Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 16
Föstudagur 27. Febrúar 200916 Helgarblað Hópur sjálfstæðismanna sem kenndur hefur verið við tímarit- ið Eimreiðina náði forystu í Sjálf- stæðisflokknum undir lok níunda áratugs síðustu síðustu aldar við valdatöku Þorsteins Pálssonar og síðar Davíðs Oddssonar. Hópurinn hefur haldið völdum í Sjálfstæðis- flokknum æ síðan og verið valda- mikill á Íslandi í gegnum ríkis- stjórnir Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Atburðir síðustu ára og mán- aða hér á landi benda hins vegar til þess að valdatíma þessa áhrifa- mikla hóps sé senn á enda inn- an Sjálfstæðisflokksins og um leið í landinu. Með brotthvarfi Davíðs Oddssonar úr Seðlabankanum, hvarfi Geirs H. Haarde sem for- sætisráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins og einnig lokunum á valdatíð Kjartans Gunnarssonar sem framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins má segja að þrír helstu máttarstólparnir úr Eimreiðar- hópnum hafi misst bein völd sín á Íslandi. Nú kann að vera að með frá- hvarfi meðlima Eimreiðarhópsins úr valdastöðunum innan Sjálfstæð- isflokksins verði flokkurinn aftur að þeim hófsamari flokki sem hann var áður en hópurinn komst til valda innan hans en flokkurinn var meðal annars gagnrýndur fyrir það á sín- um að hafa lokað á mildari viðhorf innan Sjálfstæðisflokksins og sveigt stefnu flokksins í átt til aukinnar hægristefnu. Kannski má segja að hugmyndafræði Eimreiðarhópsins hafi beðið skipbrot í efnhagshrun- inu í haust og að Sjálfstæðisflokk- urinn þurfi að finna sér nýjan farveg, en það er skoðun Jóns Magnússonar sem telur að flokkurinn eigi að verða eins og hann var fyrir valdatöku Eimreiðarhópsins. Hverjir voru í Eimreiðarhópnum? Hópinn skipuðu meðal ann- ars Hannes Hólmsteinn Gissur- arson, prófessor í stjórn- málafræði, Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi for- sætisráðherra, Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. Einnig skipuðu hópinn Brynjólfur Bjarnason, sem var gerður að for- stjóra Símans á meðan hann var í ríkiseigu, Kjartan Gunnarsson fyrr- verandi framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins og Magnús Gunn- arsson, sem lét af störfum sem formaður bankaráðs Kaupþings fyrir í mánuðinum. Þór Witeh- ead, prófessor í sagnfræði og Birg- ir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra tilheyrðu einnig hópnum. Hópurinn hittist vikulega á skrif- stofu Magnússonar Gunnarsson- ar sem varð forstjóri Hafskips árið 1973 og síðar vikulega um margra ára skeið í svokölluðu turnherbergi á Hótel Borg, segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og Eimreiðarmað- ur, í grein í tímaritinu Vísbendingu frá árinu 2006. Hugmyndafræði Eimreiðarhópsins Hannes Hólmsteinn segir í samtali við DV að kjarni hugmyndafræði hópsins hafi verið dreifing valdsins til einstaklinganna, neytenda jafnt og framleiðenda, af því að þar hafi þekkingin legið, sérþekking hvers einstaklings. Hannes segir jafn- framt að hófleg íhaldssemi hafi fylgt hópnum. „Þetta var ekki bókstaf- strú, heldur vitund og vissa um það, að allt of mikið vald hefði safnast saman hjá misvitrum stjórnmála- mönnum, sem vissu ekki, hvernig þeir ættu að fara með það, svo að best væri að taka það af þeim og dreifa því til fólksins,“ segir Hann- es og bætir því við Eimreiðarmenn hafi verið hægri menn í þeim skiln- ingi að þeir hafi trúað á lága skatta og traustar varnir. Áhrif Eimreiðarhópsins Um áhrif Eimreiðarhóps- ins á opinbera umræðu á Íslandi segir Hannes. „Eimreiðarhópur- inn var snar þátt- ur í því, að hug- myndalegt forræði á Ís- landi fór frá vinstri mönnum til hægri manna á áttunda áratugnum. Þetta gerðist aðallega vegna þess, að í hópnum voru markvissir menn, sem höfðu skýrar hugmyndir um, hvað þeir vildu gera,“ segir Hannes. