Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 4
Rúmur milljarður króna af skuldum Árvakurs við Íslandsbanka verður af- skrifaður við kaup eignarhaldsfélags- ins Þórsmerkur á Morgunblaðinu, samkvæmt heimildum DV. Ekki náð- ist að fá eins mikið af nýju hlutafé inn í félagið og reiknað var með þegar gengið var frá kaupum Þórsmerkur á Árvakri. Árvakur skuldar nú um fimm millj- arða króna. Félagið skuldar Íslands- banka um fjóra milljarða en Lands- bankanum einn. Í lok nóvember skuldaði Árvakur um fjóran og hálfan miljarð og gaf Nýi Glitnir það út að ef forsvarsmönnum Árvakurs tækist að koma með einn milljarð af nýju hlutafé inn í félagið myndi bankinn afskrifa einn milljarð króna af skuldum félagsins. Á með- an forsvarsmenn Árvakurs leituðu að nýjum fjárfestum til að koma inn í fé- lagið var það rekið á 500 milljón króna lánsfé frá bankanum. Á móti því kem- ur að stærstur hluti lánanna er í er- lendri mynt og hefur því lækkað með styrkingu krónunnar undanfarið. For- svarsmönnum Árvakurs tókst ekki að endurfjármagna Árvakur og því var fé- lagið tekið til sölumeðferðar hjá Nýja Glitni í lok janúar. Vegna þess að skuldir Árvakurs hafa aukist á þeim mánuðum sem það hefur tekið að finna nýja hluthafa til að koma að félaginu má reikna með að skuldaafskriftirnar verði meiri en gert var ráð fyrir í nóvember auk þess sem fjárfestarnir munu leggja lægri upphæð en milljarð króna inn í félag- ið, samkvæmt heimildum DV. Engar mannabreytingar Óskar Magnússon, lögmaður og eig- andi Þórsmerkur ehf. sem keypt hefur Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, segir aðspurður að hann hafi ekki far- ið fram á neinar skuldaafskrftir frá Ís- landsbanka. Hann segir að Þórsmörk hafi tekið yfir skuldir Árvakurs og að Íslandsbanki þurfi að ákveða hversu mikið af skuldum fyrirtækisins verði afskrifað. Óskar segir að fyrirtækið hyggi ekki á mannabreytingar á Morgunblaðinu. „Við höfum engin áform um manna- breytingar á Morgunblaðinu,“ segir Óskar. Aðspurður hvort Davíð Odds- son muni taka við ritstjórastólnum segir Óskar. „Hann yrði örugglega mjög góður ritstjóri.“ Samkvæmt heimildum DV er Ólaf- ur Stephensen, ritstjóri Morgunblaðs- ins, ánægður með nýju hluthafana í Árvakri og að óvissunni um fram- tíð félagsins hafi nú verið eytt. Vel fer á með Ólafi og Óskari Magnússyni, samkvæmt heimildum DV, og mun Ólafur ekki hafa áhyggjur af því að hann missi ritstjórastarfið þó að nýir eigendur hafi eignast Árvakur. Náinn kjarna Sjálfstæðisflokksins Einn af heimildarmönnum DV segir að þó að ekki sé mikið vitað um flokks- pólitíska stöðu allra nýju hluthafanna í Morgunblaðinu hafi sumir þeirra verið tengdir við Sjálfstæðisflokkinn í gegnum tíðina. „Gísli Baldur Garð- arsson er til að mynda mjög náinn kjarna Sjálfstæðisflokksins,“ segir einn af heimildarmönnum DV. Gísli var meðal annars skipaður formaður landskjörstjórnar í forsæt- isráðherratíð af Geir H. Haarde í for- sætisráðherratíð hans en sagði af sér í byrjun febrúar þegar rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardótt- ur tók við völd- um. Gísli Baldur er jafn- framt eigandi og stjórnar- for- maður Olís. Hann hefur í áraraðir verið lögmaður Þorsteins Más Bald- vinssonar og Samherja, en Þorsteinn er forstjóri