Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 10
Föstudagur 27. Febrúar 200910 Helgarblað Gríðarleg eftirspurn er eftir vændi á vefnum einkamal.is. Blaðamaður DV bjó til auglýsingu á síðunni sem vændiskona og eftir einn sólarhring voru 110 einstaklingar búnir að bjóða í þjónustu hennar. Einn áhugasamur bað vændiskonuna um sérstakt krepputilboð á blíðu sinni. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir konur sem hafa verið í vændi vera fullar af skömm og sektarkennd. Vændiskona beðin um krepputilboð Blaðamaður DV auglýsti sig sem vændiskonu á einkamal.is í vik- unni. Blaðamaðurinn lýsti sér sem hárri, ljóshærðri stúlku sem væri í toppformi, alltaf í ræktinni og til í hvað sem er. Í lok auglýsingarinn- ar lét blaðamaður dollaramerki en samkvæmt heimildum DV er vændi auglýst á síðum sem þessum með því að hafa dollaramerki eða önn- ur merki erlendra gjaldmiðla í lýs- ingunni. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Eftir einn sólarhring á vefn- um hafði auglýsingin verið skoðuð rúmlega ellefu hundruð sinnum. 110 einstaklingar höfðu samband á þessum sólarhring og vildu kaupa blíðu vændiskonunnar. Prúttaði niður verð Langflestir sem svöruðu auglýs- ingu blaðamanns á einkamal. is voru karlmenn en einnig voru nokkur pör og örfáar stúlkur sem voru reiðbúnar að borga fyrir þjón- ustuna. Verðtilboðin voru allt frá tíu þúsund krónum og upp í 150 þúsund. Tilbúna vændiskonan vildi ekki taka minna en fimm- tán þúsund fyrir samfarir en einn áhugasamur ákvað þá að prútta í ljósi efnahagsástandsins í landinu: „já skal borga 10 þús fyrir það, hard times her nuna eins og þú veist - jú verður að vera allur pakkinn, það er kreppa come on ;).“ Augljóst var af svörunum að margir þeirra áhugasömu höfðu keypt sér þjónustu vændiskvenna áður og skildu hvað dollaramerkin þýddu: „Hæ er kk sem hefur áhuga að heira frá þér...ég sé að þú hefur sett merki við fyrir neðan texta...ég er til ekkert mál...látu heira frá þér.“ „Er með íbúð, hef í huga blauta kossa, sleikja og putta, fá tott, 69, ríða, ca 1 klst í rúminu, allt blítt og gott fyrir bæði, ertu sátt við 20Þ?“ „Hvað segir þú um einn og hálf- an tíma fyrir tuttugu?“ „Það fer auðvitað eftir hvað er í boði, hvað lengi, hvað má gera og hvernig þú lítur út :) við getum sagt að ég er ekki nískur :).“ „Ég er KK $$$ fyrir XXX ???“ Sjálfsfróun í beinni Blaðamaður fékk skilaboð á öll- um tímum sólarhringsins þar sem áhugasamir vildu hitta hann eins og skot og voru tilbúnir með reiðu- fé á sér. Sumir gáfu upp símanúmer og heimilisfang en öll samskipti til- búnu vændiskonunnar voru nafn- laus. Einn áhugasamur spjallaði við blaðamann í gegnum einkaspjall á vefnum og byrjaði spjallið með að spyrja hvort hún vildi sjá einn nítj- án sentímetra, með vísun í getn- aðarlim sinn. Þegar stutt var lið- ið á samtalið kveikti viðmælandi vændiskonunnar á vefmyndavél og sýndi henni getnaðarlim sinn í stutta stund. Undir lok samtals- ins kveikti viðmælandinn aftur á vefmyndavélinni en í þetta skipt- ið stundaði hann sjálfsfróun með annarri hendi á meðan hann pikk- aði inn skilaboð til vændiskonunn- ar með hinni. „Ertu til í að pynta mig?“ Mismunandi var hvers konar kyn- ferðislegri losun einstaklingarnir leituðu að: „Hvernig líst þér á að fara í ljósa- tíma með mér og hittast í sturtunni á eftir? g’ti það ekki verið spenn- andi?“ „Vilt þú setjast á andlit mitt í gallabuxum.“ „Okey gæti ég komið í nudd sem endar kannski bara með góðu totti og hvað myndi það kosta???“ „En bara i bilnum minum nuna...get hitt þig einhverrstaðar uti og þu tottar mig i bilnum.“ „Semsagt anal í boði og fullnæg- ing í munn og andlit í lagi?“ „Hefuru konur sem langar að horfa á “ „Ert þú kannski til í stolna stund eða stundir með giftum manni eins og mér ?“ „Ertu til í að pynta mig?