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Ís- lands, segir að Eimreiðarhópurinn hafi verið jaðarhópur á áttunda ára- tugnum sem hafi haft lítil áhrif og að mörgum í Sjálfstæðisflokknum hafi staðið ógn af hugmyndum hópsins. „Sumir Sjálfstæðismenn skömmuð- ust sín fyrir Hannes Hólmstein en hann var alger lykilmaður í því að halda þessum hópi gangandi,“ segir Guðmundur. Hann segir að í hópnum hafi þó ekki bara verið frjálshyggjumenn því þar hafi einnig verið gamaldags íhaldsmenn. „Davíð var svo lím- ið sem hélt hópnum saman. Hann náði að tengja þessa gamaldags sjálfstæðisflokksstefnu og nýfrjáls- hyggjuna sem smám saman renn- ur saman í einhverjum undarleg- um graut í Davíð. Davíð er þetta fenómen í þessu öllu saman því nýfrjálshyggjan hefur aldrei ver- ið stór hluti af hans málflutn- ingi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segist telja að Eimreiðarhópurinn hafi þó á endanum ekki náð völdum í flokknum út af eigin verðleik- um heldur vegna þess að þeir hafi verið réttir menn, með rétt- ar hugmyndir á réttum stað því á níunda áratugnum hafi pólit- ísk hugmyndafræði í hinum vest- ræna heimi farið að færast í auknum mæli til hægri með tilkomu Ronalds Reagans í Banda- ríkjun- um og Mar grétar Thatcher í Englandi og að Eimreiðarhópurinn hafi aðhyllst sambærilegar hugmyndir. „Þeir eru til staðar þegar öll heimsumræðan um stjórnmál breytist og þá kom tækifæri þeirra til að grípa völdin,“ segir Guðmundur. Þorsteinn stoltur af Eimreiðarhópnum Í viðtali við Stefni, tímarit um þjóð- mál sem Samband ungra sjálfstæð- ismanna gefur út, árið 2006 sagði Þorsteinn Pálsson að hann væri einna stoltastur af þáttöku sinni í Eimreiðarhópnum af því sem hann gerði á ferli sínum. „Ég held að það hafi verið skemmtilegast að vera hluti af hreyfingu ungra manna sem vildu nýja málefna- og hug- mynda- fræði- IngI F. VIlHjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is LEIÐARLOK EIMREIÐARHÓPSINS „Eimreiðarhópurinn var snar þáttur í því, að hugmyndalegt forræði á Íslandi fór frá vinstri mönnum til hægri manna á átt- unda áratugnum.“ Valdatíð Eimreiðarhópsins, sem ráðið hef- ur lögum og lofum í Sjálfstæðisflokknum og landinu síðastliðin tuttugu ár, er lokið með fráhvarfi Davíðs oddssonar, geirs H. Haarde og Kjartans gunnarssonar úr valdastöðum. Hannes Hólmsteinn gissurarson segir að Eimreiðarhóp- urinn hafi átt þátt í því að hugmynda- fræðilegt forræði á Íslandi hafi farið frá vinstrimönnum yfir til hægri manna á áttunda áratugnum. jón magnússon yf- irgaf Sjálfstæðisflokkinn eftir valdatöku Eimreiðarmanna en er nú genginn aftur í flokkinn. Jón bindur vonir við að flokk- urinn verði aftur eins og hann var fyrir frjálshyggjuvæðinguna. Eimreiðarklíkan allsráðandi Pressan birti viðtal við Jón Magnússon, þáverandi og núverandi þingmann sjálfstæðisflokks- ins, árið 1989 þar sem hann sagði að eimreiðarklíkan væri orðin allsráðandi innan flokksins. Pófessorinn og hugmyndafræðingurinn Hannes Hólm- steinn gissurarson segir að eimreiðarhópurinn hafi átt snaran þátt í því að hugmyndafræðilegt forræði hafi farið frá vinstri mönnum yfir til hægri manna á áttunda áratug síðustu aldar. Frá frjálshyggju til stjórnlyndis Jónas Kristjánsson ritstjóri taldi að eimreiðarmenn hefðu með tímanum vikið frá frjálshyggjuhugmyndum sínum og yfir til stjórnlyndis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.