Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 30
föstudagur 27. febrúar 200930 menningarverðlaun DV NefNdiN Þórdís gísladóttir íslenskufræðingur, formaður gauti Kristmannsson dósent Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingurBókmenntir NefNdiN illugi Jökulsson, formaður ragnheiður gyða Jónsdóttir stúdent og ritstjóri viðar Hreinsson magister í bókmenntafræði og framkvæmdastjóri Reykjavíkur- akademíunnar Fræði Afbragðsgóð ljóðabók sem rænir lesendum og neyðir þá til að skoða fegurðina með nýjum augum og flysja allar klisjur utan af hefðbundnum hug- myndum um hana. Um leið þurfum við að skoða okkur gagnrýnum augum í mörgum þeirra spéspegla sem Kristín heldur uppi fyrir lesendur sína – spegla sem sýna þeim fegurð þeirra sjálfra í nýju ljósi hverju sinni. Óhugnanleg hrollvekja um mannfyrirlitningu og misbeitingu valds gegn konum eða hverjum þeim sem er í þeirri aðstöðu að vera undir hæl þeirra sem hafa takmarkalaust vald yfir öðrum í krafti fjár- magns og þekkingar; samtímasaga sem ýtir við lesendum og vekur þá til umhugsunar. Stíll og frásagnartækni njóta sín til fulls í óvenjulegri skáldsögu eftir einn af áhugaverðustu höf- undum Íslendinga nú um stundir. Sjáðu fegurð þína eftir Kristínu Ómarsdóttur Konur eftir Steinar Braga Þessi litla bók sem samt er „allt í senn ævisaga, ferða- saga, hugmyndasaga, trúarrit, heimspekirit, ádeila, upphrópun, ákall og uppgjöf“ birtist hér í afbragðs- þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Formið nýtur sín vel, bæði prósi og bundið mál, í þessu sérstæða verki sem þýðandinn setur í samhengi í athyglisverðum eftirmála um bókmennta- verk sem skipti sköpum í bókmenntasögu Evrópu. Árstíð í helvíti eftir arthur rimbaud í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar Rán er margbrotin og fögur skáldsaga um sorg, missi og sannleikann sem sérhver manneskja þarf að horfast í augu við þegar líða fer á ævina. Álfrún fléttar af listfengi saman ólíkum tímaskeiðum og í töfrandi lýsingum verður Barcelona-borg lesendum jafnvel ívið nálægari en Ísland. Rán er einnig margþætt átakasaga þar sem pólitísk átök, listin og örlög persóna kallast á. Aðal- söguhetjan er mannleg og um margt mótsagnakennd; djúp og eftirminnileg persóna sem öðlast verðugan sess í hjörtum lesenda. rán eftir Álfrúnu gunnlaugsdóttur Hjörleifur Sveinbjörnsson hefur með þýðingu sinni á sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar gefið löndum sínum stóra gjöf, sem við höfum fram að þessu ekki haft aðgang að á íslensku. Sögurnar eru sumar sprenghlægilegar og í annan tíma hræðilega sorglegar, en stundum hvort tveggja í senn. Ekki spillir afbragðsþekking Hjörleifs á efninu, sem hann í inngangi og formál- um miðlar af örlæti. Apakóngur á Silkiveginum er glæsileg bók að utan jafnt sem innan. í þýðingu Hjörleifs Sveinbjörnssonar apakóngur á Silkiveginum Í þessari bók eru rakin þau vísindi sem liggja að baki hinu mikilvæga efni sem bókin fjall- ar um. Því er sérstaklega lýst hvað telst vera öruggt í fræðum þessum og hvað er enn háð óvissu. Leitast er við að skýra hverjar afleiðingar loftslagsbreytinga gætu orðið og hvaða við- brögð þarf til að sporna gegn þeim. Halldór Björnsson Þetta er ævisaga Gríms Jónssonar sem var einn æðsti valdamaður landsins á ofanverðri 18. öld. Hann var mótsagnakenndur maður, dyggur konungsmaður og hafði fyrirlitningu á sjálfstæðistilburðum landa sinna en leitaðist við að efla öll framfaramál. Bókin er sérlega fróðleg og um leið afar glæsilega skrifuð. Kristmundur Bjarnason – fyrir bókina amtmaðurinn á einbúasetrinu; Forlagið 2008 Fjölmargar greinar Þorvaldar í dagblöðum skulu hér sérstaklega nefndar en þar hefur hon- um auðnast að gera flókin viðfangsefni skiljanleg leikmönnum. Þá er nú ljóst að ef stjórn- völd hefðu farið að ráðum Þorvaldar undanfarin ár hefði það getað breytt miklu í því efna- hagshruni sem Ísland þarf nú að þola. Þorvaldur gylfason – prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál á síðustu áratugum Guðmundur fjallar um hugmyndir manna um eðli lífsins og uppruna þess allt frá steinöld og fram á okkar daga. Ítarlega er greint frá nýjustu kenningum um uppruna lífsins. Þrátt fyrir að hafa að geyma mikinn fróðleik er bókin einstaklega læsileg og aðgengileg öllum almenningi. – fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, fyrir bókina leitin að uppruna lífs: líf á jörð, líf í al- heimi; Bjartur 2008 Þórður var uppi á 17. öld og rit hans var á sinn hátt brautryðjandaverk í ættfræði Íslendinga. Guðrún Ása hefur unnið þrekvirki með því að búa verkið til prentunar og skrifar sjálf margt í kringum það. Þetta er margra ára eljuverk unnið fjarri öllu dægurþrasi og varpar skýru ljósi á mikilvægan þátt í menningarsögu þjóðarinnar. – sérfræðingur á Stofnun Árna magnússonar í íslenskum fræð- um, fyrir ritstjórn og útgáfu bókarinnar Ættartölusafnrit séra Þórðar í Hítardal i-ii; St.Á.m. 2008 guðrún Ása grímsdóttir guðmundur eggertsson – sérfræðingur á veðurstofu Íslands, fyrir bókina gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar; Hið íslenska bókmenntafélag 2008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.