“ „Ertu til í eitthvað gratt? $$“ Gríðarleg eftirspurn eftir vændi Í skilmálum einkamal.is segir að stranglega bannað sé að bjóða vöru eða þjónustu sem íslensk lög- gjöf bannar, til dæmis vændi, ólög- leg vímuefni og ólöglegt klámefni. Vefstjóri einkamal.is segir að aug- lýsingum vændiskvenna hafi fækk- að eftir háværar umræður í fjöl- miðlum um vændi. Hann segist þó taka eftir gríðarlegri eftirspurn eftir vændi. „Við tökum eftir að það vantar ekki eftirspurn eftir vændi en svona auglýsingar eru ekki leyfilegar eins og stendur í skilmálum okkar,“ seg- ir vefstjórinn en tveir til þrír starfs- menn vinna við það að taka út slík- ar auglýsingar. „Við förum yfir í kringum þrjá- tíu auglýsingar á dag. Við fáum líka tilkynningar frá notendum um auglýsingar sem gefa vændi til kynna og þá eru þær teknar út um leið. Það er alltaf eitthvað sem við finnum ekki en við náum að halda þessu að mestu hreinu. Svona aug- lýsingar eru mikill þyrnir í augum okkar fyrir útlit vefjarins og not- endur hans. Það er leiðinlegt að hafa endalausar vændisauglýsing- ar á vefnum því þetta er samfélag fyrir allt sem tengist samskiptum kynjanna.“ Eftir samtal blaðamanns við vefstjóra síðunnar var aðgangi að síðu tilbúnu vændiskonunnar lok- að. Auglýsingin var þá búin að vera inni á vefnum í þrjá daga. Vændiskonur fullar af skömm Viðbrögð við auglýsingu tilbúnu vændiskonunnar koma Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, ekki á óvart. „Út frá þeim sjónarhóli sem ég stend á finnst mér þetta mjög dap- urt en þetta kemur mér ekki á óvart. Við erum að vinna með konum í vændi og vitum hvaða afleiðing- ar það hefur á líðan þeirra. Konur, sem hafa komið til okkar og verið í vændi, hafa verið fullar af skömm og sektarkennd. Þær eru skelfingu lostnar við þá tilhugsun að ein- hver viti af iðju þeirra. Engin sem hefur leitað til okkar hefur fund- ið ánægju eða vellíðan í vændinu eins og goðsagnir um hinar ham- ingjusömu vændiskonur lýsa. Sú goðsögn er forsenda þess að karl- ar kaupi sér vændi. Þeir þurfa að fá firringu og það verður auðveldara ef því er alltaf haldið á lofti að þetta séu konur sem vaða í peningum og lifi í stöðugri kynferðislegri full- nægingu. Vændi hefur ekkert með þetta að gera þó að það séu dæmi um annað. Þau dæmi hafa ekki komið upp á borð hjá okkur né hjá systursamtökum okkar í löndun- um í kringum okkur,“ segir Guðrún en sterk tengsl eru á milli kynferð- isofbeldis og vændis. „Konur sem leiðast út í vændi eiga það sameiginlegt að hafa leiðst út í eitthvað sem þær hafa misst tökin á. Langflestar koma hingað vegna annars kynferðis- ofbeldis sem þær eru að vinna úr og sjá ekki tenginguna milli þess og vændis. Þau tengsl eru gífurlega sterk. Vímuefnaeysla og aðrir þættir spila líka inn í.“ Guðrún getur ekki svarað því hvort vændi hafi aukist þar sem það hefur ávallt verið vel fal- ið. „Við vitum ekkert hvort vændi hefur aukist því það er enginn sem hefur haft yfirsýn yfir það. Það hef- ur alltaf verið falið og verður að vera falið svo þeir sem kaupi geri það í skjóli. Vændi mun alltaf mara í kafi. Það er nógu sýnilegt til að kaup- endur fatti það en nógu falið til að þeir sem kaupa vændi geri það án þess að aðrir viti um. Viðskipta- leynd er forsenda fyrir blómstrandi vændi.“ lilja Katrín GunnarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „já skal borga 10 þús fyrir það, hard times her nuna eins og þú veist - jú verður að vera allur pakkinn, það er kreppa come on ;).“ Full af skömm og sekt- arkennd goðsögnin um hamingjusömu vændiskonuna á ekki við á Íslandi að sögn talskonu stígamóta. VErðSKrá SEm blaðamaður Fann á nEtinu: Munngælur 10.000 – allt að 20 mínútur. slökun og munngælur 15.000 – allt að 30 mínútur. samfarir 20.000 – allt að 40 mínútur. slökun, munngælur og samfarir 30.000 – allt að 60 mínútur. inni í þrjá daga auglýsingin frá tilbúnu vændiskonunni var tekin út eftir að blaðamaður hafði samband við vefstjóra einkamal. is. Þá hafði auglýsingin verið inni á vefnum í þrjá daga. Vændi veitir ekki vellíðan stígamót hafa aldrei tekið á móti konu sem hefur öðlast ánægju og vellíðan með því að stunda vændi að sögn guðrúnar Jónsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.