Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 34
föstudagur 27. febrúar 200934 menningarverðlaun DV NefNdiN Jón viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands og gagnrýnandi DV (formaður) Benóný Ægisson, leikskáld Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá Reykjavíkurborg leiklist Leiktexti Sigurðar Pálssonar veitir leikstjóra óvenju mikið svigrúm til listrænnar úrvinnslu sem hér er nýtt á hugmyndaríkan og smekklegan hátt. Fjórir af fremstu leikurum Þjóðleik- hússins feta sig lipurlega eftir óræðum mörkum húmors og ískyggileika í anda absúrdism- ans. Það er sjaldgæft að unnið sé með rýmið, sem er ýmist galopið eða harðlæst, af slíkri yfirvegun í íslensku leikhúsi. Þjóðleikhúsið. leikstjórn á utan gátta eftir Sigurð Pálsson Kristín Jóhannesdóttir Sextíu og fjögur ár eru senn liðin frá því að Gunnar Eyjólfsson steig í fyrsta skipti á leik- svið. Hann komst brátt í raðir fremstu leik- ara okkar og hefur verið þar æ síðan. Ólíkt flestum starfsbræðrum sínum sem minnka við sig eða setjast í helgan stein þegar árin færast yfir, hefur Gunnar sýnt og sannað að alltaf er hægt að vera ungur í listinni. Síð- asta leikafrek hans er Jónatan, strandkapt- einninn í Hart í bak Jökuls Jakobssonar sem hann dregur upp átakanlega og áhrifamikla mynd af. Þjóðleikhúsið. Jónatan í Hart í bak gunnar eyjólfsson Brynhildur hefur ákveðna skoðun á tilurð Sonatorreks, frægasta ljóðs Egils Skallagríms- sonar, sem hún tengir við kynni hans af ambáttinni Þorgerði Brák, en frá henni er sagt í nokkrum línum í Egils sögu. Hún lýsir þeirri skoðun í lifandi samspili við áhorfendur sem hún stýrir sjálf á hverri sýningu af fullkomnu öryggi. Einstaklega vel heppnuð tilraun til að varpa nýju ljósi á gamalt söguefni og skálda í eyðurnar. Landnámssetrið í Borgarnesi. leikur og handrit að Brák Brynhildur guðjónsdóttir Dubbeldusch er frumraun Björns Hlyns sem leikritaskálds. Þetta er sorgleg kómedía um þá tvöfeldni sem getur orðið í lífi fólks ef ekki er gætt að heiðarleika í samskiptum og sam- böndum. Þó að sagan komi ekki á óvart tekst að halda athygli áhorfenda frá upphafi til enda og eiga vel skrifuð og víða hnyttilega orðuð samtöl sinn þátt í því. Frammistaða leikhópsins undir stjórn höfundar er pottþétt. Leikfélag Akureyrar. leikstjórn og handrit að Dubbeldusch Björn Hlynur Haraldsson Íslenskar leikgerðir hafa oftar en ekki verið lítið annað en uppskriftir að samtölum skáld- sagnanna. Steinar í djúpinu er undantekning frá því. Þetta er djörf og að mörgu leyti vel heppn- uð tilraun til að klæða í leikrænan búning skáldheim Steinars Sigurjónssonar, þar sem rudda- skapur og ljóðræna, miskunnarlaust háð og mannleg hlýja vega salt. Sterkum myndum er brugðið upp af lífi þorpsins annars vegar og hins vegar einsemd skáldsins sem þráir að komast burt frá þessum uppruna sínum, en veit þó að það verður bundið honum alla tíð. Lab Loki. handrit og leikstjórn á Steinum í djúpinu rúnar guðbrandsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.