Samherja og einn af nýju hluthöfunum í Árvakri. Eins var Þorgeir Baldursson, einn af nýju hluthöfunum, formaður fjár- málaráðs Sjálfstæðisflokksins á sín- um tíma líkt og kemur fram í bókinni Davíð Oddsson í myndum og máli. Í bókinni kemur fram að fjármála- ráð flokksins hafi gegnt mikilvægu hlutverki í sögu Sjálfstæðisflokks- ins. Þorgeir sat auk þess í bankaráði Landsbankans, ásamt meðal annars Kjartani Gunnarssyni, eftir einkavæð- ingu bankans árið 2002. Að lokum má geta þess að bæði Gísli Baldur og Gunnar Dungal, einn nýju hluthafanna, sátu í stjórn Heim- dallar á sínum tíma. Gunnlaugur Sævar og Kjartan bak við tjöldin Samkvæmt heimildum DV standa Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson lögmaður og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, einnig á bak við kaup Þórsmerkur á Árvakri. Gunnlaugur Sævar hefur lengi ver- ið einn helsti ráðgjafi og fjárhalds- maður Guðbjargar Matthías- dóttur sem er einn af nýju hluthöfunum í Árvakri. Guðbjörg er ekkja Sigurðar Einarssonar, stór- útgerðarmanns í Vestmannaeyj- um. Gunnlaug- ur, sem var einn af stofnendum Frjálshyggjufé- lagsins á sín- um tíma, varð til að mynda stjórnarformaður í Tryggingamiðstöðinni eftir að Guð- björg varð hluthafi í félaginu. Guð- björg var þá varaformaður trygginga- félagsins. Gunnlaugur var ávallt nefndur sem einn af fjárfestunum sem stæði með Óskari og Guðbjörgu um kaup- in á Árvakri. Samkvæmt heimildum DV var ákveðið að nafn Gunnlaugs Sævars yrði tekið út úr fjárfestahópn- um vegna þess að ekki þótti við hæfi að nafn hans væri þar, meðal annars sökum beinna tengsla hans við Dav- íð Oddsson, fráfarandi seðlabanka- stjóra og forsætisráðherra. „Það vek- ur athygli að nafn Gunnlaugs Sævars er ekki á listanum yfir nýju hluthafana þó að vitað sé að hann hafi verið með í kaupunum frá upphafi,“ segir einn heimildarmaður blaðsins. Annar heimildarmaður blaðsins segir að Gunnlaugur Sævar hafi ávallt verið í innsta hring Sjálfstæðisflokks- ins með Kjartani Gunnarssyni, Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og að hann hafi fengið hin ýmsu störf í gegnum tíðina vegna tengsla sinna við Davíð Oddsson. Óvissa meðal starfs- manna Moggans Nokkur óvissa ríkir meðal starfs- manna Morgunblaðsins um framtíð blaðsins eftir kaup Þórsmerkur á út- gáfufélaginu. Starfsmennirnir óttast töluvert að gerðar verði miklar breyt- ingar á ritstjórn og ritstjórnarstefnu blaðsins. Þeir segja að aldrei muni ganga að kúga ritstjórn blaðsins og að það muni aðeins skila sér í minnkandi trausti til Morgunblaðsins og fækkun áskrifenda. Starfsmennirnir eru þó ánægðir með að nýir hluthafar séu nú komnir að Árvakri því það eyði óvissunni sem ríkt hefur um framtíð félagsins á liðn- um mánuðum auk þess sem senni- lega verði auðveldara fyrir þá að fá útborgað á réttum tíma, en í desember fékk hluti starfs- mannanna ekki launin sín fyrr en um miðjan mán- uðinn. Föstudagur 27. Febrúar 20094 Fréttir Sandkorn n Hagfræðingurinn vaski Guð- mundur Ólafsson lék á als oddi í Iðnó um síðustu helgi þar sem sjötugsafmæli Jóns Baldvins Hannibalssonar var fagn- að með heilmiklu málþingi. Guð- mundur fagnaði þar áform- um Jóns Baldvins um að snúa aftur í stjórnmálin og sagði mikið ánægjuefni að fá til