Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 24
Föstudagur 27. Febrúar 200924 Helgarblað Eitís-hittarinn Can’t Walk Away gerði hann að stjörnu fyrir 24 árum. Lagið hefur lifað góðu lífi síðan þá og nú nýlega tók það á sig nýja mynd er remix af laginu var spilað í dansþættinum Party Zone á Rás 2. Herbert Guðmundsson hefur ver- ið meira í fjölmiðlum vegna málaferla en tónlistarferilsins. En Herbert hefur staðið í málaferlum við nágranna sína vegna greiðslu á þakviðgerðum sem staðið hafa yfir í rúm fimm ár. Málið fór fyrir dóm á síðasta ári og Herbert og eiginkona hans, Svala Jóhannes- dóttir, töpuðu dómsmálinu sem nú hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Tekist á um þakið „Þetta er mikil sorg og hefur þetta mál legið yfir okkur eins og mara,“ viðurkennir Herbert sem tók allt húsið í gegn á sínum tíma og þar á meðal þakið. „Við flytjum inn 1992 og þá stendur í kaupsamningi okk- ar að það þurfi að klára að ganga frá þakinu. Hver byggði fyrir sig í þess- ari raðhúsalengju á sínum tíma. Ég og einn nágranni minn erum með steypt þök á meðan hinir eru með timburþök,“ segir Herbert æstur. Ekki fer á milli mála að málaferlin hafa tekið sinn toll af fjölskyldunni við Prestbakkann í Breiðholtinu. „Við sáum strax ástandið á hin- um húsþökunum þegar við fluttum inn. Svo líða sextán ár og nágrannar mínir stofna húsfélag. Fyrst átti hver og einn að sjá um sitt þak sjálfur en svo virðist verða einhver breyting þar á því þau stofna húsfélag.“ Ekki leið á löngu uns Herbert fékk greiðsluseðil í gegnum lúg- una upp á fimmtíu þúsund krónur á mánuði. „Við mættum á alla hús- fundi og mótmæltum en allt kom fyrir ekki. Greiðsluseðlanir heldu áfram að streyma inn,“ útskýrir Herbert og bætir við: „Síðan stefn- ir húsfélagið okkur út af rúmum 700 þúsund krónum. Skussarnir eru að ráðast á okkur fyrir að hafa gert við þakið okkar.“ Hebert réð til sín lögmann og dómskvaddan mats- mannn sem kvað á um að húsþakið á heimili Herberts sé í fínu standi. „Þá hækkar húsfélagið greiðsl- urnar úr fimmtíu þúsundum í hálfa milljón á mánuði,“ segir hann furðu lostinn. Þannig hélt það áfram í rúmt hálft ár þangað til greiðslubyrðin var lækkuð um 150 þúsund krónur eða niður í 350 þúsund krónur á mánuði. Úrskurðarnefnd fjöleignar- húsalaganna gaf út þann útskurð að húsfélagið væri í fullum rétti. „Þetta er andlegt og fjárhagslegt ofbeldi í meirihlutavaldi. Hver getur borgað hálfa milljón á mán- uði ofan á allt annað? Af hverju var ekki tekið lán eins og gert er í blokkum fyrst raðhúsið okkar er blokk í skilningi laganna sem dreift er á næstu árin í viðráðanlegum greiðslum?“ spyr Herbert. „Eignarrétturinn er friðhelgur,“ segir hann og bætir við: „Þetta er eina raðhúsalengjan hérna í Bökk- unum þar sem rekið er húsfélag. Ég var búinn að koma mér upp fallegu heimili og út af því að aðr- ir hafa trassað viðgerðir á sínum heimilum á ég að líða fyrir það.“ Herbert segir málið, sem von- andi verður tekið upp í Hæstarétti Ekki er til sá Íslendingur sem ekki þekkir lagið Can’t Walk Away sem Herbert Guðmunds- son gerði frægt fyrir 24 árum. Síð- an þá hefur hann komið víða við sem tónlistarmaður og bóksali, eiginmaður og faðir. Fyrir tæpum tveimur árum stóð hann á krossgötum í lífinu. Hann varð að gera drastískar breytingar því sukkið og egóið stjórnuðu lífi hans. Hann segist lifa góðu lífi í dag þrátt fyrir harða baráttu við nágranna sína vegna greiðslu á þak- viðgerðum og skilnaðar en eiginkona hans til 21 árs fór frá honum á haust- mánuðum síðasta árs. EIGINKONAN LABBAÐI BARA ÚT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.