó fram að ekki hafi verið um alvöru blóð að ræða. „Þetta snýst bara svolítið um að taka eitt- hvað sem fólki finnst óþægilegt og troða því framan í það til að vekja áhuga og viðbrögð, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð. Mér finnst í raun skemmtilegra þegar fólk verður hneykslað og reitt,“ bætir hún við. „Athugasemdirnar sem sveitin hefur feng- ið á netinu eru til að mynda mjög fyndnar. Það er svo margt fólk sem hatar okkur,“ segir Laufey Soffía. „Við erum að spá í að nota einhver af þessum kommentum utan á plötuumslagið hjá okkur. Setja athugasemdirnar í gæsa- lappir og notendanöfnin við hliðina á,“ segir Sólveig Matthildur kímin. Að sögn þrímenn- inganna er von á breiðskífunni fyrir jól, bæði í vínyl- og geisladisksformi. „Við erum að taka breiðskífuna upp með Alison í Kimono, erum búnar að vera að því í næstum því ár,“ segir Sólveig Matthildur. „Maður þarf bara að drulla þessu út. Ef maður dettur í það að fínpússa hluti of mik- ið þá er það bara endalaus vítahringur. Maður sér alltaf eitthvað sem maður getur lagað,“ segir Laufey Soffía. „Það hentar Kælunni heldur ekki að vera fínpússaðar. Við erum mjög ófínar og ópúss- aðar konur,“ segir Margrét Rósa hreinskilin og lýkur þar með spjallinu – enda bjór- og sígarettubirgðirnar búnar. Morgunblaðið/Styrmir Kári 21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Anna Jónsdóttir sópran hefur í Akranesvita í kvöld, laugardag, kl. 23.55 tónleika- ferðalag sitt um Ísland undir yfirskriftinni Uppi og niðri og þar í miðju. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög sungin án undirleiks. Tónleik- arnir verða haldnir á óvenjulegum stöðum, s.s. í hellum og í lýsistanki. 2 Fyrstu fimm konurnar sem kjörnar voru á Alþingi Ís- lendinga eru viðfangsefni sögugöngu um miðborg Reykjavíkur í dag, laugardag, kl. 14 og mánudag 6. júlí kl. 20. Sögukonur í göngunni eru þær Eyrún Ingadótt- ir sagnfræðingur og Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðl- ari. 4 Litla Álfahátíðin verður hald- in í Hellisgerði í dag, laugar- dag, milli kl. 14 og 16. Allur tónlistarflutningur verður í höndum kvenna sem allar nota sér- stök hljóðfæri, þeirra á meðal er Bergljót Arnalds sem notar eigin hjartslátt. Aðgangur er ókeypis. 5 Birgitta Spur veitir leið- sögn um sýninguna Samspil - Sigurjón Ólafsson & Finn Juhl – Hugarflug milli högg- myndar og hönnunar á morgun, sunnudag, kl. 15 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Á báðum hæðum safnsins hefur verið stillt saman verkum eftir Sigurjón og húsgögnum Juhls, frá þeim tíma í Danmörku þegar þeir voru samstiga og Juhl valdi fyrir heim- ili sitt og teiknistofu verk Sigurjóns. 3 Sýningarstjórarnir Áslaug Íris Friðjónsdóttir og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir ræða á morgun, sunnudag, kl. 15 við safngesti um sýninguna Enginn staður sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnar- borgar. MÆLT MEÐ 1

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.