Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 4
444 LÆKNAblaðið 2015/101
F R Æ Ð I G R E I N A R
10. tölublað 2015
447
Gerður Gröndal,
Gunnar Bjarni
Ragnarsson
Verða ný lyf í boði
fyrir sjúklinga árið
2016?
Við í lyfjanefnd Land-
spítala vonum að
fjárveitingavaldið og
heilbrigðisyfirvöld auki
fjárveitingu til S-merktra
lyfja fyrir árið 2016. Að
öðrum kosti er ekki
ljóst hvort hægt verður
að halda lyfjameðferð
sambærilegri við það
sem tíðkast á Norður-
löndunum.
451
Margrét H. Indriðadóttir, Þórarinn Sveinsson, Kristján Þór Magnússon,
Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Erlingur Jóhannsson
Algengi íþróttameiðsla, íþróttaþátttaka og brottfall
vegna meiðsla hjá 17 og 23 ára ungmennum
Þátttaka barna og unglinga í
skipulögðum íþróttum hefur farið
vaxandi undanfarna áratugi. Gildi
hreyfingar og félagsstarfs fyrir
líkamlega, andlega og félags-
lega heilsu er ótvírætt, en með
vaxandi þátttöku og aukinni tíðni
æfinga og keppni eru íþrótta-
meiðsli orðin að umtalsverðu
heilbrigðisvandamáli. Flest
íþróttameiðsli eru væg en hlutfall
alvarlegra meiðsla er um það bil
15%. Hluti þeirra getur haft afleiðingar til lífstíðar og valdið skerðingu á lífsgæðum
og líkamlegri virkni. Eftir krossbanda- og liðþófaaðgerðir er algengt að fólk þrói
með sér slitgigt og samkvæmt nýrri rannsókn höfðu þeir sem fóru í slíkar aðgerðir 7
sinnum hærra nýgengi gerviliðaaðgerða í hné en samanburðarhópur, 15 árum síðar.
457
Sigríður María Kristinsdóttir, Elín Maríusdóttir,
Jón Gunnlaugur Jónasson, Einar Steingrímsson,
Tómas Guðbjartsson
Kona á níræðisaldri með
mæði og surg við öndun
Áttatíu og sex ára gömul kona leitaði til heim-
ilislæknis eftir að hafa glímt í nokkra mánuði
við mæði, hósta, surg við öndun og kynginga-
rerfiðleika. Hún hafði reykt en átti aðeins fjögur
pakkaár að baki og tók lyf við háþrýstingi.
461
Erna Magnúsdóttir
Kímfrumur manna. Framfarir í frumurækt
og vonir um meðferðarúrræði
Frumkímfrumur eru forverar kynfruma í fósturþroska og þroskast að lokum yfir í egg
og sáðfrumur. Frumkímfrumur eru því sérhæfðar frumur sem bera með sér erfða- og
umframerfðaupplýsingar frá foreldri til afkvæmis. Þær eru hinn ævarandi hlekkur á
milli kynslóða sem er nauðsynlegur afkomu tegundanna.
449
María Ólafsdóttir
Flóttafólk
Töluverð mótstaða og
ótti kemur upp í um-
ræðunni um að taka við
flóttafólki á Íslandi. Við
þurfum að ræða það
vel og heiðarlega. Hvað
erum við hrædd við?
L E I Ð A R A R
árgangar að baki