leiks sjötugan ungling ekki síst í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn hefði kosið að tefla fram þrítugu gamalmenni til formennsku í flokknum og átti þar við hinn ábúðarmikla Sigmund Davíð Gunnlaugsson. n Valgerður Sverrisdóttir, sem nú er á síðustu metrunum sem þingmaður Framsóknarflokks- ins, sendi tveimur fyrrverandi þingflokksfélögum sínum, þeim Bjarna Harðarsyni og Kristni H. Gunnarssyni, eitrað- ar sneið- ar á bloggi sínu í gær. Hún sagði þá eiga það sameigin- legt að hafa verið „tek- ið opnum örmum þegar þeir stigu inn fyrir þrösk- uldinn í þingflokki framsókn- armanna“. Þeirra eigin gjörðir hafi síðan komið þeim í þá stöðu „að þeim var ekki lengur sætt í þingflokknum og reyndar ekki heldur á Alþingi í tilfelli Bjarna Harðarsonar“. n Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þing- maður Sjálfstæðisflokksins, vandar verð- launa- blaða- manninum Sigurjóni M. Egils- syni ekki kveðjurn- ar á bloggi sínu og sakar Sigurjón um róg- burð. Björn segir Sigurjón hafa verið óþreytandi í að „afflytja“ störf hans sem dóms- og kirkju- málaráðherra og halda því áfram þótt hann sé farinn úr því embætti. Á vefsíðu sinni segir Sigurjón að Björn hefði gripið til þess ráðs að veikja efnahags- brotadeildina með niðurskurði. Hugsanlegir afbrotamenn geti því verið rólegir. Og þá segir hann nýráðinn sérstakan sak- sóknara enn hlusta á eigið berg- mál í tómum kontórnum. www.takk. is Kíktu á heimasíðuna okkar Rúmur milljarður króna af skuldum Árvakurs við Íslandsbanka verður afskrifaður við kaup Þórsmerkur á útgáfufélaginu, samkvæmt heimildum DV. Óskar Magnússon segir að Þórsmörk hyggi ekki á mannabreytingar á Morgunblaðinu. Hann segir að- spurður að Davíð Oddsson yrði örugglega mjög góður ritstjóri. Starfsfólk á Morg- unblaðinu óttast að róttækar breytingar verði gerðar á ritstjórn og ritstjórnarstefnu blaðsins. AFSKRIFA MEIRA EN EINN MILLJARÐ „Hann yrði örugglega mjög góður ritstjóri.“ Nýir hluthafar í Árvakri n Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður og stjórnarformaður í Olís n Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja n Gunnar B. Dungal, var aðaleigandi Pennans n Óskar Magnússon lögmaður n Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í grindavík n Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar sem á Odda n Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri samherja Nýir eigendur Morgunblaðsins starfsmenn á Morgunblaðinu hafa áhyggjur af því að nýir eigendur blaðsins hyggist leggja í róttækar breytingar á ritstjórn og ritstjórnarstefnu blaðs- ins. Myndin er tekin á ritstjórn Morgunblaðsins. Hyggja ekki á mannabreytingar Óskar Magnússon, eigandi eignarhaldsfélagsins Þórsmerkur, segir að fyrirtækið hyggi ekki á mannabreytingar á Morgunblaðinu. Ráðgjafi Guðbjargar gunnlaugur sævar gunnlaugsson er helsti ráðgjafi guðbjargar Matthíasdóttur og var í innsta hring sjálfstæðisflokksins á dögum davíðs. Hann kemur að kaup- um Þórsmerkur á Árvakri, samkvæmt heimildum dV. Með í kaupunum Kjartan gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri sjálf- stæðisflokksins, er einnig tengdur við kaupin á Árvakri samkvæmt heimildum dV. INGI F. VIlHjálMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.