Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 38
föstudagur 27. febrúar 200938 Helgarblað
þurrkur í allri slímhúð, húðinni og
augum voru einnig aukaverkanir
sem Hafdís fann mikið fyrir og ekki
má gleyma hármissinum af öllum
líkamanum og gífurlegum melting-
arvandamálum. „Ég upplifði daga
þar sem ég skreið með veggjum til að
komast á klósettið, svo miklar voru
kvalirnar. Svo átti ég auðvitað betri
daga líka.“ Hafdís var þó aldrei ein
í þessari baráttu sinni því góð kona
eins og hún er yfirleitt umvafin góðu
fólki. Vinir og vandamenn hennar
voru til dæmis duglegir að fara með
henni í lyfjagjafirnar sem gerðu þær
mun auðveldari. „Dóttir mín, mað-
urinn minn og vinkonur komu með
mér til skiptis í lyfjagjafirnar og fann
ég mikinn styrk í því. Einnig reyndum
við litla fjölskyldan að gleyma okkur
í því að stunda uppbyggingu í sjálfu
niðurbrotinu. Við keyptum skápa og
endurinnréttuðum margt í íbúðinni,
reyndum þó að hafa þetta ekki of erf-
itt. Ég fékk mikla útrás við að losa
mig við gamla hluti úr geymslunni
og eldhússkápum heimilisins, gefa
það eða henda.
Ég held að þetta hafi verið mín
leið til að losna við krabbameinið
úr huganum svo að ég gæti tekist á
við framtíðina með björtum huga og
laus við meinið.“
Hafdís segir enn eitt hafa haft góð
áhrif á batann. „Ég hef dansað mig í
gegnum erfiðleikana, dans er mjög
heilandi og góður fyrir líkama og sál.
Ég hef stundað dans frá barnsaldri
með smá hléum reyndar en hef alltaf
dansað heima og ég mæli með þess-
ari útrás. Í uppbyggingunni sem ég
er í núna eftir þessi krabbameinsátök
ákváðum við maðurinn minn að fara
í dansskóla og dönsum nú saman í
gegnum lífið.“
Tek lífinu ekki sem gefnu
Meðferðin hafði þó fleiri jákvæð áhrif
í för með sér en tiltekt en það virðist
einkenna Hafdísi að eiga einstaklega
auðvelt með að sjá ljósu punktana í
lífinu þrátt fyrir allt sem á undan er
gengið. „Fjölskyldan er miklu dug-
legri að tjá ást sína en áður og við
föðmumst oftar en áður, við höfum
lært að taka ekki lífinu sem gefnu.
Þetta áfall þjappaði einnig stórfjöl-
skyldunni mikið saman. Ég hef feng-
ið gífurlegan stuðning frá móður
minni, tengdamóður, yndislegum
systkinum, föður mínum, vinum og
fyrrverandi tengdamóður minni og
síðast en ekki síst manninum mín-
um og dóttur sem hafa staðið við
bakið á mér eins og klettar.“ Hafdís
rifjar upp eina dýrmæta lífsreglu
sem móðir hennar kenndi henni
snemma. „Mamma sagði alltaf við
mig, það er ekki hvað það er sem fyr-
ir mann kemur heldur hvernig mað-
ur tekur því.“
Það sem Hafdísi finnst mikil-
vægast í lífinu eftir að hafa upplif-
að svona áfall er að vera kærleiks-
rík við aðra og reyna að sýna sínar
bestu hliðar þrátt fyrir að lífið geti
verið hart og leiki suma grátt, eins
og hana sjálfa. „Við megum ekki
verða köld tilfinningalega heldur
verðum við að halda í náungakær-
leikann og umhyggjuna. Við eigum
að segja okkar nánustu miklu oft-
ar hversu mikið við elskum þau og
faðmast oftar. Það hjálpar svo mik-
ið í samskiptum hvort við annað og
þá sérstaklega að kenna börnum
og unglingum þetta því að þau eru
framtíðin. Við verðum einfaldlega
sterkari ef við stöndum saman.
Mér finnst erfiðasta reynslan
hafa gefið mér aukinn skilning og
auðmýkt gagnvart öðru fólki og líf-
inu í heild sinni. Ég hefði ekki viljað
missa af þessu, sérstaklega með það
í huga að hafa staðið nálægt dauðan-
um, fengið lífshættulegan sjúkdóm
og fengið annað tækifæri til að njóta
lífsins. Fyrir það er ég þakklát.“
Erfitt að missa hárið
Hafdís segir nauðynlegt að halda í
húmorinn og jákvæðnina þegar tek-
ist er á við svona erfiðleika. „Það er
auðvelt að verða sorgmæddur þegar
maður stendur fyrir framan spegil-
inn hárlaus og með eitt brjóst.“ Hún
viðurkennir að henni hafi þótt að
mörgu leyti erfiðara að missa hárið
en brjósið. „Hárið er eitthvað sem
allir sjá.“ Hafdís dvaldi ekki lengi við í
vorkunnseminni og dreif sig til henn-
ar Kollu í hárkollubúðinni á Skóla-
vörðustíg. „Kolla er betri en nokkur
annar sálfræðingur, hún er svo vön
að hjálpa konum í minni stöðu og
gerir það virkilega vel.“ Hafdís keypti
sér gott úrval hárkollna og klúta og
segist hafa gaman af því að skreyta
sig á mismunandi hátt. Einnig fór
hún á förðunarnámskeið fyrir konur
með krabbamein og lærði að farða
sig upp á nýtt með tiliti til hárleysis-
ins. „Ég hef reynt að gera allt sem ég
get til að gera það besta úr aðstæð-
um.“
Hafdís minnist líka á góða konu í
Eirberg, hjálpartækjabúðinni á Stór-
höfða 25. „Hún Fjóla sem þar starf-
ar er alltaf tilbúin að hitta konur og
leiðbeina þeim við að velja sér gervi-
brjóst og haldara og Tryggingastofn-
un sér um að gefa styrk til kvenna í
þessari aðstöðu.“ Hafdís grínast með
það að það komi nú stundum fyrir að
hún gleymi að skella gervibrjóstinu á
sig eða muni stundum ekki hvar hún
lagði það frá sér. Þrátt fyrir léttleik-
ann segist Hafdís ákveðin í því að
fara í aðgerð síðar og láta byggja upp
varanlegt brjóst.
Á að skanna konur fyrr
Hafdís var þrjátíu og níu ára þegar
hún greindist með brjóstakrabba-
mein og var æxlið orðið svo stórt að
líklega hefur það verið í mörg ár að
myndast. Konur á Íslandi eru boð-
aðar í sína fyrstu krabbameinsskoð-
un við fertugsaldurinn og telur Haf-
dís það allt of seint. „Að mínu mati
þarf að skoða konur miklu fyrr, það
er alltaf að verða algengara að ung-
ar konur greinist með brjóstakrabba-
mein. Ég hef spurst fyrir um málið
og hef fengið þau svör að það sé svo
dýrt að byrja eftirlitið fyrr. Það hlýt-
ur að vera miklu ódýrara að mynda
konur fyrr heldur en kostnaður við
krabbameinsmeðferðirnar. Þessu vil
ég beita mér fyrir þegar ég hef safn-
að kröftum.
Þangað til vil ég hvetja allar kon-
ur til að stunda reglulega sjálfskoð-
un brjósta eða minnst einu sinni í
mánuði. Það fást leiðbeiningabæk-
lingar hjá leitarstöðinni, Krabba-
meinsfélaginu og á deildum spítala.
Mér finnst að það ætti að senda bæk-
linga á hvert heimili og mun ég hafa
samband við Krabbameinsfélagið og
biðja um það, það hefur ekki verið
lögð nógu mikil áhersla á þetta. Enn
frekar vil ég nefna það að allar kon-
ur ættu að fara í brjóstamyndatöku
annað hvert ár þegar kemur boð frá
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins,
því flestir hnútar í brjóstum eru góð-
kynja og þá er hægt að grípa til að-
gerða ef þeir greinast snemma.“
Skrifar bók
Hafdís segir að nú sé verið að vinna
í því erlendis að finna upp krabba-
meinslyf sem hafa bein áhrif á
krabbameinsfrumurnar einar og sér.
„Það er mjög nauðsynlegt að það
verði framþróun á því sviði því það
er mjög erfitt fyrir krabbameins-
sjúklinga að lyfin herji á aðrar frum-
ur líkamans, sem hefur bæði áhrif á
andlega og líkamlega líðan. Það er
auðheyrt að Hafdís lætur sig þessi
mál varða og dreymir um að hjálpa
öðrum og hafa áhrif. „Nú ætla ég
að einbeita mér að því að ná full-
um bata og safna kröftum, stunda
sjúkraþjálfun og það sem þarf til að
ná fyrri styrk og getu. Að því loknu
vil ég starfa með krabbameinssjúk-
um, jafnvel börnum. Ég hefði ekki
treyst mér til þess áður en í dag held
ég að ég sé einmitt rétta manneskj-
an til að hjálpa krabbameinssjúkum
vegna þess að ég hef dýpri skilning á
krabbameini og krabbameinsmeð-
ferðinni eftir reynslu mína.
Hafdís er einnig byrjuð að skrifa
um reynslu sína og stefnir að því að
gefa út bók. „Ég er að skrifa um veik-
indi mín og upplifun mína af þeim í
bleiku tölvuna minni,“ segir hún og
brosir. „Það hefur reynst mér vel að
skrifa og gefið mér mikla útrás sem
mun vonandi nýtast öðrum þegar ég
gef bókina mína út.“
Þrátt fyrir að vera laus við mein-
ið í dag segir Hafdís ekki tímabært
að fagna. „Ég opna ekki kampavíns-
flöskuna fyrr en eftir fimm ár. Mað-
ur getur aldrei verið alveg viss. Mað-
ur má ekki hugsa að maður sé alveg
hólpinn, en ég er hæfilega bjartsýn
og nýt lífsins með bros á vör,“ segir
þessi einstaka baráttukona að lok-
um. kolbrun@dv.is
Í faðmi fjölskyldunnar Hér er Hafdís ásamt
eiginmanni sínum Óskari Ásgeirssyni og dóttur
sinni Valdísi Ingunni Valdimarsdóttur. Þau hafa
staðið eins og klettar við bakið á Hafdísi.